Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum
Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun
Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni
Það að viðhalda sér í formi er langhlaup, ekki spretthlaup
Þessi unga kona skráði sig hjá okkur með þau markmið að léttast um 10 kg, fá fallegri línur og bæta líkamsstöðu sína og styrk
Þegar hún byrjaði var reynslan hennar ekki mikil í tækjasalnum. Þess vegna byrjuðum við hægt og rólega að koma henni í gírinn. Æfingaplönin höfum við svo gert meira krefjandi, eftir því sem reynslan hefur orðið meiri og árangurinn látið á sér kræla.
Það að koma sér í form og halda sér þannig, er langhlaup en ekki spretthlaup. Margt getur komið uppá sem getur fengið mann til að gefast upp, en mestu máli skiptir að þegar að slíkt gerist að þú haldir áfram en gefist ekki upp.
Leið hennar að þessum árangri hefur átt sínar sveiflur, en alltaf hefur hún haldið áfram á hörkunni og komið okkur á óvart. Þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að ná langtímamarkmiðinu hvað þyngdina varðar þá vorum við alveg agndofa þegar við bárum saman myndirnar hennar
Eins og sjá má er gífurlega mikill munur á líkamsstöðunni og tölum ekki um hversu vel mótaður líkaminn er orðinn. Þetta er ástæðan fyrir því að við teljum nauðsyn að taka myndir til þess að skjalfesta allan árangur. Það er t.d. aðeins 7 kg munur á milli myndanna, en hún hefur náð svo mikilli mótun á þeim tíma að það er aðdáunarvert.
Við fylgjumst sjálfar með okkar bætingum og tökum mælingar ásamt myndum. Margar líta á það að taka myndir af sér sem hindrun fyrir því að skrá sig.
Að sjálfsögðu birtum við ekkert á netinu án samþykkis viðkomandi. Við höfum líka tekið eftir því hvað allar kunna að meta það að við hvetjum þær til þess að taka myndir þegar það kemur að því að bera árangurinn saman.
Hlökkum til að klára þetta með henni alla leið.

