Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Ósk Ágústsdóttir
aldur, starf, staður
Ósk Ágústsdóttir
Mér finnst þau hjá FitSuccess frábærir þjálfarar.. Hugsa vel um mann og svara fljótt og vel,
Svona fjarþjálfun hentar mér mjög vel þar sem ég kemst ekki alltaf á sama tíma enn fer samt alltaf 5-6 sinnum í viku.
þetta er samt svo persónulegt því þau eru alltaf með þér og þú hefur alltaf aðgang að þeim í gegnum síðuna, og færð fljótt svar við spurningum. Þau ýta virkilega á mann ef maður er ekki að standa sig nógu vel, og hafa mikinn metnað fyrir því sem þau eru að gera með hvern og einn.
Æfingaprógrömmin eru skemmtileg og hef ég náð miklum árangri af því að fara eftir þeim betri árangri enn nokkru sinni fyrr í ræktinni. Mikil hvatning að fá að sjá myndir af sér og þá í leið hversu miklum árangri og fær mann til að vilja gera enn betur.
Er búin að læra margt af þvi að hafa verið í þjálfun hjá þeim og þar á meðal aga og að finnast virkilega skemmtilegt að mæta í ræktina. Er núna farin að hugsa enn betur um hvað ég set ofan í mig.
Mæli eindregið með þeim ef þú ætlar að taka þig virkilega á eða vera í góðu formi því þarna sérðu virkilegan árangur... þau eru frábærir þjálfarar og leyfa þér ekkert að sitja aðgerðarlaus.
Árangur úr þjálfun
Er búin að ná mjög miklum árangri á aðeins 4 mánuðum búin að tónast allverulega og farin að sjá línur sem hafa ekki sést áður.
Fituprósentan hefur minnkað um 4% og vöðvarnir farnir að vera mun sýnilegri