Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

Hugmyndir um hvernig þú getur sinnt heilsusamlegum lífstíl í fríinu

Það eru eflaust margir sem setja stefnuna á að fara erlendis þetta sumarið eða fara í frí innanlands. Okkur finnst gaman að sjá hveru margar í þjálfuninni eru með hugann við það hvernig hægt sé að sinna heilsusamlegum lífstíl í fríinu og geta þær fengið æfingaplan til að taka með sér í fríið.

 

Við bendum samt á að það getur verið gott að taka sér hvíld frá æfingum í nokkra daga og njóta þess að vera í fríi. En fyrir marga er hreyfingin hluti af deginum til þess að rækta líkama og sál, þá er gott að stunda einhverskonar reglulega hreyfingu.

 Við tókum saman nokkra punkta um hvernig þú getur sinnt heilsusamlegum lífstíl í fríinu.

 

Hreyfingin

Eins og við nefnum að ofan þá mælum við með að taka nokkra daga í frí þar sem að líkaminn hefur gott af því.

 

Í sólarlandarfríiinu

 • Ef þig langar að hreyfa þig þá er gott að pakka niður íþróttafötum í samræmi við hitastig og þá hreyfingu sem þú ætlar að stunda, t.d. hlaupaskó, teygjur, sippuband.
 • Oftar en ekki þá eru líkamsræktarstöðvar á hótelum ekki uppá marga fiska og því getur verið sniðugt að stunda annarskonar hreyfingu en maður er vanur.
 • Það getur verið sniðugt að setja sér markmið um það hversu oft þú ætlar að hreyfa þig í fríinu.
 • Nýttu þér að labba á milli staða frekar en að nota samgöngur ef þú getur. Maður á það til að ganga mun meira erlendis heldur en þegar maður er heima.
 • Sniðugt er að minnka æfingafjölda yfir vikuna, kannski í 2-4 skipti þannig þú náir líka að njóta og slaka á.
 • Ef að þú hefur ekki aðgang að líkamsræktarstöð er frábært að nýta sér útiveruna og fara t.d. í fjallgöngur, hlaupa, gera æfingar með líkamsþyngd, tennis, golf og fara sund.

 

Á ferðalagi innanlands

 • Það sama gildir hér með að þú getir pakkað niður íþróttafötum í samræmi við þá hreyfingu sem þú ætlar að stunda og það veðurfar sem Ísland hefur uppá að bjóða.
 • Gott getur verið að setja sér markmið hversu oft þú ætlar að hreyfa þig en endilega minnka hana frá venjulegri rútínu og ekki gleyma því að þú ert í fríi.
 • Það getur verið sniðugt að nýta sér útiveruna og umhverfið fyrir hreyfingu t.d. að fara út að hlaupa, fjallgöngur, æfingar með líkamsþyngd og teygjur og njóta þess að vera úti að æfa í íslenskri náttúru.
 • Það eru líkamsræktarstöðvar á flestum landshlutum og það getur verið gaman að prófa nýjar stöðvar.

 

 

 

 

Mataræðið

Matarræðið í fríinu er oft frjálslegra en þú ert vanur og rútínan er allt önnur. Það er eðlilegt en við minnum á að hafa heilsusamlegri kosti bakvið eyrað.

 

Í sólarlandarfríinu 

 • Lykilatriði er að drekka vatn og nóg af því, sérstaklega í miklum hita. Svo laumast eflaust inn nokkrir gos eða áfengir drykkir við og við en það er í góðu lagi, en þá er enn mikilvægara að gleyma ekki vatninu.
 • Í sólarlandafríum á maður það til að hafa minni matarlyst þar sem að hreyfingin er minni t.d. þegar maður er í sólbaði. Gott er að vera meðvitaður um það og byrja daginn á góðum morgunmat og jafnvel taka með sér eitthvað heilsusamlegt til að grípa í á sundlaugarbakkanum.
 • Það er til heilsusamlegur matur allstaðar í heiminum þó svo að hann sé ekki endilega sá sami og heima. Ef þú ert vön/vanur því að vera dugleg í millimálum þá getur verið sniðugt að taka með sér próteinstykki eða prótein til að grípa í að heiman. En svo eru til á flestum stöðum létt mjólkurvörur , ávextir, grænmeti o.s.frv.
 • Ef þú ferð reglulega út að borða er sniðugt að vera meðvitaður um heilsusamlegri kosti og sleppa t.d. fituríkum sósum og brauði svo eitthvað sé nefnt.
 • Ef þú ert á ferðinni yfir daginn getur einnig verið sniðugt að taka með sér eitthvað millimál svo að hungrið sækji ekki að seinnipartinn en þá er maður líklegri til að sækjast í óhollari mat.

 

Á ferðalagi innanlands

 • Hér er gott að hafa heilsusamlegri kostinn bakvið eyrað. Oft þegar farið er í sumarbústað eða tjaldútileigur þá á matur sem maður er ekki vanur kaupa til að rata ofan í körfuna sem er í góðu lagi en allt er gott í hófi.
 • Ef þú vilt halda þessu í hófi þá er gott að skipuleggja sig vel og búa til innkaupalista áður en farið er í búðina sem inniheldur heilsusamlegan mat.
 • Það er jafn mikilvægt að borða vel og reglulega yfir daginn og drekka vatn í fríinu eins og alla aðra daga.
 • Í þessum ferðum þá verður grillið oft fyrir valinu og þá viljum við benda á greinina um: Heilsusamlegri kosti fyrir grillið í sumar
 • Ef farið er í ferð frá gististað þá er sniðugt að taka með sér nesti, smyrja flatkökur, skyr, hámark, ávextir o.s.frv.

 

 

EN alls ekki gleyma því að NJÓTA það er alls ekki oft sem maður fer í frí. Þetta er einungis stuttur tími og það skiptir máli hvað þú gerir hina dagana á árinu.

 

Að koma sér í rútinu beint eftir frí með ný markmið

 

Eftir að heim er komið er sniðugt að setja sér ný markmið. Taka nokkra daga til að komast aftur í gírinn hvað varðar æfingar og heilsusamlegt matarræði. Það er alveg eðlilegt að það taki nokkra daga eftir fríið.

 

Vonum að punktarnir komi til góðs og þú eigir ánægjulegt sumarfrí

 

instagram logo

Instagram: fitsuccessiceland

Fylgdu okkur endilega á Instagram -  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. 

 

Greinar

Settu þér markmið til að ná árangri

...

Fimm einföld og góð ráð til að ná þ...

Hér finnur þú fimm ráð sem aðstoða þig við það að koma þér af stað og hefja heilbrigðan lífstíl. Með því AÐ BYRJA á hollari lífstíl ertu komin miklu lengra, en með því AÐ HUGSA um að byrja.
...

Hugmyndir um hvernig þú getur sinnt...

Það eru eflaust margir sem setja stefnuna á að fara erlendis þetta sumarið eða fara í frí innanlands. Við bendum samt á að það getur verið gott að taka sér hvíld frá hreyfingu í nokkra daga og njóta þess að vera í fríi. Við tókum saman nokkra punkta um hvernig þú getur sinnt...
...

Skráðu þig núna!

Skráning
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.