Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Hefur lést um 25 kg á 7 mánuðum
Við kynnum nýjustu árangursmyndina okkar með stolti og með góðfúslegu leyfi frá þessari ungu konu. Það gaf hún okkur í von um að geta hvatt aðrar í sömu stöðu og hún. Við erum svo þakklátar að fá tækifæri til þess að deila myndinni með ykkur, en þessi unga kona hefur síðan í lok janúar á þessu ári lést um 25 kg (á einungis sjö mánuðum!!!) Við höfum verið agndofa í hvert skipti sem við fáum mælingar og myndir frá henni. En hún hefur náð árangrinum jafnt og þétt við hver árangursskil.
Þegar hún leitaði til okkar hafði hún lengi ætlað að taka það skref að skrá sig en ekki þorað, en loks lét hún slag standa og sér ekki eftir því í dag. Þegar hún skráði sig var hún tilbúin til þess að vinna að settum markmiðum og tilbúin að gefa sér góðan tíma í þau.
Það sem að hefur aðstoðað hana í þessu ferli er hugarfarið og jafnvægi í mataræði og hreyfingu sem er eitthvað sem okkur finnst mjög mikilvægt þegar unnið er að árangri með líkamlegt form. Að vera með hugann við bætingar og sinna hreyfingu og hollu mataræði samviskusamlega jafnt og þétt en ekki í skorpum.
,,Success doesn't come from what you do occasionally,
it comes from what you do consistently"
Hún var með raunhæf og flott markmið og setti sér einnig raunhæf markmið með hreyfingu. Frá því hún byrjaði fyrst hefur hún haldið sama tempóinu í hreyfingunni því það hentaði henni og það var eitthvað sem hún sá fyrir sé að hún gæti ráðið við, en við viljum taka það fram að æfingaplanið hennar stendur af þremur styrktaræfingum og einum degi af brennslu og þolæfingum.
Hún er langt því frá að vera hætt en nú fylgjum við henni eftir í að viðhalda árangrinum og halda áfram að styrkjast. Eins og hún segir sjálf þá vil hún læra að viðhalda þeirri þyngd sem hún er komin í og vinna í að trúa á sjálfa sig og að hún geti það.

