Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

25.jan 2017

Þjálfunarkerfi FitSuccess hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna

Það er mikill heiður fyrir okkur að fá tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna en tilkynnt var um þær fyrir helgi.

Þjálfunarkerfi FitSuccess er tilnefnt í flokknum vefkerfi ársins en undir þann flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir viðskiptavini fyrirtækja þar sem innskráningar er krafist. Þjónustusvæði sem þessi bjóða gagnvirkar leiðir til að sækja þjónustu og vinna með upplýsingar.

 

Dæmi um verkefni sem hafa hlotið tilnefningu í þessum flokki eru Heilsuvera, Netbanki Landsbankans og þjónustuvefur Símans.

 

Það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF) sem standa að Íslensku vefverðlaununum en þau eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins. 

Verðlaunaafhendingin fer fram í Hörpu þann 27. janúar næstkomandi, sjá allar tilnefningarnar

 

 

Þjálfunarkerfi FitSuccess

Leiðarljós við hönnun þjálfunarkerfisins er einfaldleiki og öryggi.  Það samanstendur af heimasvæði þeirra sem eru í þjálfun og stjórnborði þjálfara. 

 

 • Ytri síðu þar sem fram koma upplýsingar um hvers konar þjónustu FitSuccess bíður uppá, áskriftarleiðir, skráningu ofl. (FitSuccess.is)
 • Mínar síður fyrir viðskiptavini (heimasvæði), þar sem notandi hefur aðgang að þjálfara, fróðleik, matarsafni, getur sent inn gögn sem og nálgast öll sín gögn (my.fitsuccess.is)
 • Síða fyrir þjálfara, þar sem þjálfarar okkar hafa aðgang að öllum okkar kúnnum, geta farið yfir árangurssögu þeirra, matardagbækur, sent plön, haft samskipti og haldið utan um allar upplýsingar kúnnans.  (coach.fitsuccess.is)


.

Markmiðið með þjónustu okkar er að gera styrktaræfingar og hollt mataræði að skemmtilegum og raunhæfum lífsstíl hjá konum en ekki kvöð. Það sem við höfum komist að sem þjálfarar síðastliðin ár er að það er verið að gera einfaldan hlut óþarflega flókinn. Stefna okkar er að snúa þessu aftur við með einfaldri framsetningu efnis, skýrum svörum, eftirfylgni og leiðbeiningum byggðum á traustum grunni.  

 

Fólkið á bakvið tjöldin 

Þegar lagt var af stað í verkefnið var lögð rík áhersla á að mynda öflugan hóp af fólki sem hefur verið framarlega á sínu sviði og hefur metnað, áhuga og trú á verkefninu. Við erum virkilega þakklátar öllu því hæfileikaríka fólki sem hefur tekið þátt í ferlinu með okkur og spenntar að halda áfram á sömu braut. 

 

 • Hugmyndasmiður og verkefnastjórnun
  Katrín Eva Auðunsdóttir, eigandi FitSuccess

 

 

 

 • Vefun, Forritun og Hýsing
  Sendiráðið vefstofa

 • Efnisvinnsla á fróðleik, greinum og uppskriftum
  Ingibjörg Magnúsdóttir
  Alexandra Sif Nikulásdóttir
  Katrin Eva Auðunsdóttir

 

 

 • Matreiðsla og framsetning á uppskriftum í matarsafni
  Sigurður Gíslasson, matreiðslumeistari og eigandi GOTT

 • Markaðsráðgjöf
  Þóranna Jónsdóttir, mam.is

 

 

 

 

Snapchat: myfitsuccess

Addaðu okkur endilega á Snapchat og fylgstu með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum. Við notum snappið til að HVETJA ÞIG áfram. 

Greinar

Við kynnum stolt til leiks nýjan st...

Hekla Skjaldardóttir hóf störf nú á haustmánuðum. Hún verður viðskiptavinum okkar til halds og trausts í stuðning og eftirfylgni. Á sama tíma og við bjóðum Heklu velkomna kveðjum við annan starfsmann sem verið hefur með okkur síðastliðin þrjú ár, en Ingibjörg okkar ætlar að ...
...

Vilt þú styrkja þig ?

Það er breyttir tímar nú í dag og konur flykkjast inn í líkamsræktarstöðvar landsins til að taka upp lóðin og lyfta. Við tökum slíkum breytingum fagnandi þar sem við höfum allar stundað styrktaræfingar lengi og þekkjum því vel ávinninginn af því. Það er þó hægara sagt en ger...
...

Þjálfunarkerfi FitSuccess hlýtur ti...

Það er mikill heiður fyrir okkur að fá tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna en tilkynnt var um þær fyrir helgi. Þjálfunarkerfi FitSuccess er tilnefnt í flokknum vefkerfi ársins en undir þann flokk falla þjónustusvæði sem hugsuð eru fyrir viðskiptavini fyrirtækja þar sem ...
...

Skráðu þig núna!

Skráning