Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Fjarþjálfun

 • Langar þig að komast í form á raunhæfan hátt?
 • Ertu orðin leið á því að borða annað en fjölskylda þín þegar þú ferð í átak?
 • Ertu orðin þreytt á að vera í megrun?
 • Ertu tilbúin til að læra hvernig þú getur hámarkað árangurinn þinn á markvissan hátt?

Ef svo er, þá erum við hér til að hjálpa þér!

1

Lærðu að leggja grunninn að hollum lífstíl.

2

Skildu hvernig þú getur viðhaldið árangrinum til frambúðar

3

Njóttu góðs af margra ára reynslu okkar

Hefur þú einhverntíma heyrt því fleygt fram að mataræðið sé 80% af árangrinum?

Það er satt. Ein stærsta ástæðan fyrir því að flestar konur sjá engan mun á líkamlegu formi þrátt fyrir að hamast á æfingum, er vegna mataræðisins. Við höfum kynnst því vel bæði á okkur sjálfum sem og þeim sem við höfum þjálfað. Það er einmitt ástæðan fyrir því að við leggjum mjög mikla áherslu á mataræðið í okkar þjálfun og þú færð með fullt  af  hugmyndum og samsetningum máltíða sem hentar við misjafnar aðstæður.

Með þessum fjórum leiðum hjálpum við þér að bæta þig:

Settu þér skýr markmið og hafðu þau alltaf að leiðarljósi

Fáðu æfingaprógramm sem hentar þínum markmiðum, reynslu og áhuga

Borðaðu hollan mat í réttu magni.

Fáðu  stuðning, aðhald og hvatningu

Afhverju gæti fjarþjálfunin okkar hentar þér ?

Í fjarþjálfun hjá okkur fara öll samskipti og utanumhald fram í gegnum netið og þar af leiðandi eiga allar sem leita til okkar jafna möguleika á árangri, óháð búsetu. 

Við viljum að þú náir árangri með okkur og leggjum því ríka áherslu á að þú setjir þér raunhæf markmið og að mataræði og æfingar séu í takt við það. 

FitSuccess hefur verið starfrækt undir nafninu Betri Árangur frá árinu 2010. Í gegnum árin höfum við þjálfað þúsundir íslenskra kvenna í gegnum fjarþjálfun okkar, en við höfum unnið hörðum höndum að því að bæta þjónustu og gæði þjálfunarinnar síðan þá. Nú nýlega settum við á laggirnar fjarþjálfunarkerfi sem er sérsniðið að því sem við kennum og allt notendaviðmót þess er á íslensku. 

Allt þetta er innifalið í fjarþjálfun hjá FitSuccess

1

Aðhald og stuðningur

2

Matarráðgjöf

3

Matarplan

4

Hugmyndir af uppskriftum

5

Æfingaprógram

6

Leiðsögn og ráðgjöf

7

Fróðleikur

8

Æfingasafn

Þær svara fljótt og örugglega öllum póstum og mjög hvetjandi og hjálpa mér þegar á móti blæs. Alltaf. Ég fæ ný æfingarplön á 4ja vikna fresti og held út matardagbók sem ég skila vikulega. Æfingarnar eru fjölbreyttar og sniðnar að mínum óskum og þörfum. Myndböndin sem fylgja öllum æfingunum hjálpa mér að gera æfingarnar rétt.  Ráðgjöf þeirra með mataræðið er frábær hjá þeim. Góðar ábendingar hvað er gott fyrir mig og hvað ekki.

- Halla Aðalsteinsdóttir

Matarplönin eru raunhæf og ég hélt aldrei að það væri hægt að ná árangri án þess að vera að borða eftir ströngum matseðli! Hjá þeim skiptir miklu máli að borða rétt og hef ég aldrei fengið matseðil sem sýndi öfgar!

- Íris Einarsdóttir

Það er svo margt við þjálfunina sem er til fyrirmyndar og þá sérstaklega það að þetta snýst allt um heilbrigðan lífsstíl til framtíðar, að borða hollt og hreyfa sig, þetta snýst ekki um að telja kaloríurnar og eitthvað svona vesen sem er erfitt að fylgja alltaf og svo eru þetta alls engir öfgar.

- Íshildur Agla Lingþórsdóttir

Ég er búin að læra svo mikið að mig hafði aldrei grunað ég stæði hér í dag reynslunni ríkari með svona góðan grunn fyrir framtíðina um hollan og heilbrigað lífstíl og hversu mikilvægt það er að temja sér það.

- Dagbjört Guðbrandsdóttir

Eg bý i Bandaríkjunum og er heima með 2 börn. Þannig að mig vantadi æfingaplön sem eg gæti gert mest heimavið, Þær gerðu rosa flott æfingaplön til þess og þær voru alltaf tilbunar ad vinna med allt sem ég hafði til taks hverju sinni.

- Sigurleif Ólafsdóttir

Ef þú ert þreytt á að byrja alltaf aftur upp á nýtt, þá skaltu fara til þeirra - því þig langar ekki að hætta!

- Adda Soffía

Þær hvöttu mig áfram og sáu til þess að ég héldi mér við efnið svo ég mundi ná árangri sem ég gerði. Þær létu vita ef ég þyrfti að gera betur og hrósuðu mér þegar ég stóð mig vel.

- Björk Kjartansdóttir

Þjálfunarferlið

Mínar síður

Í gegnum Mínar síður fer þjálfunin fram en það er læst síða sem einungis þú og við sjáum. Þar söfnum við öllum plönum sem við útbúum fyrir þig persónulega eins og æfinga-og matarplönum. Þar finnur þú einnig ýmsan fróðleik tengdum heilsusamlegum lífstíl en allt okkar fróðleiksefni er miðað útfrá konum. Ásamt því hefur þú aðgang að hundruðum uppskrifta og hugmynda að matarsamsetningum. Öll samskipti okkar á milli fara einnig fram í gegnum síðuna og því hefur þú gott yfirlit yfir allt á einum stað.

Regluleg samskipti við okkur

Okkur finnst mikilvægt að vera í góðu og persónulegu sambandi við þig. Við leggjum mikið upp úr því að gefa skjót og skýr svör, til að þjálfunin gangi sem best fyrir sig og við erum til staðar fyrir þig alla virka daga á dagvinnutíma. Svarið frá okkur berst þér svo á spjallsíðunni þar sem öll okkar samskiptasaga safnast saman á einum stað.

 

 

Sérsniðið æfingaplan

Við vinnum æfingaplanið út frá svörum úr umsókninni þinni. Við gerð þess tökum við tillit til heilsufars, reynslu og markmiðs. Í umsóknarferlinu velur þú sjálf hversu oft þú vilt æfa í viku en við hagræðum því ávallt á þann máta að það sé sem raunhæfast.

Með æfingaplaninu fylgja tenglar á  útskýringarmyndbönd fyrir hverja æfingu fyrir sig. Æfingasafnið okkar er í vinnslu og því verða myndbönd af æfingum til að byrja með erlendis frá líkt og áður. Við söfnum öllum æfingaplönum sem þú færð frá okkur á Mínar síður, þannig getur þú nálgast æfingaplanið þitt hvar og hvenær sem er.

Nytsamlegur fróðleikur um æfingar

Í æfingarhluta fróðleikssíðunar höldum við utan um það sem okkur finnst mikilvægt að þú lærir um æfingar og þjálfun. Þar fjöllum við meðal annars um hvað hugtök eins og sett, reps og supersett eru. Það er því sniðugt að kíkja þar við og skoða greinarnar þegar þú hefur tök á, en svo getur þú að sjálfsögðu alltaf sent á okkur línu.

Sérsniðið matarplan

Þú færð matarplan í upphafi þjálfunar. Matarplanið er einna helst til viðmiðunar fyrir uppsetningu máltíða og svo bendum við á matarsafnið (sjá hér að neðan). Þar finnur þú um 300 tillögur um hverju má skipta út eftir matmálstíma. Ástæðan fyrir því að við lítum á matarplanið sem viðmið er sú að við leggjum áherlsu á að þú lærir þetta sem þinn lífstíl.        

Það er mismunandi hvað hentar hverri og einni, sumar kjósa að fylgja matarplani og aðrar finna meira aðhald við að skila inn vikulegri matardagbók. Þannig viljum við koma til móts við ólíkar þarfir og gefum því kost á því að velja þar á milli.

Ef þú heldur svo áfram í þjálfun hjá okkur þá færð þú val á milli þess að fá annað matarplan eða skila inn vikulegri matardagbók. 

Við söfnum öllum matarplönum sem þú færð frá okkur á Mínar síður, þannig getur þú nálgast matarplanið þitt hvar og hvenær sem er.

 

Matardagbókarkerfið okkar

Á Mínum síðum heldur þú utan um matardagbókina þína. Matardagbókin er einföld í notkun og getur þú meðal annars haldið utan um hana t.d. í snjallasímanum þínum. Þú getur vistað hana daglega og í vikulok, þegar allir dagar eru útfylltir þá opnast fyrir valmöguleikann að senda hana inn til yfirferðar. Í gegnum matardagbókina getum við kennt þér hvað má betur fara í þínum venjum í mataræðinu og sendum þér hana yfirfarna með athugasemdum. Kerfið heldur utan um allar eldri matardagbækur þannig að þú getur auðveldlega flett upp eldri athugasemdunum frá okkur.

 

Ráðleggingar á fæðubót

Við ákveðum fæðubótaefnin sem við teljum að henti þér útfrá upplýsingum sem við fáum um þig úr skráningunni þinni. Fæðubótaefni í okkar huga eiga að vera einungis viðbót við fæðuna, líkt og nafnið gefur til kynna.  Duft í stað matar er skammtímalausn. Þú færð 15% afslátt af öllum fæðubótaefnum hjá Perform í gegnum okkur.

Matarsafnið okkar

Á Mínum síðum hefur þú svo aðgang að hundruðum hollra matarsamsetninga / uppskrifta, en þær eru flokkaðar eftir matmálstíma og þannig getur þú prufað þig áfram með uppsetningu máltíða yfir daginn og fengið hugmyndir. Í gegnum árin höfum við tekið eftir því að einn helsti höfuðverkur margra er að vita ekki hvað á að borða og hvenær, með matarsafninu viljum við koma til móts þær þarfir.

Við leggjum áherslu á að það sé hvorki dýrt né flókið að borða hollan og fjölbreyttan mat. Öll hráefnin getur þú því verslað í helstu stórmörkuðum.

Við eru sífellt að bæta við hugmyndum í matarsafnið og er því vert að kíkja reglulega þar inn. 

Ýmis nytsamlegur fróðleikur um næringu

Í næringarhluta fróðleiksíðunnar höldum við utan um það sem okkur finnst mikilvægt að þú lærir um næringu. Þar fjöllum við meðal annars um fæðuflokkana og næringarefnin, þar útskýrum við á einfaldan máta hvað prótein, fita og kolvetnin eru. Einnig er farið yfir það úr hvaða fæðutegundum þú færð þessa næringu.

Við teljum upp þær Grunnreglur í mataræðinu sem við sjálfar höfum að leiðarljósi og miðlum til þeirra sem koma til okkar í þjálfun.

Á síðunni finnur þú hollan innkaupalista sem við höfum útbúið sem að nýtist vel til viðmiðunar í matarinnkaupum. 

Mælingar og árangursmyndatökur

Til þess að halda þér við efnið og fylgjast með árangrinum mælir þú þig sjálf og tekur árangursmyndir og sendir okkur í gegnum síðuna. Við fáum fyrstu myndirnar þínar við skráningu og svo fyrstu mælingarnar þínar þegar þú byrjar í þjálfun. Eftir það eru mælingar og árangursmyndatökur hjá þér á fjögurra vikna fresti. 

 

Árangurssíða

Á Mínum síðum birtist árangurssagan þín og markmið. Þar er samanburður á bæði mælingum og myndum sem þú sendir inn en myndirnar ásamt mælingum birtast hlið við hlið í þeirri tímaröð sem að þú sendir þær. Undir flipanum staðan í dag getur þú séð samanburð á þeim myndum og mælingum sem að þú sendir inn allra fyrst og þeim nýjustu og þannig séð hversu langt þú ert komin áleiðis.

Að horfa á sjálfa sig mótast og breytast er mikil hvatning til að halda áfram og taka stefnuna á enn frekari árangur. Við hugsum árangursíðuna því allra helst sem hvatningu til þess að gera alltaf betur. Flestar sem leita til okkar eru með langtímamarkmið og við aðstoðum við að búta það niður í smærri skammtímamarkmið því við viljum hjálpa þeim á lokaáfangastað.

Snillingurinn okkar hún Sigga Beta var svo góð að leyfa okkur að nota árangurinn sem hún hefur náð hjá okkur til að sýna ykkur hvernig Árangurssíðan lítur út, en hún hefur misst tæplega 40 kg frá því hún byrjaði hjá okkur.     

Fjölbreytnin í fyrirrúmi, nýjar áskoranir reglulega

Nýtt tímabil hefst svo á fjögurra vikna fresti og þá bjóðum við þér að halda áfram í þjálfun ef þú valdir einungis eitt tímabil.  Ef þú kemur í áskrift til okkar þá heldur þú sjálfkrafa inn á næsta tímabil. Þú getur sent okkur skilaboð ef að það er eitthvað sem að þú vilt koma á framfæri fyrir næsta tímabil.
Berist okkur engin svör fyrir þann tíma, hagræðum við planinu í samræmi við það sem að við teljum henta best og út frá skráningunni þinni í upphafi.

Við nýtt tímabil færðu nýtt æfingaplan í hendurnar og færð val um hvort þú viljir matarplan eða halda matardagbók. En þannig ertu stöðugt að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það er alltaf spennandi að fá nýtt æfingaplan í hendurnar enda hefur það í  för með sér ný markmið og nýjar áskoranir. 

 

Fyrir hverjar er fjarþjálfun okkar?

Byrjendur

 • Ef þú ert að taka fyrstu skrefin í styrktaræfingum
 • Ef þig vantar fjölbreytt æfingaprógramm sérsniðið að þínum þörfum og reynslu
 • Ef þig vantar leiðsögn um hugmyndir og í matarræðinu
 • Ef þú treystir þér ekki strax til að æfa í líkamsræktarstöð getum við gert heimaplan fyrir þig
 • Einnig bjóðum við uppá þann valkost að velja eingöngu aðhald og ráðgjöf í matarræði

Nokkuð vanar

 • Ef þú ert nokkuð vön að æfa, þá getum við aðstoðað þig að fara á næsta stig
 • Ef þig vantar fjölbreytt æfingaprógramm sérsniðið að þínum þörfum og reynslu
 • Ef þig vantar leiðsögn um hugmyndir og í matarræðinu
 • Einnig bjóðum við uppá þann valkost að velja eingöngu aðhald og ráðgjöf í matarræði

 

Lengra komnar

 • Ef þú ert mjög vön en vilt fá leiðsögn til að æfa á enn markvissari hátt
 • Ef þú hefur mikla reynslu en vantar aðhald og eftirfylgni
 • Ef þú ert nú þegar að æfa aðra íþrótt og vantar leiðsögn hvað varðar matarræði
 • Ef þig vantar fjölbreytt æfingaprógramm sérsniðið að þínum þörfum og reynslu
 • Ef þig vantar leiðsögn og hugmyndir í matarræðinu
 • Einnig bjóðum við uppá valkost að velja eingöngu aðhald og ráðgjöf og matarræði

Langar þig að koma í fjarþjálfun til okkar?

Ef þú telur að þetta geti hentað þér þá væri gaman að fá að kynnast þér. Ef þú ert í einhverjum vafa þá skaltu byrja á að lesa yfir spurt og svarað síðuna okkar en þar höfum við safnað saman svörum við algengum fyrirspurnum um þjálfunina og ef ekkert af því passar við þína fyrirspurn þá skaltu ekki hika við að hafa samband hér.

Við viljum eingöngu taka inn stelpur og konur sem eru virkilega tilbúnar og opnar fyrir því að temja sér hollla lífshætti. Ásóknin er mikil í þjálfunina og ástæðan er einföld, við höfum náð miklum árangri með þær sem við þjálfum en það er líka af því að þær voru tilbúnar til að leggja á sig það sem þurfti til. 

Ímyndaðu þér í eitt augnablik að:

 • það að borða hollt sé ekki kvöð
 • að heilbrigður lífstíll sé eitthvað sem þú getur  auðveldlega tamið þér
 • hreyfing veiti þér vellíðan og meiri orku
 • þú setjir þér langtímamarkmið og bútir þau niður í raunhæf skammtímamarkmið
 • þú nærir líkamann með matnum sem þú borðar
 • þú náir að temja þér jákvætt hugafar
 • að þú hugsir í lausnum

 

Skráningarferlið

Skráningarferlið okkar er ítarlegt, því þar fáum við að kynnast þér betur, hvað það er sem þú vilt stefna að, hvernig líkamsástand þitt er og líðan því tengd. Það er því mikilvægt er að þú svarir öllum spurningunum eftir bestu getu. 

 

 • Þú byrjar á að skrá þig í þjálfun hjá okkur hér
 • Þar velur þú tegund þjálfunar (pakki 1 / pakki 2) og hve lengi þú ætlar þér að vera í þjálfun. Ef þú velur að vera hjá okkur í 4 mánuði eða lengur, bjóðum við uppá mjög góðan afslátt af mánaðarverðinu, en þannig viljum við koma á móts við þær sem dvelja hjá okkur til lengri tíma.
 • Næst velur þú dagsetningu sem þér hentar að byrja af þeim sem eru í boði.
 • Að lokum gengur þú frá greiðslu.
 • Að skráningu lokinni færðu staðfestingarpóst, með tengil á ítarlegra skráningarform. Þar sendir þú okkur myndir af þér, ásamt því að fylla út ítarlegri upplýsingar um þig. Allar upplýsingar og gögn þurfa berast innan næstu 24 klukkustunda.
 • Hér finnur þú upplýsingar um hvernig myndir við viljum fá frá þér.

 

 

Eftir að umsamin dagsetning rennur upp færðu aðgang að okkur í gegnum fjarþjálfunarsíðuna. En þá höfum við unnið úr skráningargögnunum og tökum vel á móti þér :)

Skráðu þig núna!

Skráning