Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Hugmyndin að FitSuccess kviknaði árið 2009. En á þeim tíma vorum við (Katrín Eva og Maggi Bess) bæði að keppa í Fitness og Vaxtarrækt.
Við fengum fjöldan allan af fyrirspurnum um ráðleggingar varðandi styrktaræfingar og mataræði en þá var fjarþjálfun eða ráðgjöf í gegnum netið tiltölulega ný af nálinni.
Við vorum dugleg að svara þeim sem til okkar leituðu og gefa ráð, en ráðin breyttust fljótt í uppsetningu á æfingum og mataræði. Þegar ég var svo farin að eyða öllum frístundum mínum í að svara tölvupóstum og fann fyrir þakklætinu og hversu gefandi það var, hugsaði ég að það væri frábært að gera eitthvað meira úr þessu stóra sameiginlega áhugamáli okkar Magga.
Allt sem þú tekur þér fyrir hendur, gerðu það vel
Ég ólst upp við þessi orð og hef haft þau að leiðarljósi í gegnum allt þetta ferli.
Mig langaði að útbúa "concept" þar sem ég næði til kynsystra minna sem vildu tileinka sér okkar lífstíl óháð búsetu. Ég safnaði saman öllum þeim atriðum sem ég vildi ná fram ef ég myndi opna þjálfun og skrifaði þau niður og vann útfrá því. Hugmyndin gerjaðist í langan tíma, þar til ég tók af skarið og BYRJAÐI í júlí 2010. Viðbrögðin voru svo mögnuð að það varð ekki aftur snúið.
Frá fyrsta degi vildi ég fara mínar leiðir í því hvernig þjálfunin ætti að vera og hef haft það sem markmið að vera stöðugt að bæta það sem betur má fara.
Ég hafði enga fyrirmynd að því sem ég vildi gera, sem ég gat tengt við og fór því í ákveðið frumkvöðlastarf. Það hafa komið ansi margar útgáfur af þjálfuninni, sem þróast eftir viðbrögðum og árangri.
Þjálfunarkerfi okkar í núverandi mynd er sérsniðið að því sem við kennum og allt notendaviðmót þess er á íslensku. Þjálfunarkerfið hlaut Íslensku vefverðlaunin árið 2017 fyrir Vefkerfi ársins og af því erum við afar stolt.
Margir snillingar hafa lagt hönd á plóg við að gera þjálfunina að því sem hún er í dag
Við værum ekki hér í dag, ef ekki væri fyrir allar þær sem hafa leitað til okkar. Við búum á litla Íslandi þar sem orðspor skiptir miklu máli og ákkúrat þannig höfum við byggt þetta upp. Við leggjum mikið uppúr trausti og leggjum metnað í það sem við gerum. Þjálfunin hefur því vaxið og dafnað síðustu níu árin og ekkert lát er þar á.
Við erum virkilega þakklát fyrir viðtökurnar sem við höfum fengið, stolt af því sem hefur áunnist á undanförnum árum og spennt fyrir því sem koma skal.
Katrín Eva stofnaði FitSuccess ásamt eiginmanni sínum Magga Bess árið 2010
Hún er 36 ára gömul, fædd í eyjum, en fluttist í höfuðborgina á unglingsárum og er nú búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni.
Katrín Eva er mjög rík þegar kemur að fjölskyldumálum, Maggi maðurinn hennar á tvær dætur úr fyrra hjónabandi, þær Rögnu Dögg og Viktoríu Rós og svo eiga þau þrjú börn saman, Ísabellu, Ísak Auðunn og Birtu.
Katrín hefur góðan grunn úr íþróttum. Sjálf keppti hún í fitness og náði þar góðum árangri. Það sem að hún segist helst hafa lært af reynslu sinni sem fitness keppandi er að hún sá fljótt hversu auðvelt var að viðhalda góðu formi með því að borða hollt og stunda reglulega hreyfingu. Einnig lærði hún að setja sér markmið og búta það niður í smærri einingar, en báðir þættir er það sem þjálfun FitSuccess gengur út á.
Hún gekk í gegnum þrjár meðgöngur á þremur árum og var því álagið á líkama hennar töluvert. Meðgöngurnar gengu allar eins og í sögu og vill Katrín meina að ástæðan á bak við það sé hversu hraust hún var fyrir meðgöngurnar.
Ásamt því að starfa hjá FitSuccess á Katrín í 100% starfi sem móðir og leggur samhliða því áherslu á heilbrigt líferni.
Alexandra þjálfari hjá FitSuccess síðan 2011
Hún er þrítug Reykjavíkurmær og var einn af fyrstu kúnnum okkar hjá FitSuccess. Hún hefur góðan grunn úr íþróttum en stundaði meðal annars listdans á skautum þegar hún var yngri.
Alexandra er afar metnaðarfull og hefur mest gaman af því þegar hún hefur nóg fyrir stafni. Hún hún störf hjá FitSuccess árið 2011 og hefur frá þeim degi aðstoðað okkur við að gera þjálfunina af því sem hún er í dag.
Alexandra hefur það fyrst og fremst sem markmið að lifa hollum og heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring. Hún hefur samhliða þeim lífsstíl keppt bæði í fitnessflokki og módelfitness og hefur náð góðum árangri á því sviði. Það gerir hún sér einna helst til gamans og til þess að takast á við krefjandi verkefni.
Reynslan sem að fylgir slíkum keppnum hefur Alexandra nýtt til efla sér frekari þekkingu á líkamanum og virkni hans. Hún hefur sjálf gengið í gegnum flest það sem við aðstoðum konur við í okkar þjálfun: létt sig, þyngt sig, styrkt sig og tónað. En mikilvægast af því öllu er að hún hefur tamið sér þennan lífsstíl og þannig nær hún að viðhalda forminu allan ársins hring.
Fyrst þær gátu þetta, þá getur þú það líka
Í enn betra form
Þessi kona leitaði til okkar fyrir sjö mánuðum eftir að dóttir hennar og vinkona...Í enn betra form
Þessi kona leitaði til okkar fyrir sjö mánuðum eftir að dóttir hennar og vinkona...Stefna og gildin okkar
Stefna
- Við viljum stuðla að því að sem flestir læri réttar aðferðir frá fyrstu hendi og setji sér raunhæf skrifleg markmið.
- Við viljum sérstaklega ná til almennings, enda vitum við að áhuginn er svo sannarlega fyrir hendi.
- Við viljum sjá byltingu í ræktinni og sjá allar konur hætta að hanga á brennslutækjunum og snúa sér að lóðaæfingum til að byggja upp styrk, móta líkamann og auka brennsluna.
- Við viljum stuðla að því að kúnnar okkar leggi sig 100% fram af þeirri ástæðu að þeir viti að þeir uppskeri árangur erfiðis.
- Við viljum að fólk hafi hreyfingu og hollt mataræði sem lífstíl, fremur en skyndilausn.
Gildi
- Útbreiða okkar aðferðir til að móta líkamann með þjálfun, námskeiðum, pistlum, myndmiðlun og blaðagreinum.
- Auka áhuga almennings og fjölmiðla á okkar sporti
- Hafa gaman að því að hjálpa fólki og fara sjálf eftir því sem við kennum öðrum
- Stuðla að jákvæðu viðhorfi og vinnuanda
- Taka gagnrýni og athugasemdir annarra og nýta þær til aukins þroska og blóma
- Byggja upp heiðarleg sambönd við viðskiptavini.
- Vinna af ástríðu og ákveðni að þeim gildum og stefnu sem hér eru