Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Persónuverndarstefna FitSuccess

Með því að nýta þér þjónustu FitSuccess treystir þú okkur fyrir upplýsingunum þínum. Við berum hag viðskiptavina okkar fyrir brjósti og við leggjum okkur fram við að vernda upplýsingarnar þínar og setja þig við stjórnvölinn.  

 

Ef þú hefur einhvern tímann nýtt þér þjónustu okkar þá veist þú nú þegar að FitSuccess býður upp á heilsutengda þjónustu á netinu. Til þess notum við okkar eigin vefsvæði og samfélagsmiðla. Markmið þessarar persónuverndarstefnu er að hjálpa þér að skilja hvernig við notum og vinnum úr persónuupplýsingum þínum og einnig hvernig þú getur uppfært, stjórnað, flutt út eða eytt upplýsingunum þínum.

 

Við heitum því að gæta fyllsta trúnaðar og virða rétt þinn varðandi meðferð persónuupplýsinga um þig. Okkur er umhugað um persónuvernd og við viljum að þú vitir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þig.


Hér getur þú haft samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuupplýsingar þínar sem þú hefur veitt fyrirtækinu, við svörum þeim með glöðu geði. Vinsamlega lestu einnig Fótasporayfirlýsinguna okkar sem upplýsir þig um notkun FitSuccess á fótsporum og annarri samskonar tækni. Ef þú óskar eftir því að nýta þér þjónustu FitSuccess, þá er mikilvægt að þú kynnir þér þjónustuskilmálana okkar. 

Stefnan er aðgengileg á vefsíðu FitSuccess og á Mínum Síðum. Þér er bent á stefnuna í skráningarferli þegar þú sækir um þjónustu frá okkur og þú ert beðin um að staðfesta lestur hennar. 

 

Ábyrgðaraðili

 • K&M ehf., kt 711011-1020 (hér eftir nefnt FitSuccess), á og rekur FitSuccess, m.a. vefsvæðið FitSuccess.is. FitSuccess er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga sem viðskiptavinir, notendur eða þeir sem heimsækja vefsíður fyrirtækisins veita fyrirtækinu. Skrifstofa okkar er staðsett í Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði.

 

 

Við söfnum upplýsingum til að veita notendum okkar betri þjónustu.

Ástæður þess að við biðjum þig um persónuupplýsingar eru reyndar ansi góðar – þessar upplýsingar hjálpa okkur við að veita þjónustuna, til dæmis með því að persónusníða æfingaplön þín, til að eiga í  samskiptum við þig, veita þér hvatningu og ráðleggingar og til að mæla árangur þinn.

Þessar upplýsingar hjálpa okkur ekki síður við að viðhalda bæta og þróa þjónustu okkar og skilja betur hvernig þjónusta okkar er notuð. Með því að halda utan um þessar upplýsingar göngum við úr skugga um að þú fáir bestu mögulegu þjónustu.

Það eru fleiri ástæður fyrir því að við biðjum þig um þessar upplýsingar, eins og til dæmis markaðslegar ástæður – ef þú vilt vita meira getur þú lesið þér nánar til um þær hér síðar í stefnunni.

 

 

Með hvaða persónuupplýsingar vinnum við og tilhvers?

Við viljum að þú vitir um þær tegundir upplýsinga sem við söfnum þegar þú notar þjónustu okkar. Upplýsingarnar sem FitSuccess safnar og hvernig þær upplýsingar eru notaðar fer eftir því hvernig þú notar þjónustu okkar.

 

 • Upplýsingar um samskipti:
  Upplýsingar sem við fáum um þig til dæmis með tölvupóstum sem þú skrifar okkur, fyrirspurnir sem þú sendir í gegnum vefsvæði okkar og samfélagsmiðla og samræðum okkar á milli í gegnum Mínar síður svo við getum veitt þér þjónustu, bætt hana og brugðist við erindum þínum og ábendingum. 
 • Kennitala:
  Við biðjum þig um kennitölu þína svo að við getum borið kennsl á þig.
 • Tengiliðaupplýsingar
  Nafn, gælunafn, heimilisfang og aðrar samskiptaupplýsingar s.s. eins og netfang og símanúmer auk upplýsinga er varða samskipti þín við okkur svo að við getum haft samband við þig og borið kennsl á þig. Við notum upplýsingar eins og netfang þitt eða símanúmer, til að hafa samband við þig. Til dæmis færðu senda tilkynningu í hvert sinn sem við sendum á þig skilaboð í gegnum Mínar síður. Ef við höfum ekki heyrt frá þér lengi og þú ert skráð í þjálfun þá getur verið að við sendum á þig skilaboð á símanúmerið þitt. Við látum þig einnig vita um væntanlegar breytingar eða endurbætur á þjónustu okkar.
 • Æfinga- og matarplön
  Á Mínum síðum söfnum við þeim æfinga- og matarplönum sem þú færð frá þjálfurum okkar. Æfingaplönin eru merkt þér með nafni og æfingaaðstöðu, en einnig gæti verið að einhverjar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar fylgi með. Matarplönin eru merkt þér með nafni, en einnig gæti verið að einhverjar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar fylgi með. 
 • Matardagbækur
  Fyrsta tímabilið í þjálfun hjá okkur (fyrstu 4 vikurnar) hefur þú val um að skila inn vikulegri matardagbók og fá þannig stuðning við að innleiða ráðleggingarnar okkar að þínum venjum. Kerfið heldur utan um eldri matardagbækur til að þú getur auðveldlega flett upp athugasemdunum frá okkur
 • Mælingar
  Við fylgjumst með þyngd þinni og ummálsmælingum sem þú skráir á Mínar síður á fjögurra vikna fresti. Við biðjum um þessar upplýsingar til að hægt sé að bera saman árangurinn og halda utan um árangurssöguna þína. Einnig setjum við fyrir þig skammtímamarkmið til að stefna að ná ef markmið þín miða að því að léttast um ákveðna þyngd.
 • Myndir
  Við biðjum þig um andlitsmynd af þér við upphaf skráningar. Þetta gerum við til að bera kennsl á þig og gera þjónustuna persónulegri. Við upphaf skráningar biðjum við þig einnig um ljósmyndir sem sýna þrjár hliðar líkama þíns. Við biðjum um þessar myndir til að vinna úr skráningunni samhliða öðrum upplýsingum sem þú hefur veitt okkur en ekki síður til að hægt sé að bera saman árangurinn og halda utan um árangurssöguna. Við viljum að myndirnar séu teknar frá höku til táar til að takmarka persónugreiningu. Þær árangursmyndir sem þú sendir inn í gegnum Mínar síður dulkóðaðar í gagnagrunnum okkar en hafa ber í huga að engir gagnaflutningar á vefnum eða gagnageymslur geta talist 100% öruggar.
 • Aðstæður og fleiri upplýsingar
  Við biðjum þig um upplýsingar eins og hvar þú vilt æfa, hvaða daga það hentar þér, reynslu þína af æfingum og hvort þú sért að æfa aðrar íþróttir samhliða.  Einnig biðjum við þig um að segja okkur frá atvinnu þinni, vinnutíma og hvort það sé eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri. Þessar upplýsingar biðjum við þig um til að átta okkur betur á aðstæðum þínum, til dæmis hvað varðar hreyfingu og til að persónusníða þjónustu okkar. Við nýskráningu ertu einnig beðin um að skrá hæð þína en við biðjum þig um þær upplýsingar til að fylgjast með BMI stuðli þínum, en kerfið reiknar út BMI stuðul þinn í hvert skipti sem þú sendir inn nýjar mælingar.
 • Markmið
  Við biðjum þig um að skrá inn heilsutengd markmið þín til að meta væntingar þínar og geta veitt þér þá þjónustu sem þú óskar eftir.
 • Viðkvæmar persónuupplýsingar:
  Sumar persónuupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar í lögum um persónuvernd. Þær persónuupplýsingar sem við biðjum þig um eftir að þú hefur skráð þig fyrir þjónustunni og teljast viðkvæmar í skilningi laganna eru heilsufarsupplýsingar þínar. Við hvorki söfnum þessum persónuupplýsingum né vinnum þær án þíns samþykkis, en við biðjum þig að veita okkur aðeins þær upplýsingar sem þú telur nauðsynlegar til að ná fram tilgangi vinnslunnar.  Þetta eru upplýsingar eins og núverandi heilsufar, meiðsli og þyngd. Þessar upplýsingar nýtum við til að sérsníða plönin þín og til að geta brugðist við erindum þínum og ábendingum. Þessar upplýsingar eru dulkóðaðar í gagnagrunnum okkar.
 • Upplýsingar um hegðun og notkun: 
  Upplýsingar um hvernig þú notar vörur okkar og þjónustu svo við getum bætt þessa þætti en einnig til þess að fylgjast með því hvort að ekki sé allt með felldu bæði hvað varðar öryggi og notkun. 
 • Skilmálar og samningar 
  Við geymum afrit af þeim samningum sem þú hefur gert við okkur í tengslum við gerð slíkra samninga. Þetta gerum við til að sanna tilvist samninganna og efnisatriði þeirra.
 • Upplýsingar tengsl
  Upplýsingar um tengda aðila og fjölskyldu t.d. svo við getum tekið tillit til óska þinna um svipuð plön og / eða séð hver benti þér á þjónustuna.
 • Greiðsluupplýsingar 
  Greiðsluupplýsingar eða aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að innheimta gjald fyrir þjónustuna sem fyrirtækið veitir og endurgreiða viðskiptavini ef til þess kemur. Við höldum utan um útgefna reikninga til að uppfylla skilyrði skatta- og bókhaldslaga, þegar þú borgar fyrir þjónustuna. Samhliða reikningunum höldum við utan um dagsetningu viðskipta og hvaða áskriftarleið var keypt. Þetta gerum við til þess að halda utan um kaupsögu. Þegar viðskiptavinir greiða með kreditkorti hjá FitSuccess eru kreditkortaupplýsingar ekki skráðar heldur fer færslan í gegnum örugga þjónustugátt hjá þriðja aðila. 
 • Markaðstengt efni
  Við notum það netfang sem þú hefur gefið upp við skráningu til að geta sent þér ýmsar upplýsingar og fréttir af þjónustunni í tölvupósti. Þú getur alltaf afturkallað samþykki þitt fyrir þessum sendingum með því að smella á tengil í tölvupósti sem þú hefur fengið frá okkur. Ef þú vilt ekki fá markaðstengt efni frá okkur, getum við samt haldið áfram að hafa samband við þig og sent þér nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við þjónustu okkar og/eða lögum samkvæmt.
 • Fótspor
  Þegar þú notar vefsvæði FitSuccess söfnum við upplýsingunum með því að nota svokölluð fótspor (e. cookies). Þetta hjálpar okkur til dæmis við áframhaldandi þróun á vefsvæðum FitSuccess og að persónusníða og betrumbæta þjónustu okkar. Við notkun á Mínum síðum eru aðgerðir notanda skráðar og vistaðar hjá FitSuccess í þeim tilgangi að bæta þjónustu og til að tryggja öryggi forritsins, þ.m.t. rekstrarlegt öryggi. Við notum ólíka tækni við söfnun og geymslu upplýsinga, þ. á m. fótspor og pixlamerkiSjá nánari notkun FitSuccess á fótsporum hér. 

 

Þú ert við stjórnvölinn við meðhöndlun persónuupplýsinga þinna.

Persónuverndarstillingarnar þínar

Réttur til að samþykkja og afturkalla samþykki

 • Ef þú heimsækir vefsvæði fyrirtækisins færðu tilkynningu um notkun fótspora (e. cookies). Á vefborðanum er hlekkur á nánari upplýsingar um hvað fótspor eru og hvernig þú getur afturkallað samþykki þitt fyrir þeim. Ef þú vilt ekki að fótspor séu vistuð er ein­falt að breyta still­ingum vafrans svo hann hafni þeim. 
 • Ef þú ert viðskiptavinur eða notandi að Mínum síðum þá færðu tækifæri á samþykkja úrvinnslu upplýsinga þinna eins og útskýrt er nánar í persónuverndarstefnu þessari. Einnig færðu tækifæri á að veita upplýst samþykki um úrvinnsluna með því að haka sérstaklega við að FitSuccess geymi eftirfarandi um þig; Ljósmyndir sem þú sendir í gegnum Mínar síður. Sem og upplýsingar um núverandi heilsufar þitt, svo sem meiðsli, fæðuóþol eða annað í sjúkrasögu sem þú telur mikilvægt að komi fram. Ef þú veitir ekki samþykki fyrir úrvinnslu upplýsinga þinna getur þú ekki notað þjónustuna. Þú getur dregið samþykki þitt um vinnslu persónuupplýsinga til baka hvenær sem er.

 

Réttur til að skoða og leiðrétta upplýsingarnar þínar

 • Þegar þú ert skráð(ur) inn á Mínar síður geturðu á öllum tímum skoðað og leiðrétt upplýsingarnar. Þær upplýsingar sem þú veittir okkur í nýskráningu getur þú breytt með því að fara í stillingar á Mínum síðum. 


Réttur til að flytja út upplýsingarnar þínar

 • Þú getur flutt út afrit af efninu sem þú hefur sent í gegnum Mínar síður, t.d. í þeim tilgangi að taka öryggisafrit eða til persónulegra nota utan FitSuccess. 

 

Réttur til að óska eftir því að eyða persónuupplýsingum þínum

 • Þú getur beðið um að láta eyða persónuupplýsingum þínum sem þú hefur sent í gegnum Mínar síður, bæði í heild sinni sem og hluta þeirra. Þessi réttur takmarkast þó af því að FitSuccess gæti verið skylt að geyma upplýsingarnar samkvæmt lögum.

Öryggi upplýsinganna þinna

Öryggi er innbyggt í þjónustu okkar til að vernda upplýsingarnar þínar

 • Við notum dulritun til að tryggja öryggi gagnanna þinna. FitSuccess notast við SSL-skilríki en það gerir gagnaflutning í gegnum vefinn öruggari. SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn.
 • Viðkvæmari upplýsingar sem þú gefur okkur upp og eru aðgengilegar í stillingumeins og núverandi heilsufar, meiðsli, þyngd og líkamsmyndir sem þú sendir af þér eru dulkóðaðar í kerfinu hjá okkur. 
 • Við endurskoðum verkferla okkar við söfnun, geymslu og úrvinnslu upplýsinga.
 • Við takmörkum aðgang að persónuupplýsingum við starfsfólk FitSuccess og verktaka sem nauðsynlega þurfa slíkan aðgang til að ná fram tilgangi vinnslunnar. Þeir aðilar sem fá slíkan aðgang lúta ströngum samningsbundnum skilyrðum varðandi trúnað og kunna að sæta refsiaðgerðum eða brottrekstri ef þau skilyrði eru ekki uppfyllt.

Geymslutími gagna

FitSuccess geymir persónuupplýsingar í þann tíma sem er nauðsynlegur í samræmi við tilgang og markmið vinnslu hverju sinni.

 • Endurskoðun á geymslu persónuupplýsinga fer fram einu sinni á ári.
 • Ef kemur í ljós við endurskoðun á geymslu persónuupplýsinga að FitSuccess þarf ekki vegna vinnslu eða lagalegrar skyldu að geyma persónuupplýsingar einstaklinga mun FitSuccess hætta vinnslu og geymslu persónuupplýsinganna frá þeim tíma.

 

Viðtakendur upplýsinga

 1. Þær upplýsingar sem safnast við notkun á vefsvæðum FitSuccess eru hýstar á Íslandi hjá fyr­ir­tæki með alþjóðlega ör­ygg­is­vottun (ISO 27001).
 • S vefstofa ehf, (,,Sendiráðið") telst vinnsluaðili FitSuccess í tengslum við þá vinnslu sem fer fram í lausninni í skilningi persónuverndarlaga. FitSuccess hefur sannreynt að Sendiráðið geti framkvæmt viðeigandi öryggisráðstafanir við hýsingu upplýsinganna og hefur verið gerður skriflegur vinnslusamningur milli FitSuccess og Sendiráðsins.
 • Vinnsla Sendiráðsins á upplýsingunum felst í því að tryggja virkni lausnarinnar, öryggi upplýsinganna, að hýsa upplýsingarnar og sjá um að eyða þeim á grundvelli fyrirmæla FItSuccess þar um. Þá kann FitSuccess eftir atvikum að þurfa að veita notendum stoðþjónustu eða bilanagreiningu, sé um það beðið, og í slíkum tilvikum kann FitSuccess að leita aðstoðar frá Sendiráðinu.
 • Hvorki FitSuccess né Sendiráðið mun nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en útskýrður hefur verið hér eða afhenda þær þriðja aðila nema á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar eða samþykkis notanda.
 • Við takmörkum aðgang að persónuupplýsingum við starfsfólk FitSuccess og verktaka sem nauðsynlega þurfa slíkan aðgang til að ná fram tilgangi vinnslunnar. Þeir aðilar sem fá slíkan aðgang lúta ströngum samningsbundnum skilyrðum varðandi trúnað og kunna að sæta refsiaðgerðum eða brottrekstri ef þau skilyrði eru ekki uppfyllt.
   

Breytingar

Persónuverndarstefna þessi var samþykkt þann 5. júlí 2018.

Persónuverndarstefna okkar er í stöðugri skoðun og því kann þessari persónuverndarstefnu að verða breytt. Við munum birta allar slíkar breytingar á vefsíðu okkar.

Með sama hætti er okkur mikilvægt að upplýsingar um þig séu ávallt sem réttastar. Því biðjum við þig góðfúslega að láta okkur vita ef tengiliðaupplýsingar þínar - t.d. netfang eða aðrar upplýsingar breytast.

Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.