Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Magnaður árangur eftir barnsburð
Katrín hafði verið í þjálfun hjá okkur í sex mánuði þegar hún birti þennan status á sínu persónulega Facebook og gaf okkur svo leyfi til þess að deila áfram öðrum til hvatningar. Alveg hreint magnaður árangur eftir barnsburð.
,,Þegar ég gekk með strákinn minn missti ég tökin og þyngdist um rúmlega 20 kg. Ég setti augljóslega heilsuna í síðasta sæti. Daginn sem ég átti hann var ég 94 kg. Ég ákvað um sumarið að eitthvað skyldi ég gera til að breyta þessu því mér leið ekki vel í eigin skinni. Ég var mjög dugleg að ganga með vagninn en matarræðið var kannski ekki nógu gott.
Í október 2014 skráði ég mig í fjarþjálfun hjá Betri Árangur. Ég man vel eftir því að ég borðaði heilan poka af Nóa kroppi sama dag. Þá fékk ég gjörsamlega nóg. Síðan þá hef ég misst 10.6 kg og 62 cm. Ég lærði að æfa rétt og lyfti ég lóðum 5 daga vikunnar. Ég var líka í þrek tímum hjá Kristínu Gests sem á líka helling þátt í árangri mínum.
Í dag er ég 67.6 kg og virkilega sátt með sjálfa mig og er þvílíkt þakklát fyrir stelpurnar í Betri Árangur sem hjálpuðu mér af stað aftur í ræktinni. Hvöttu mig áfram og studdu við bakið á mér. Svo má ekki gleyma elskulega unnusta mínum Aðalsteinn Ólafsson sem hefur tekið þátt í öllu saman og verið eins og klettur við bakið á mér"
HÉR getur þú lesið viðtal við hana á Fréttanetinu

