Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Æfir heima og sýnir magnaðan árangur
Það hefur færst mjög í aukana að sótt er í þjálfun hjá okkur með ósk um að æfa heima fyrir. Guðrún Auðuns er einmitt ein af þeim, en hún valdi að æfa heima til þess að koma sér af stað eftir að hafa fætt sitt annað barn á einungis tveimur árum. Með tvo lítil kríli gefst ekki oft mikill tími til þess að komast í líkamsræktarstöð og því frábært að koma hreyfingunni að á þennan hátt.
Guðrún hefur einungis verið í þjálfun hjá okkur síðan 10.janúar á þessu ári og náð þessum magnaða árangri með því að stunda styrktaræfingar tvisvar í viku, farið í reglulega í göngutúra með vagninn og síðast en ekki síðst með því að bæta matarræðið. Á þessum átta vikum hefur Guðrún misst 5 kg og náð töluvert af ummálinu eins og myndirnar sína.
Við erum spenntar að halda áfram með henni en hún var nú að taka stór skref og fá töluvert meira krefjandi plan en áður þar sem að reynslan er orðin meiri.
Það er mikil ánægja fyrir okkur að fá að deila árangrinum hennar með ykkur þar sem að það eru margar konur í svipuðum aðstæðum en hún leyfði okkur að birta árangursmyndina sína öðrum til hvatningar :)

