Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
„Ég hef miklu meiri trú á sjálfri mér og ég get það sem ég ætla mér“
Nýjasta árangursmyndin okkar er af Esther Ósk sem hefur verið hjá okkur í þjálfun frá því í október 2016. Hún er nú að fljúga úr hreiðrinu eftir að hafa umturnað lífi sínu seinasta eina hálfa árið. Þegar hún leitaði til okkar á þeim tíma var hún að eigin sögn ekki á góðum stað líkamlega né andlega, enda helst þetta tvennt oftast í hendur. Esther var áður í þjálfun hjá okkur og náði mögnuðum líkamlegum árangri en hugarfarið fylgdi ekki hundrað prósent með. Í seinna skiptið var hún var tilbúin að takast á við það að huga að bættri heilsu og lét til skarar skríða með því að skrá sig í þjálfun hjá okkur. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu langt hún hefur náð og erum við virkilega stoltar af henni.
Við gefum Esther orðið:
„Ég er komin á svo miklu betri stað bæði líkamlega og andlega. Ég er sátt í eigin skinni og það skiptir svo miklu máli. Ég hef miklu meiri trú á sjálfri mér og ég get það sem ég ætla mér. Að breyta um lífstíl og að eiga í heilbrigðu sambandi við mat skiptir ótrúlega miklu máli fyrir mig. Ég er samt sem áður alveg mannleg og dett stundum út af beinu brautinni en þá er ég fljót að koma mér aftur á hana og það skiptir mig máli. Það tók mig smá tíma að læra að það gerir ekki til þó maður detti út af beinu brautinni einstaka sinnum. Ég hef misst þó nokkur kíló og hef öll náð að mótast og er enn að, þetta er bara svo skemmtilegt og hreyfingin orðin mitt geðlyf.“
Eins og sést á myndunum þá er Esther búin að ná mögnuðum árangri með okkur og núna er hann kominn til að vera þar sem hún er búin að leggja grunninn fyrir heilbrigðan lífstíl. Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með Esther þar sem að hún hefur verið dugleg að deila heilbrigðum lífsstíl á Instagramminu sínu en hún keppti meðal annars á Þrekmóti í heimabænum sínum þar sem hún tók gullið.
Að lokum:
„Þjálfararnir mínir eru svo frábærar. Þær gefa manni alltaf jákvæðan innblástur ef maður er eitthvað niðurdreginn með sjálfan sig. Þær ná að peppa mann í gang þegar maður þarf virkilega á því að halda, mér finnst það skipta miklu máli. Ef fólk er að hugsa um að breyta um lífstíl þá verður það bara að ákveða það og koma hausnum á sér í jákvæðan gír. Það geta allir náð árangri en fólk þarf einfaldlega að vilja það.“

