Skráðu þig til að fá 10 hugmyndir af góðum og einföldum millimáltíðum

Því miður þá gekk þetta ekki. Prófaðu aftur á morgun

Snilld, við sendum þér ýmistlegt skemmtilegt í framtíðinni

FrontPage > Success Photos

Mikil mótun á einungis þremur mánuðum
<p>Ingibjörg leitaði til okkar í febrúar með þann draum að keppa í fitness í nóvember sama árið. Til að byrja með langaði hana til þess að ná góðum árangri með sjálfa sig og læra hollan og góðan lífsstíl. <br />Á einungis þremur mánuðum skilaði hún inn virkilega flottum bætingum og innleiddi heilbrigðan lífstíl í líf sitt.</p> <p>Við vorum agndofa yfir bætingunum sem hún náði með okkur og hvöttum hana til þess að keppa fyrr og töldum ekki þörf á að bíða eftir nóvember mótinu. Hún keppti því um sumarið með mjög góðum árangri.</p>
123
Sjö kíló farin á þremur mánuðum
<p>Þessi unga kona byrjaði í þjálfun hjá okkur fyrir þremur mánuðum með þau markmið að sjá hversu miklum árangri hún gæti náð á þeim tíma. Eftir þann tíma ákvað hún að halda áfram hjá okkur og vildi alls ekki hætta enda náði hún markmiðum sínum og svo miklu meira en það. <br />Á einungis þremur mánuðum náði hún af sér sjö kílóum, með því að innleiða bætt mataræði og stunda almenna hreyfingu í samræmi við það útfrá æfingarplönum frá okkur.<br /><br /></p>
123
Náði sviðsformi með samviskusemi og metnaði
<p>Þórhildur Fjóla leitaði til okkar með þann draum að keppa í fitness. Hún er virkilega dugleg og metnaðarfull stúlka sem vann sinn árangur hægt, en örugglega. Það er svo mikilvægt að gefa sér góðan tíma í allan árangur sama hver markmiðin eru. Þannig lærist hollur og góður lífsstíll lang best, sem er lykillinn að árangri til frambúðar. <br />Þegar Fjóla byrjaði í þjálfun var hún búin að ná góðum árangri sjálf og steig svo á svið undir okkar leiðsögn.<br /><br />Virkilega gaman að sjá myndir af árangri hennar og breytingum í gegnum ferli hennar að hollum og heilbriðgum lífstíl.  </p>
123
Brá þegar hún sá munin á sjálfri sér
<p>Eydís Ósk byrjaði hjá okkar í þjálfun með þau markmið að koma sér í gott form. Hún var mjög dugleg frá upphafi og uppskar árangur í samræmi við það. <br />Ári seinna var hún að fletta í gegnum myndir á netinu og rakst þá á mynd af sér í rauðu bikiníi og þá fyrst varð henni ljóst hversu miklum árangri hún hafði náð. Í kjölfarið af því tók hún alveg eins mynd af sér á sundfötunum til að setja myndirnar hlið við hlið og minna sig á hversu langt hún var komin.<br /><br />Þegar hún byrjaði í þjálfun hjá okkur var hún 78 kg, en á eftir myndinni er hún  60.7 kg. Virkilega flott mótun og fallegar og kvennlegar línur. Gaman að eiga þátt í svona jákvæðum og góðum bætingum á bæði líkama og sál.</p> <p> </p>
123
Get, ætla, skal
<p>Ester Ósk gaf ekkert eftir til þess að ná þeim árangri sem að hún sóttist eftir. Með þrjú börn og heimili var hollum og góðum lífsstíl komið á. Brennslurnar á morgnanna áður en að heimlislífið fór í gang og lyftingar eftir að börnin voru komin undir sæng.<br />Móttoið hennar Esterar í gegnum hennar árangursferli var <span style="color: #ff5623;"><strong>get, ætla, skal</strong></span> sem að árangursmyndirnar sýna svo sannarlega. Það voru 53 cm sem fóru á milli mynda og virkilega flott mótun og árangur sem hún náði og viðheldur. </p>
123
Að sigra sjálfan sig
<p>Snædís hafði keppt einu sinni áður í fitness þegar hún leitaði til okkar með þau markmið að mæta með bætingar næst þegar hún færi upp á svið. Til að byrja með tamdi hún sér þann holla og góða lífsstíl sem að við leggjum línurnar að og náði þannig góðu formi.<br />Í framhaldi af því var stefnan sett á mót og má svo sannarlega segja að hún hafi náð markmiðinu sínu og mætt sterkari til leiks ári seinna.<br />Fyrri myndin er frá því að hún leitaði til okkar fyrst og seinni myndin er tekin þegar einungis nokkrar vikur eru í mót. Þvílíkar bætingar á einni manneskju, fallegt mitti og gott samræmi. Talandi um að sigra sjálfa sig !</p>
123
Falleg og kvenleg mótun
<p>Við höfum oft fengið ábendingar um það hversu áberandi góð mittismótun er á þeim sem eru á árangursmyndunum okkar. Okkur finnst það einstaklega skemmtilegt hrós, þar sem eitt af okkar helstu markmiðum er að vinna að kvenlegum og fallegum línum.<br />Hér má sjá Bergdísi sem að náði að móta líkamann sinn á heilbrigðan og hollan hátt á einungis sex mánuðum.</p> <p>Þegar hún var búin að vera hjá okkur í nokkra mánuði fengum við þessi fallegu skilaboð frá henni:<br /><br />,,Ég er svo ótrúlega kát með að hafa valið ykkur stelpur – ég hef fulla trú á að ég nái markmiðum mínum með ykkar hjálp því þið eruð svo jákvæðar og hafið á mann drífandi áhrif – og allt án þess að hitta ykkur svo mikið sem einu sinni! Fyndið, mér finnst eins og þið þekkið mig því við erum að vinna í sameiningu að einhverju sem skiptir sjálfa mig mjög miklu máli. Það að geta liðið vel í eigin líkama er ómetanlegt.<br />Ég hef lengi hugsað um að fara í einhverskonar þjálfun en alltaf verið hrædd við að standa mig ekki, og það er fast í mér að ég þurfi að standa mig vel í öllu sem ég geri. Með ykkur sem þjálfarana mína finn ég að ég mun ná því sem ég ætla mér"Að setja sér markmið og ná þeim er virkilega góð tilfinning, í sameiningu höfum við því uppfært markmiðin hjá þessari ræktarskvísu.. það verður því framhaldsaga á þessari árangursmynd !</p>
123
Tímaleysi er engin afsökun
<p>Ein af aðal ástæðum fyrir því að Thelma leitaði til okkar í þjálfun var vegna árangursmynda sem hún sá á síðunni okkar. Það var því mikill sigur fyrir hana að verða sjálf hluti af þeim.<br /><br />Hún hafði lengi reynt að koma sér af stað, en náði því aldrei almennilega og vantaði hvatninguna. Hálfu ári seinna var hún búin að ná sínum fyrstu markmiðum og búin að uppskera virkilega góðan árangur. Í framhaldi af því voru sett niður ný markmið til þess að hafa að leiðarljósi og stuðla að áframhaldandi bætingum.<br /><br />Það var mjög gaman að fylgjast með hennar árangri, þar sem að hún náði honum þrátt fyrir að vera í  krefjandi vinnu og námi.<br /><br />Talandi um að gera hollt og heilbrigt líferni að lífsstíl. </p>
123
Í fitnessform á hörkunni
<p>Ingibjörg er gífurlega metnaðarfull eins og fyrir og eftir myndirnar hennar sýna.<br />Þegar hún leitaði til okkar í janúar með þau markmið að keppa í fitness um sumartímann. Bentum við henni á að það væri frekar skammur tímarammi til þess að ná slíkum árangri. <br />Hún var ekki tilbúin að gefa draum sinn upp á bátinn og tókst því á við þetta verkefni með okkur. Samhliða krefjandi námi og efasemdum frá okkur setti hún allt á fullt og hóf niðurskurð fyrir komandi mót.<br /><br />Ingibjörg náði alveg hreint mögnuðum árangri á skömmum tíma eins og myndirnar sína og hampaði hún 3.sæti á sínu fyrsta móti.</p> <p> </p>
123
Einhverstaðar þurfa allir að byrja
<p>Þessi unga dama var í þjálfun hjá okkur áður yfir tvö tímabil og nýtti okkur þá ekki eins mikið og möguleiki var á. Hún skilaði inn nokkrum matardagbókum til okkar sem innihéldu mikið magn af skyndibita og óhollustu og þurfti því að bæta sig í mataræðinu til þess að ná þeim árangri sem að hún sóttist eftir. Að lokum helltist hún úr lestinni og lauk þjálfun með lítinn árangur í faratöskunni.<br /><br />Seinna sama árið fengum við póst frá henni ásamt nýrri umsókn, þar sem að hún viðurkenndi að hún hefði ekki nýtt okkur sem skyldi. En hún hafi snúið við blaðinu í millitíðinni og nýtt þau plön sem hún hafði áður fengið í hendurnar. <br />Við ætluðum ekki að trúa því að þetta væri sama manneskjan þegar við fengum nýjar upphafsmyndir með nýrri umsókn.</p> <p>Einungis tveimur mánuðum eftir að hún snéri aftur til okkar, var árangurinn magnaður. Hún sýndi sig og sannaði og gott betur en það. Hún kennir okkur hinum að maður þarf alltaf að byrja eitthverstaðar til þess að ná árangri. Enda stærsta skrefið að byrja :)</p> <p> </p>
123
Draumurinn að verða árangursmynd að veruleika
<p>Þegar Stefanía leitaði til okkar hafði hún hreyft sig lítið seinustu árin vegna barneigna. Fyrir þann tíma hafði hún stundað líkamsrækt af krafti og hafði reynt að koma sér aftur í þann gír eftir barneignirnar án árangurs.</p> <p>Hún var með þau markmið að móta og tóna líkamann eftir meðgöngurnar. Hana langaði til þess að líða vel í eigin skinni, svo að hún hefði sjálfstraust til þess að mæta með börnunum sínum í sund og liðið betur andlega.<br />Hennar helsta hvatning var árangursmynda albúmið okkar sem hún sá á facebook. Hana dreymdi um að fá fallegt mitti og móta líkamann enn frekar, enda með fallegar og kvenlegar línur fyrir.</p> <p>Hér er hún sjálf komin í albúmið sem hvatning fyrir aðrar og vorum við sammála um að árangurinn á neðri líkamanum hennar var virkilega áberandi þegar við bárum saman árangursmyndirnar hennar.</p> <p>Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og hefur hún frá upphafi verið mjög einbeitt, farið samviskusamlega eftir matarplani og náð alveg hreint mögnuðum árangri.<br />Auka sukk á kvöldin var tekið út, mataræðið tekið alveg í gegn og hörku lyftingaræfingum bætt við fjórum sinnum í viku. Samhliða því bentum við henni á svokallaða þurrburstun til þess að örva blóðflæðið, en það aðstoðar við að stinna húðina og hreinsa hana.</p> <p>Árangurinn leynir sér svo sannarlega ekki og er hún langt frá því að vera hætt og tekur nú stefnuna á enn meiri hörku.</p>
123
Bætt líkamsstaða og góður árangur með lyftingum
<p>Þessi unga kona var í þjálfun hjá okkur í fjóra mánuði. Þegar hún leitaði til okkar var hún sjálf búin að ná virkilega góðum árangri með bættu mataræði en samhliða því stundaði hún lokað námskeið í líkamsrækt í nokkra mánuði.<br /><br />Þegar hún byrjaði hjá okkur var hún búin að léttast um 8 kg en komin í smá stöðnun með árangurinn og vantaði tilbreytingu. Aðalmarkmið hennar var að bæta líkamsstöðu sína og styrkjast.  Við hreinsuðum mataræðið enn frekar og settum hana á þrískipt lyftingaplan. <br /><br />Öll okkar æfingaplön stuðla að vöðvajafnvægi en oft er talað um að konur eigi ekki að  gera styrktaræfingar fyrir brjóstvöðvana. Við teljum það hinsvegar mjög mikilvægt svo að það sé mótsstaða fyrir styrktaræfingarnar sem reyna á bakvöðva.</p> <p>Til að byrja með fór þyngdin lítið niður en ummálsmælingarnar hennar fóru hratt niður á við. Árangurinn leyndi sér ekki á myndunum sem að við fengum inn frá henni eftir tólf vikur.<br />Hún var líka fljót að færa sig yfir á meira krefjandi lyftingarplön og þyngdin fór að færast niður á við samhliða því.<br /><br />Eins og myndirnar sýna þá var hún búin að ná sínum markmiðum. Hún endaði á að taka af sér 5 kg með okkur og því 13 kg farin af henni frá því að hún hóf þennan leiðangur sjálf. Líkamsstaðan búin að bætast svo um munar og mótunin á líkamanum mikil.</p>
123
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi
<p>Árangursmyndin sem við deilum hér með ykkur núna þykir mér (Ale) einstaklega vænt um því hana Öddu þekki ég mjög vel. Áður en ég hóf störf mín hjá Betri Árangri vann ég með henni í Make Up Store.<br /><br />Á þeim tíma sem að við unnum saman óraði mér ekki fyrir því að Adda myndi breytast í þann íþróttaálf sem að hún er í dag. Þar sem að hún hafði lítinn sem engan áhuga á lyftingum, en fór einstaka sinnum út að hlaupa sér til gamans.</p> <p>Ég vissi þó að hún byggi yfir gríðarlegum metnaði og þrjósku sem hún hefur algjörlega fengið útrás fyrir í ræktinni, því eins og hún segir sjálf þá er hún alfarið búin að gera þetta að sínum lífsstíl og meðal annars fengið sambýlismann sinn til liðs með sér.</p> <p>Þegar hún sótti um í þjálfun var hún með það markmið að tóna sig og grennast, hún vildi fá meiri vöðvamóttun, tónast en umfram allt langaði hana til þess að vera sáttari með sjálfa sig.<br />Markmiðum hennar er náð og gott betur en það eins og sjá má á myndunum.<br /><br />Það besta við þetta allt saman er að hún gaf sér góðan tíma í að temja sér bættan lífsstíl og fór í kjölfarið að hlaupa meira með þau markmið að hlaupa í hálfmaraþoni.</p> <p>Allt er hægt með þrautseigju og metnað við hendina og minnir okkur á það að góðir hlutir gerast hægt.</p>
123
Í bikiniform án þess að gefast upp
<p>Gyða hafði leitað til okkur áður og var þá hjá okkur í skamman tíma. Hún leitaði svo til okkar aftur og var þá staðráðin að stefna að því að keppa (þetta var á þeim tíma sem við buðum upp á keppnisþjálfun). Það hafði verið draumur hjá henni í mörg ár að keppa í svokölluðum Bikiniflokki í fitness, en það var ekki fyrr en fyrst núna sem hún taldi sig tilbúna til þess að takast á við það verkefni.</p> <p>Við vorum smá efins með að taka hana inn í keppnisþjálfun, þar sem að við höfðum nýlega lokað fyrir skráningar í slíka þjálfun fyrir komandi mót. Við viljum nefnilega alltaf gefa okkur góðan tíma til þess að leggja grunn að hollum og góðum lífsstíl áður en haldið er út í það ferli að keppa.<br />Þegar við skoðuðum eldri myndirnar af henni frá því áður, vorum við agndofa yfir bætingunum á forminu hennar síðan hún var hjá okkur og vorum vissar um að hún gæti náð langt ef hún bara vildi.</p> <p>Hún gaf líka ekkert eftir frá fyrsta degi og sýna árangursmyndirnar hennar hversu staðföst hún hefur verið til að ná sínum markmiðum. Það borgar sig að gefast ekki upp á draumum sínum.<br />Við erum virkilega stoltar af keppnisforminu hennar Gyðu. Þess má geta að myndirnar af henni í keppnisbikiniinu eru teknar tveimur vikum fyrir mót.</p> <p> </p>
123
Mataræðið skilar mestum árangri
<p>Þessi unga stúlka var í þjálfun hjá okkur í fjóra mánuði. Hún leitaði til okkar með þau markmið að tónast og byggja upp vöðvamassa. Mestu áhersluna vildi hún þó leggja á bætt mataræði, einna helst að taka kókdrykkju úr mataræðinu og þannig vinna að fallegri húð og bætingum.</p> <p>Eins og sjá má á fyrri myndunum var hún í góðu formi áður en á seinni myndinni er hún í enn betra formi. Það sem við tókum líka fyrst og fremst eftir er áferðin á húðinni aftan á lærunum en áferðin er mun sléttari.</p> <p>Þegar hún byrjaði hjá okkur var hún algjörlega óreynd í lyftingarsalnum og drakk upp í tvær kókflöskur á dag. Okkar ráð var því fyrst og fremst að taka út kókið, það eitt hefur haft mikil áhrif á árangurinn hennar sem og húðina.<br />Einnig hreinsaði hún til mataræðið og byrjaði að lyfta fjórum sinnum í viku. Við uppfærðum hana þó fljótlega á fimmskipt plan til að móta líkamann enn frekar og einnig  vegna þess að hún naut sín vel í tækjasalnum. <br />Það er fátt jafnt skemmtilegt og það þegar þær sem eru hjá okkur snúa blaðinu algjörlega við og eru ólmar í meiri þekkingu og bætingar.</p> <p>Frá fyrstu myndum hafa rúmlega 4 kg farið af henni,  8 cm um mittið, 10 cm um naflan og 9 cm um mjaðmirnar.<br />Enda leynir það ekki á sér á myndunum og það góða er að eina brennslan sem hún var með á plönunum sínum voru 20 mín eftir lyftingaræfingar.<br />Sem segir okkur það að mataræðið er númer 1,2 og 3 eins og við erum alltaf að benda á og styrktaræfingar stuðla að frekari mótun samhliða hollu og góðu mataræði.</p>
123
Í gott form fyrir brúðkaupið sitt og enn betra eftir það
<p>Bylgja kom til okkar í þjálfun með þau markmið að tónast og léttast fyrir brúðkaupið sitt þegar það voru þrír mánuðir í stóra daginn.<br />Hún var þá nokkuð vön að æfa en við settum hana á aðeins meira krefjandi plön og tækuðum mataræðið með henni eins og okkur einum er lagið.<br /><br />Þegar það kom að stóra deginum var hún enn í þjálfun og búin að ná þeim markmiðum sem að hún setti fyrir sér. Við töldum það einstaklega vel gert, þar sem að skammur tími var til stefnu og sömleiðis útaf því að við fáum oft inn konur á öllum aldri með þau markmið að komast í form fyrir brúðkaupið sitt. Oftar en ekki kikna þær undan álaginu og öllum kræsingunum sem fylgir  undirbúningnum. En Bylgja lét það ekki á sig fá og leit stórglæsilega út á deginum sínum.<br /><br />Við vorum mjög spenntar að setja saman árangursmynd af henni. Við vissum hinsvegar að það væri meiri árangur framundan með Bylgju því skömmu eftir brúðkaupið setti hún sér ný markmið.<br /><br />Í framhaldinu voru markmiðin hennar því fyrst og fremst að gera þetta að sínum lífsstíl og halda áfram bætingum. Sem hún gerði og gott betur en það !<br />Á þessum níu mánuðum sem hún var hjá okkur fóru allt í allt af henni 9 kg. Við teljum hana mikla hvatningu fyrir aðrar til þess að halda ótrauðar áfram og gefast ekki upp. Það er alltaf hægt að vinna að frekari bætingum.</p>
123
Gafst ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun
<p>Helena er búin að vera í þjálfun hjá okkur í níu mánuði. Hún leitaði til okkar með þau markmið að léttast um sirka 5 kg, en fyrst og fremst móta sig og styrkja með hollan og heilbrigðan lífsstíl að vopni og þannig tileinka sér hann til frambúðar.<br /><br />Til að byrja með var árangurinn töluverðan tíma að skila sér. Þyngdin fór hægt niður en breytingar urðu strax á ummálinu. Það tók hana um þrjá mánuði að komast í gírinn, en þegar hún komst í hann var líka ekki aftur snúið. Hún fór meðal annars erlendis í frí um daginn, en mætti til baka með árangur og mælingarnar héldu áfram að fara niður á við. Það er yfirleitt raunin að ummálsmælingar fari upp í fríum.</p> <p>Í dag hefur hún misst þau kíló sem að hún lagði upp með og er markmiðið því núna að halda áfram að stunda hollan og góðan lífsstíl og vinna að enn meiri mótun. Hún hefur nú þegar keypt sér aðra utanladsferð í vetur og mun nýta sér það sem sína gulrót fyrir frekari árangur. </p> <p><br />Það er ekkert leiðinlegra en að uppskera ekki þann árangur sem maður sækist eftir og það var vissulega erfitt fyrst um sinn að sjá þyngdina standa í stað, en einn af stærstu eiginleikum Helenu er mikil jákvæðni, sem kom henni á þann stað sem hún er í dag.</p> <p>Við teljum að jákvætt hugarfar er eitt það mikilvægasta sem þarf til þess að ná árangri. Góðir hlutir gerast með réttu hugarfari, enda var það bara ekki í boði hjá henni að gefast upp.</p> <p>Við þökkum Helenu fyrir að leyfa okkur að deila árangrinum með öðrum og hvetja þannig aðra áfram</p>
123
Þyngdartapið segir ekki allt
<p>Þessi stúlka var í þjálfun hjá okkur í átta mánuði. Hún leitaði til okkar með markmiðin að léttast um 5-10 kg, með áherslu á að móta og tóna líkamann vel. Það sem hún tók sterklega fram, var að hún vildi tileinka sér þetta alfarið sem sinn lífsstíl og var tilbúin að gefa sig alla í það að ná sínum markmiðum.<br />Hún byrjaði því strax á mjög krefjandi æfingaplani og okkur fannst gaman að fá inn metnaðarfulla stelpu og gáfum ekkert eftir.<br /><br />Það sem okkur finnst svo magnað er að á milli myndanna er einungis 5 kg munur. Sem sannar það að þyngdin skiptir ekki öllu máli. Þar sem að mótunin á milli myndanna er ótrúleg og í raun mun meiri en þyngdin segir til um. <br />Sem kemur inn á uppáhalds punktinn okkar um hversu mikilvægt mataræðið er samhliða hreyfingu.</p> <p>Við fengum leyfi frá henni að birta þessa mynd hér öðrum til hvatningar. En hún er langt því frá hætt enda grunnurinn fyrir bættum lífsstíl lagður.</p>
123
Það að viðhalda sér í formi er langhlaup, ekki spretthlaup
<p>Þessi unga kona skráði sig hjá okkur með þau markmið að léttast um 10 kg, fá fallegri línur og bæta líkamsstöðu sína og styrk</p> <p>Þegar hún byrjaði var reynslan hennar ekki mikil í tækjasalnum. Þess vegna byrjuðum við hægt og rólega að koma henni í gírinn. Æfingaplönin höfum við svo gert meira krefjandi, eftir því sem reynslan hefur orðið meiri og árangurinn látið á sér kræla. </p> <p>Það að koma sér í form og halda sér þannig, er langhlaup en ekki spretthlaup. Margt getur komið uppá sem getur fengið mann til að gefast upp, en mestu máli skiptir að þegar að slíkt gerist að þú haldir áfram en gefist ekki upp.<br />Leið hennar að þessum árangri hefur átt sínar sveiflur, en alltaf hefur hún haldið áfram á hörkunni og komið okkur á óvart. Þrátt fyrir að hún eigi enn eftir að ná langtímamarkmiðinu hvað þyngdina varðar þá vorum við alveg agndofa þegar við bárum saman myndirnar hennar</p> <p>Eins og sjá má er gífurlega mikill munur á líkamsstöðunni og tölum ekki um hversu vel mótaður líkaminn er orðinn. Þetta er ástæðan fyrir því að við teljum nauðsyn að taka myndir til þess að skjalfesta allan árangur. Það er t.d. aðeins 7 kg munur á milli myndanna, en hún hefur náð svo mikilli mótun á þeim tíma að það er aðdáunarvert.<br /><br />Við fylgjumst sjálfar með okkar bætingum og tökum mælingar ásamt myndum. Margar líta á það að taka myndir af sér sem hindrun fyrir því að skrá sig.<br />Að sjálfsögðu birtum við ekkert á netinu án samþykkis viðkomandi. Við höfum líka tekið eftir því hvað allar kunna að meta það að við hvetjum þær til þess að taka myndir þegar það kemur að því að bera árangurinn saman.<br /><br />Hlökkum til að klára þetta með henni alla leið.</p>
123
Heldur áfram þrátt fyrir að greinast með brjósklos
<p>Þessi unga stúlka var í þjálfun hjá okkur i níu mánuði. Hún kom til okkar með þau markmið að koma sér í form eftir meðgöngu, bæta á sig vöðvum og vinna að stæltari líkama.<br /><br />Við fengum að birta mynd af henni snemma eftir að hún byrjaði, eftir einungis tólf vikur hjá okkur. Þar hafði hún náð virkilega flottum árangri og bætt líkamsstöðuna svo um munar. Hún hafði náð settu marki með að komast í form eftir meðgönguna, en gat ekki ímyndað sér að hætta enda í skýjunum með þann árangurinn sem að hún hafði náð.</p> <p>Hún setti sér því  ný markmið og vildi móta og tóna líkamann enn frekar með þeim holla og góða lífsstíl sem hún hafði lagt fyrir sig. Þegar forminu er gott sem náð og línurnar fyrir bættum lífsstíl  lagðar þá er ekki nauðsynlegt að vera eins harður í mataræðinu. Oft þarf að temja sér örlítið meira kæruleysi til þess að ná lengra og þurfti þessi unga stelpa að temja sér það undir okkar leiðsögn.</p> <p>Það sem okkur finnst svo magnað í kringum hennar árangri er metnaðurinn, því á þeim tíma sem hún hefur verið hjá okkur greindist hún með brjósklos en gefur samt ekkert eftir.<br />Þegar hún sótti um að koma aftur til okkar núna í þessari viku eftir stutta pásu vorum við alveg agndofa af þrautseigjunni og árangrinum sem hún hefur náð. Við setjum stefnuna núna á enn frekari mótun og uppbyggingu í áframhaldinu.<br />En nú munum við í sameiningu aðlaga æfingarnar að hennar meiðslum, þannig hún þurfi ekki að láta líf sitt alveg á pásu meðan hún bíður niðurstöðu í sínum málum. Þetta er orðin hluti af hennar daglegu rútínu og hún getur ekki ímyndað sér lífið án hreyfingar.</p> <p>Hér er hún því sem hvatning fyrir aðrar í sömu stöðu.</p>
126
Þú getur allt sem að þú ætlar þér
<p>Jæja nú fáið þið að sjá herlegheitin.....</p> <p>Alexandra hefur gefið okkur leyfi til að birta þessa mynd á vefnum, en hana höfum við mikið notað á stelpurnar sem eru í fitnessundirbúningi hjá okkur og koma með afsakanir eins og t.d.:<br />,,ég er bara genalega séð með stór læri og get ekki minnkað þau"<br />,,ég er í alvörunni ekki að svindla"<br />,,það er svo mikið að gera hjá mér"</p> <p>Ale er ein agaðasta mannvera sem við höfum kynnst, þess vegna þjálfar hún aðrar með okkur og hún viðheldur mottóinu okkar : ,,Practice what you preach"</p> <p>Nú hefur hún bæði prufað að þyngja sig og létta til þess að ná þeim árangri sem hún hefur sóst eftir. En þegar hún byrjaði hjá okkur allra fyrst þegar við vorum nýfarin með þjálfunina af stað, var hún mjög grönn og er grönn að eðlisfari.<br /><br />Þetta ár vildi hún ná góðum bætingum fyrir mótin sem að hún stefndi að og fór af stað í ferðalagið með að hún þyrfti að stækka efri part líkamans, en samhliða því  minnka neðri partinn til að ná að jafna samræmið fyrir það sport sem að hún keppir í.</p> <p>Hún þurfti því að byrja á því að stækka sig og fékk hún þá matseðil með um 3000 kaloríur af hreinum mat yfir sumarið. Hún lyfti þungt á efri partinn og tók  vel á neðri partinum. Hún þurfti nefnlega að rýra lærin ólíkt mörgum. Hún er með þannig gen að þegar hún bætir á sig, virðist það allt koma að neðan og því þurftum við að passa að halda vel í það sem hún bætti á sig að ofan í niðurskurðinum og stýra brennslunni rétt til að lærin myndu minnka.</p> <p>17 kg komu á engum tíma með tilheyrandi baknagi. Fólk í þessu sporti þarf að hafa virkilega sterka andlega hlið og því ekki nóg að þjálfa einungis líkamann, heldur hugarfarið líka.</p> <p>Fyrri myndin var tekin við upphaf niðurskurðar og sú seinni þréttán vikum síðar á mótsdegi í október. Myndina fékk hún ekki að sjá fyrr en deginum fyrir mót þar sem að hún var geymd í falinni möppu.<br />Þeir sem voru viðstaddir samanburðin á árangrinum hennar Alexöndru misstu kjálkann í gólfið, meira segja ég sjálf Katrín Eva. <br /><br />Við tökum fram að formið á seinni myndinni er sviðsform og því ekki form sem að hún er í dagsdaglega. Brúnkan sem hún ber er sviðsbrúnka sem að nýtur sín á sviðinu. AÐ lokum bendum við á að Alexandra er mjög öguð og þekkir líkamann sinn vel sem gerði það að verkum að við treystum henni í þetta verkefni. Eftir þetta hefur hún viðhaldið forminu sínu og unnið að frekari bætingum með hollum og góðum lífsstíl.</p>
124
Tíu kíló farin og 66 cm af ummálinu á sjö mánuðum
<p>Þrátt fyrir að hafa haft lokað fyrir umsóknir eitt sumarið, þá hélt skrokkavæðingin áfram með öllum þeim sem fyrir voru. Þessi 18 ára stúlka byrjaði hjá okkur í þjálfun í janúar með það að markmiði að léttast um 10 kg, tónast og styrkjast. <br />Í lok júlí sama árið átti hún að skila til okkar myndum með mælingum og var hún þá búin að ná langtímamakrmiðinu sínu og skafa af sér heil 10 kg.<br /><br />Það er magnaður árangur og tölum nú ekki um yfir sumartímann, þegar það er aðeins meira krefjandi að ná árangri og viðhalda forminu. <br /><br />Hún stundar einnig körfubolta og talaði um það hvað æfingarnar og mataræðið hefðu aðstoðað hana við að ná betri árangri á körfuboltavellinum. </p>
124
Orðin ný manneskja á fimm mánuðum
<p>Hugrún sendi póst okkur póst, þar sem stóð að hún væri komin með nóg af óhollustu og óreglu sem fylgir því að vinna á næturvöktum, en Hugrún starfar sem hjúkrunarfræðingur.<br />Hugrúnu vantaði aðhald og gott spark í rassinn og leitaði því til okkar til þess að athuga hvort að FitSuccess (þá Betri Árangur) væri eitthvað sem að myndi henta fyrir sig.</p> <p>Í framhaldi af því skráði hún sig hjá okkur og örfáum dögum seinna tók hún stærsta skrefið í áttina að árangri og byrjaði sinn fyrsta dag í þjálfun.</p> <p>Frá því að hún byrjaði í júní hefur hún samviskusamlega skilað inn matardagbók hverja einustu viku með hollu og heilbrigðu mataræði og alltaf voru nammidagarnir hóflegir. Það gerði hún ásamt hörku æfingum, sem byrjuðu rólega en svo fjölguðum við lyftingardögunum þegar reynslan varð meiri. <br />Árangurinn leyndi sér ekki og það varð strax mikill sjáanlegur munur á forminu hjá henni. Á þeim skamma tíma sem að hún var hjá okkur, í kringum fimm mánuði, náði hún að móta líkamann gífurlega eins og myndirnar sýna og missa 13 kg.</p> <p>Það sem okkur finnst svo einstaklega gaman þegar við berum myndirnar saman af henni, er að maður sér það ekki einungis á líkamanum að það séu bætingar, heldur sömuleiðis á útgeisluninni. Henni líður betur og ljómar á seinni myndinni.</p> <p>Við hljómum oft á tíðum eins og biluð plata, en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.</p> <p>Fólk er alltaf að koma með afsakanir fyrir að hafa ekki tíma til að mæta í ræktina og geti ekki gert hitt og þetta. Samhliða þjálfuninni vann Hugrún og stundar nám en það hefur þó ekki stöðvað hana við að ná árangri.</p>
124
Markmiðum náð á hálfu ári
<p>Á sex mánuðum hefur þessi unga stúlka náð af sér heilum 12 kg. Sem er einstaklega raunhæfur og geranlegur árangur, þar sem við göngum yfirleitt út frá um -2 kg á mánuði. Þannig eru meiri líkur á að árangurinn sé varanlegur og að grunnurinn fyrir hollum og góðum lífsstíl  sé lagður samhliða því til frambúðar.</p> <p>Hún leitaði til okkar með þau markmið að bæta lífsstílinn og þannig líða betur í eigin líkama. Hún gaf sér engan sérstakan tíma en tók fram að það væri gaman að hafa náð sínum markmiðunum maí og hún hafði þá sex mánuði til stefnu. </p> <p>Hún náði sínum markmiðum á tilsettum tíma og gott betur en það :)<br /><br /></p> <p> </p>
124
Magnaður árangur á einungis sex vikum
<p> Hér eru einungis<span style="color: #ff6018;"> sex vikur</span> á milli myndanna og þessi unga kona bara rétt að byrja. Það er lítið hægt að segja um árangurinn hennar annað en  heldur fyrst og fremst að leyfa myndunum að tala sínu.</p> <p>Virkilega gaman að fá að vera hluti af svona glæsilegum árangri. </p> <p> </p>
124
Magnaður þriggja mánaða árangur
<p>Bryndís er þriggja barna móðir, búsett í Grundarfirði. Þegar hún byrjaði hjá okkur í þjálfun var hún búin að ná gífurlega flottum árangri á eigin spítur og hafði náð af sér um 20 kg síðasta árið. Það hafði hún gert með bættu mataræði og samhliða því stundaði hún stöðvaþjálfun 3x í viku og lyfti reglulega.<br />Hún leitaði til okkar til að taka árangurinn skrefinu lengra og vildi mótast betur og styrkjast. Við héldum inni stöðvaþjálfuninni hennar en bættum við lyftingaræfingum fjórum sinnum í viku. </p> <p>Frá því hún byrjaði hjá okkur fyrir tæplega þremur mánuðum hefur hún á þeim skamma tíma misst rúmlega 7 kg, en markmiðið hennar var að missa 10 kg á hálfu ári, svo það er ekki langt í að henni takist það.</p> <p>Ummálið hefur einnig verið að rjúka niður frá því hún byrjaði og hafa fokið heilir 12 cm af naflasvæðinu, sem er ekkert smáræði. Ummálið um naflan er eitt af þeim svæðum sem segja okkur til um hvort viðkomandi sé að standa sig í mataræðinu. Því með bættu mataræði er þessi partur líkamans yfirleitt fyrstur til að taka við sér, eins og sjá má á myndunum hennar Bryndísar.</p> <p>Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt og gefandi eins og það að sjá flottan árangur og vorum við mjög glaðar að bera saman myndirnar hennar þegar við fengum þær inn. Svona á að gera þetta og eru bara spennandi tímar framundan hjá okkur með henni, þar sem hún setur stefnuna á að klára þetta alla leið.</p> <p>Bryndís er svo yndisleg að hún hefur gefið okkur leyfi til að opna árangursskýrsluna sína á vefnum okkar, sem gerir okkur kleift að sýna öðrum hvernig við mælum árangurinn hjá kúnnunum okkar.</p>
124
Gerði hollt og heilbrigt líferni að lífsstíl
<p>Þegar Hjördís byrjaði hjá okkur í þjálfun fyrir hálfu ári síðan hafði hún enga reynslu af lyftingarsalnum og hafði einungis verið á brennslutækjunum þegar hún fór á æfingar. Samhliða því var mataræðið ekki upp á marga fiska og einkenndist af nokkuð óhollum mat og skyndibita. </p> <p>Hún var smeyk við að færa sig yfir í lyftingarsalinn en var ekki lengi að breyta þeirri hræðslu með jákvæðu hugarfari. Hún fór því yfir úr því í það að elska að mæta á lyftingaræfingu og var dugleg að temja sér bættar venjur í mataræðinu.<br /><br />Sjálftraustið fór fljótt upp á við og skilaði sér á jákvæðan hátt í formi árangurs eins og myndirnar sýna.</p>
124
Frábær árangur og hvergi nærri hætt
<p>Þessi unga kona sótti um í þjálfun til okkar fyrir níu mánuðum síðan með þau markmið að grennast og fá fallegri mótun á líkamann, það markmið setti hún sér fyrir komandi jól.</p> <p>Hún valdi fyrst um sinn að skila inn matardagbók, en eitt af því sem hún þurfti talsvert að bæta var mataræðið, sem er oft mikil áskorun vinnandi vaktavinnu. Þar af leiðandi tók það hana örlítið lengri tíma til þess að koma almennri rútínu á með mataræðið.</p> <p>Eftir jól endurskoðuðum við markmiðin hennar þar sem hún náði þeim ekki fyrir settan tíma. Þrátt fyrir það var miklum persónulegrum sigrum náð með því að leggja grunnin að góðum lífsstíl og að koma æfingum  og mataræðinu í rútínu.</p> <p>Flestir vilja að allt gerist í gær en raunin er sú að það er best að gefa sér góðan tíma í allan árangur, þannig ertu að gefa þér góðan tíma til þess að öðlast meiri þekkingu til þess að viðhalda þeim árangri sem að þú nærð.</p> <p>Okkur fannst virkilega gaman að lesa yfir póstinn sem við fengum hjá henni þegar markmiðin voru uppfærð.<br />Þetta hér fylgdi með:<br />,,Ég er mjög sátt við þann árangur sem ég hef náð þrátt fyrir að hann sé kannski ekki mjög mikill, en það er meira en ég hafði búið mig undir þegar ég byrjaði. Hvert kíló sem fer gefur mér aukinn styrk og ekki sakar að sjá muninn á myndunum, hann er MJÖG hvetjandi! "</p> <p>Í dag er hún ekki bara hvetjandi fyrir sig heldur líka fyrir aðra og var því mikið upp með sér og trúði því varla að við værum að fá leyfi frá henni til þess að hún væri hluti af árangursmyndasafninu okkar.<br />Hún er langt því frá hætt og setur stefnuna á enn betri árangursmynd í náinni framtíð sem er bara spennandi ! (við erum sko jafn spenntar fyrir því og hún).</p> <p>Þetta sýnir og sannar að góðir hlutir gerast hægt</p>
124
Hefur misst alls 40 kg
<p>Arnbjörg er ein af þeim sem kallar ekki allt ömmu sína eins og myndirnar hennar sína. Með okkur hefur hún náð af sér 10 kg á heilbrigðan hátt. En saga Arnbjargar spannar þó lengri tíma en það.</p> <p>Tveimur árum áður en hún byrjaði í þjálfun hjá okkur hafði hún eignast sitt fjórða barn og aldrei verið jafn þung á ævi sinni. Arnbjörg var þá um 100 kg sem fékk hana til að huga að bættum lífsstíl.</p> <p>Áður en hún leitaði til okkar hafði hún á mjög góðum tíma náð af sér 30 kg á eigin spýtur, en líkaminn á það til að staðna og langaði hana til þess að tóna líkamann enn frekar og leitaði því til okkar.</p> <p>Frá því að hún lagði í förina að hollum og heilbrigðum lífsstíl fyrir tveimur og hálfu ári síðan hefur hún samanlagt sagt skilið við 40 kg af líkama og sál.</p> <p>Markmiðið hennar var að tónast betur og léttast um 10 kg en einnig vildi hún vera komin í sitt besta formi á fertugsafmælinu sínu sem er eftir tvö ár og því markmiðin hennar núna að halda áfram að viðhalda þeim árangri sem hún hefur náð og móta líkamann enn frekar.<br /><br />Best af öllu er að hún er búin að gera þetta að sínum lífsstíl svo nú verður ekki aftur snúið. Það er aldrei of seint að breyta um lífsstíl og er það engin afsökun að eiga stóra fjölskyldu.</p>
124
Persónulegur sigur að vera enn að
<p>Þessi unga stúlka sótti um í þjálfun hjá okkur eftir að hafa hvatt sjálfa sig til þess í hálft ár. Við vorum því strax mjög spenntar fyrir því að aðstoða hana við að ná markmiðum sínum þar sem að hún var loksins búin að taka af skarið.<br />Ástæðan fyrir því að hún dróg skráninguna á langinn, var vegna þess að hún hafði oft lagt í förina að bættum árangri en gefist upp á 2-4 vikum sem er mjög algengt. Við vorum því fastráðnar á því að hún fengi ekki að gefast upp að þessu sinni.</p> <p>Á milli myndanna eru 18 vikur eða fjórir og hálfur mánuður. Hún er þar af leiðandi komin langt fram yfir þann tíma sem hún hefur yfirleitt gefið sér í  að ná árangri. Það hefur ekkert verið gefið eftir og er hún svo sannarlega að uppskera því sem hún hefur sáð,  þar sem árangurinn hennar er hreint út sagt magnaður.</p> <p>Frá því í upphafi hafa um 13 kg farið af henni. Samhliða því hefur ummálið rokið niður og til að mynda hafa 13 cm farið af mittinu og 16 cm utan um naflann. Enda leynir árangurinn sér ekki á myndunum</p> <p>Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal, við erum mjög spenntar fyrir áframhaldinu og vonumst til þess að birta áframhaldandi árangurssögu af þessum dugnaðarforki. Hún er bara rétt að byrja og erum við að vinna að hennar markmiðum skref fyrir skref. Það er svo ótrúlega gaman því að einn stærsti sigurinn að frátöldnum árangrinum með líkamlegt form er það að hún er ennþá að og hvergi hætt.</p>
124
Lætur bakmeiðsli ekki stoppa sig
<p>Hún Dagný kom til okkar í þjálfun eftir að hafa heyrt talað vel um okkur í heimabæ sínum. Hún er ein af þeim fjölmörgu duglegu konum frá Grundarfirði sem eru hjá okkur í þjálfun.</p> <p>Hún leitaði til okkar með það að markmiði að ná kjörþyngd og vera orðin sátt við formið sitt í september það sama ár. Ástæðan fyrir því að hún setti stefnuna á september sem er afmælismánuðurinn hennar, var af því að þá átti hún stórafmæli sem var hennar gulrót fyrir þann árangur sem að hún hefur náð í dag.</p> <p>Það er aldrei auðvelt að ná árangri þar sem það reynir bæði á líkamann og andlegu hliðina. Það hefur verið aukin áskorun fyrir hana Dagnýju þar sem hún er bakveik og hefur því þurft að hafa sig alla við að ná árangri en ekki leyft sér að gefast upp.</p> <p>Þrátt fyrir að það komu lægðir, var það lokaútkoman sem að hélt henni gangandi. Enda vorum við virkilega ánægðar að fá mælingar og myndir frá henni núna þar sem að hún náði sínum markmiðum einungis skömmu fyrir afmælið sitt og gat hún því notið hans í botn. </p> <p>Líkt og margar sem koma til okkar skoðaði hún árangursalbúmið okkar fram og til baka áður en hún lét slag standa og því virkilega gaman að hún sé hér sem hvatning fyrir aðrar</p>
124
Mataræðið tekið í gegn
<p>Á þeim tíma  sem þessi unga stúlka leitaði til okkar í þjálfun hafði hún verið að kljást við magaverki í langan tíma og leitað lengi að því hvað það var sem að orsakaði verkina. Meðal annars hafði hún leitað læknishjálpar og fengið lyf, án árangurs.</p> <p>Magaverkir sem og allskyns óþol er orðið mjög algengt vandamál í nútímanum. Orsakavaldinn tengjum við í mikið unnar matvörur, en þær geta lagst illa í marga. Þar af leiðandi er hún góð áminning fyrir okkur til þess að hafa það bakvið eyrað hvaðan maturinn er að koma og halda hreinleikanum.</p> <p>Þegar hún leitaði til okkar gripum við til þeirra ráða að hún skilaði inn matardagbók í góðan tíma og saman unnum við að því að finna út hvar kveikjan á verkjunum væri. Hún þurfti því að hreinsa mataræðið vel til að vinna í bætingum bæði með formið og verkina.</p> <p>Í dag er hún komin með góða stjórn á mataræðinu og er nánast verkjalaus, þar sem þekking hennar á mataræðinu er orðin mun betri. Enda kom hún sjálfri sér verulega á óvart með því að vera dugleg að velja betri kosti og takmarka skyndibita mat og svo framvegis.</p> <p>Árangurinn á forminu leynir sér ekki en síðan hún leitaði til okkar hafa 10 kg fokið af henni, 8 cm farið af mittinu og 13 utan um naflann. Sem er í rauninni bara auka bæting við bætta líðan. Þvílíkt sem lögunin hefur breyst á líkamanum og  er byrjað að móta fyrir fallegu mitti á henni. Það sýnir sig og sannar enn eina ferðina enn að mataræðið er einn stærsti þátturinn þegar kemur að árangri og andlegri líðan.</p> <p>Svo gaman að sjá líka að það voru árangursmyndirnar hjá okkur sem hvöttu hana til að fara af stað til að byrja með.<br />Yndisleg tilfinning að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft.</p>
124
Leið aldrei eins og ég væri í átaki
<p>Aldís leitaði til okkar fyrir 11 mánuðum síðan með þau markmið að móta og styrkja líkamann og léttast um 10 kg.</p> <p>Til að byrja með fóru tölurnar hægt og rólega niður, en aldrei gafst hún upp. Hún nýtti sér það til þess að mæta enn sterkari til leiks og gaf sig alla í að læra þann lífsstíl sem við kennum til þess að gera þetta á sem heilbrigðastan máta. Hún var mjög dugleg að spyrja og láta okkur vita af sér, sem sýndi okkur hversu mikin metnað hún hafði fyrir því sem hún hafði sett sér fyrir.</p> <p>Sjö mánuðum seinna var markmiðinu sem hún hafði sér sett náð sem að hvatti hana til þess að halda áfram og hefur hún  í dag misst 5 kg umfram sett markmið. Allt í allt hefur hún náð að skafa af sér 15 kg og því komin á það góðan stað að markmiðið er ekki lengur að léttast, heldur að halda áfram að móta og styrkja líkamann.</p> <p>Það skemmtilega við þessa mynd er einmitt núna er nánast ár síðan að hún ákvað að taka það stóra skref að skrá sig í þjálfun og vinna að bættum lífsstíl.</p> <p>Það eru margir í þeirri stöðu sem hún var í þegar hún byrjaði, en á þeim tíma var hún óánægð með sig, fann fyrir streitu og stressi og leitaði því oft í skyndibita eða nammi sem skammvinna orku. Í dag hefur hún algjörlega snúið blaðinu við og tók einmitt fram í pósti sem við fengum frá henni þegar 10 kg markmiðinu var náð, að henni hefði aldrei liðið jafn vel og það besta við árangurinn væri að henni hafi aldrei liðið eins og hún væri í átaki. Nú er þetta hluti að hennar lífi og rútínu. Sem er einmitt það sem við leggjum upp úr hjá okkur, að gera þetta að lífsstíl</p> <p>Gaman að birta fyrstu árangursmynd ársins og hvetja aðra áfram til þess að taka fyrsta skrefið, sem er að byrja !</p>
124
Byrjandi sem varð að reynslubolta
<p>Þessi unga dama byrjaði í þjálfun hjá okkur fyrir fjórum mánuðum. Hún leitaði til okkar með það markmið að grennast um 20 kg, en fyrst og fremst að vera ánægð með sjálfa sig. Hún tók einnig fram að hún væri tilbúin að gefa sér sirka 6-12 mánuði í þann árangur sem hún vildi sækjast eftir. Við vorum mjög ánægðar að sjá að hún væri tilbúin að gefa sér góðan tíma í sett markmið, enda raunhæft að missa í kringum 2 kg á mánuði.</p> <p>Þegar hún byrjaði hafði hún litla sem enga reynslu af lyftingum og fékk því tvískipt plan í hendurnar, sem sagt lyftingaræfingar tvo daga vikunnar og svo bættum við brennslu samhliða því sem hún var fljót að vinna sig upp úr.<br />Við erum með mælingar á þriggja vikna fresti og höfum því fengið inn sjö mælingar frá henni, í öll skipti nema eitt hefur hún náð þeim skammtímamarkmiðum sem við höfum sett fyrir hana. Enda leynir árangurinn sér ekki, á þessum fjórum mánuðum er hún meira en hálfnuð með sett markmið. Á milli myndanna eru 11 kg farin og talsvert af ummálinu. Það hafa til að mynda 13 cm farið af mittinu og 16 cm farnir um kviðinn. </p> <p>Hér er hún sem hvatning fyrir okkur hinar.<br />Við fengum ekki leyfi fyrir taggi og andliti, en okkur fannst mjög gaman að hún segist vera tilbúin að tagga sig á myndina sjálf þegar hún er komin í það form sem hana langar til að vera í. Einnig tók hún fram hvað henni líður mun betur núna í eigin skinni og að hún væri ekki einungis búin að ná árangri með líkamlegt form, heldur fyndi hún fyrir miklum mun á andlegu hliðinni og hún sé núna mun glaðari, öruggari og með meira sjálfstraust. Sem sýnir það og sannar hvað andleg og líkamleg líðan spilar vel saman þegar hollt og heilbrigt líferni á í hlut.</p> <p>Hlökkum svo til að fá að birta áframhaldandi árangursmynd af þessum dugnaðarforki.</p>
124
10 kíló farin yfir sumartímann
<p>Kristveig Anna hóf þjálfun hjá okkur með markmiðin að léttast um 10 kíló, fá stinnan kvið, meiri mótun á bakið og að vera í betra formi almennt. Hún vildi læra að gera þetta á heilbrigðan máta og temja sér mataræði sem hún gæti fylgt til frambúðar, en það er eitthvað sem að við leggjum ríka áherslu á í þjálfuninni. <br />Að byrja í þjálfun skömmu fyrir sumartímann með svona markmið er gríðarlega krefjandi, en hún sagði skilið við 12 kíló  og fjölda sentimetra eins og ekkert væri . <br />Hún valdi þá leið að skila alltaf inn matardagbók og var dugleg að senda á okkur spurningar um ýmislegt tengt mataræðinu. Það er nefnilega yfirleitt minnsta áskorunin að æfa alla daga og allt árið um kring. En þær æfingar skila sér ekki nema mataræðið sé tæklað samhliða.<br />Við fengum einmitt að birta mynd af skipulaginu hennar á facebookinu um daginn: https://www.facebook.com/betriarangur.is/photos/a.146234588791252.36913.146162632131781/642247005856672/?type=1&amp;theater</p> <p>Kristveig byrjaði á þrískiptu plani hjá okkur, en eftir því sem árangurinn varð meiri þá urðu plönin meira krefjandi. Næsta plan sem hún fær frá okkur er fimmskipt lyftingarplan. Þar sem hún er að fara flytja til Reykjavíkur frá Sauðarkróki,  þannig getum við bætt við fullt af nýjum æfingum,  enda talsvert meira tækjaúrvalið  í borginni heldur en í stöðvum út á landi. Hún er svo sannarlega búin að ná markmiðinu sem hún setti sér, þannig að nú er nýtt markmið komið inn og við hlökkum til að ná því með þessum dugnaðarforki</p> <p>Hún ætlaði að taka sér pásu í einn mánuð á meðan hún myndi koma sér fyrir í bænum en við fengum póst fyrir helgi um hvort við værum búnar að fylla í öll plássin því hún vissi ekki hvað hún ætti að gera við líf sitt án þjálfunarinnar og hvatningarinnar. Hún gaf okkur grænt ljós á að birta myndina öðrum til hvatningar.</p> <p> </p>
124
Rútínan er mikilvæg
<p>Það er áberandi hvað árangurinn fer að skila sér þegar almennri rútínu hefur verið komið á. En rútínan er yfirleitt meiri yfir vetrartímann þegar við segjum skilið við sumarið og því sem fylgir.</p> <p>Hér er hún Inga Ragna sem byrjaði í þjálfun hjá okkur í upphafi ársins með þau markmið að rífa sig upp úr sófakartöflu lífsstílnum eins og hún orðaði það. Hana langaði jafnframt til þess að grennast, komast í gott form og stefndi á að missa í kringum 15 kg.</p> <p>Því markmiði náði hún í vikunni sem leið og fengum við því að birta hana sem árangursmynd og deila með ykkur. Til gamans má taka það fram að það hafa 15 cm fokið utan um mittið og 27 cm um naflann.</p> <p>Það góða er að það er nú ekki lengur hægt að kalla Ingu sófakartöflu eins og hún nefndi í textanum þegar hún byrjaði, heldur útskrifast hún hér hjá okkur sem sannur ræktardurgur, sem hefur tamið sér hollan og góðan lífsstíl. Hún var ekki lengi að vinna sig upp í meira krefjandi plön og að fljúga úr hreiðrinu hvað matardagbókarskil varðar.</p> <p>Það er alltaf jafn ómetanlegt að eiga þátt í svona jákvæðum og skemmtilegum lífsstílsbreytingum.</p>
124
Missti 30 kg á einu ári og tamdi sér bættan lífsstíl
<p><span>Eitt það skemmtilegasta í okkar vinnu er að upplifa árangur með öðrum daglega og sömuleiðis það að eiga þátt í bættri andlegri og líkamlegri líðan. Sú tillfinning er ólýsanleg og er mesti sigurinn okkar megin, þegar viðkomandi hefur tamið sér æfingarnar og hollt mataræði sem lífsstíl. <br /></span><br />Þessi unga kona sem er á árangursmyndunum hér er svo gott dæmi um það, en þegar hún leitaði til okkar var hún algjör byrjandi í ræktinni og var því að stíga sín fyrstu skref í lyftingarsalnum þegar hún kom til okkar í þjálfun.</p> <p>Okkur finnst ótrúlega jákvætt þegar þær sem að leita til okkar í þjálfun setja sér langtímamarkmið fyrir framtíðina. Hún valdi að léttast um 20 kg og meira en tók það jafnframt fram að hana langaði til að verða heilbrigðari, sem henni hefur svo sannarlega tekist og sömuleiðis náð sínum markmiðum hvað þyngdina varðar. <br /><br />Í gegnum hennar árangursferli hefur hún Í hverri einustu viku sent matardagbók og í lok hverrar matardagbókar voru hugleiðingar hennar fyrir vikuna til okkar sem var virkilega gaman að lesa.<br /><br />Við birtum af henni árangursmynd einungis hálfu ári eftir að hún byrjaði hjá okkur, þá var hún búin að ná af sér 23 kg. Í framhaldinu eða einungis ári seinna var hún komin enn lengra á veg með sinn árangur og fengum við því að birta áframhaldandi sögu af hennar ferli.<br /> Á einu ári missti hún í heildina 30 kg og var því farin langt fram yfir sín langtímamarkmið. Við vissum að hún væri komin í gott form þegar við biðum spenntar eftir næstu mælingum og myndum frá henni, en árangurinn og samanburðurinn fór alveg umfram okkar væntingum. Hún er svo sannarlega orðin besta útgáfan af sjálfri sér og er hér hvatning fyrir aðra.</p> <p>Það eru svo margir sem vilja koma sér í form og að það helst í gær. Þegar það er engin árangur strax er viðkomandi farin að hugsa um að gefast upp en þá er mikilvægt að hugsa um lokaútkomuna. Það að koma sér í form kostar blóð, svita og tár en verður vel þess virði á endanum</p> <p>,,Ef hún gat þetta, af hverju ættir þú ekki að geta þetta líka? "<br /><br />Það þarf að gefa sér góðan tíma í allan árangur, sama hvort það sé að léttast, byggja sig upp eða móta. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Allt þetta ferli reynir ekki bara á líkamlegu hliðina, heldur einnig á andlegu hliðina og því skiptir mjög miklu máli að hafa hausinn á réttum stað líka.</p> <p>Best er að leyfa myndunum að tala fyrir sínu en við erum svo innilega stoltar af henni að það hálfa væri nóg og erum svo ánægðar að hún gaf okkur leyfi til að deila sínum árangri með okkur.</p>
125
20 kg farin og markmiðin uppfærð
<p>Þessi kona var ein af þeim fyrstu sem byrjuðu hjá okkur í  þjálfun, hún er ein af þeim sem gaf okkur trú á að það væri hægt að þjálfa án mælinga því þrátt fyrir að hafa þjálfað hana í tæp tvö ár þá höfum við aldrei hitt hana (eins og allar þær sem hafa verið í þjálfun síðastliðið ár og árangursmyndirnar eru af). En okkur líður eins og við þekkjum hana virkilega vel.</p> <p>Þessi kona er hreint út sagt mögnuð. Hún skrifaði langan markmiðalista fyrir árið 2010-11 og þeim hefur hún öllum náð og gott betur en það. Fyrir myndin er tekin um mitt sumar en seinni myndin er tekin um vorið eftir það. Á milli myndanna eru farin 20 kg og gátum við hakað við öll markmiðin hennar á markmiðalistanum hennar sem voru:</p> <ul> <li>Mig langar að verða flott í formi, fá stinnan og sterkan líkama</li> <li>Geta klætt mig upp án þess að vera alltaf í einhverju víðu</li> <li>Ég er engan veginn sátt við mig eins og ég er núna og sjálfstraustið ekki mikið</li> <li>Ég skýldi mér alltaf bak við það að ég væri nýbúin að eignast barn, en það gengur ekki lengur</li> <li>Vil geta farið í sund án þess að skammast mín fyrir holdafar mitt</li> <li>Ég vil verða öðrum góð fyrirmynd</li> <li>Sýna það að þetta sé hægt</li> <li>Mig langar að komast í 60 og eitthvað töluna á vigtinni</li> <li>Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að kílóin eru þyngri en fita og að vigtin segir ekki allt. En mér finnst gott að nota hana til viðmiðunar.</li> <li>Mig langar að lækka fituprósentuna mína</li> </ul> <p> </p> <p>Við fengum leyfi til að birta myndina með því skilyrði að við tækjum það fram að hún væri hálfnuð og við myndum gera eitthvað meira þegar hún væri komin í sitt allra besta formi.</p> <p>Þessi þriggja barna móðir af landsbyggðinni er mjög gott dæmi um sigurvegara. Þegar áfanganum er náð, hættir maður ekki heldur setur sér ný markmið. Markmið fyrir árið í ár er komið á blað og við höldum áfram að byggja upp og vinna að enn frekari mótun.</p>
125
Gífurlegur metnaður
<p>Hér erum við með árangursmynd af konu sem hefur verið hjá okkur í fimm mánuði. Hún kom til okkar með þau markmið að léttast um rúmlega 20 kg, en tók jafnframt fram að hún vildi setja stefnuna á að vera heilbrigðari en hún væri í dag og vildi tileinka sér bættan lífsstíl. <br />Það sem var svo gaman er að hún tók einnig fram að hún vissi að þetta væri ekki eitthvað sem myndi gerast á einni nóttu og vildi fyrst setja stefnuna á að setja sér smærri markmið, svokölluð skammtímamarkmið til að byrja með. Þar af leiðandi settum við henni skammtímamarkmið fyrir hverja mælingu hjá okkur sem með þriggja vikna millibili.</p> <p>Í hvert einasta skipti sem við höfum fengið mælingarnar frá henni hefur hún farið langt fram úr þeim skammtímamarkmiðum sem við höfum sett fyrir hana með miklum dugnaði og metnaði.</p> <p>Hún hefur í gegnum þetta ferli sent okkur samviskusamlega matardagbók vikulega. Vegna aðstæðna hefur hún ekki getað brennt alveg sem skyldi eftir æfingar, en hún hefur alltaf bætt það upp með göngutúrum yfir vikuna. Á þeim tíma sem að hún náði þessum árangri með okkur fór hún einnig í 2 vikna frí með fjölskyldunni erlendis og mætti enn sterkari til leiks eftir það og meira segja með bætingar á forminu.</p> <p>Á seinni myndinni hjá okkur er hún 17 kg léttari en hún var í upphafi og það gert á rúmlega fimm mánuðum sem er hreint út sagt magnað. Hún hefur brotið 80 kg múrinn og er stutt frá því að brjóta 70 kg múrinn. Það munar einungis hálfu kílói að því markmiði sé náð og hefur hún þá farið úr 90 kg yfir í 70 kg töluna. Hún er enn að og hvergi nærri hætt og verður því gaman að fá að birta framhaldsögu á þessari mynd</p> <p>Við elskum árangur sem sýnir það og sannar enn eina ferðina að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.<br />Sama hvaða aðstæðum þú ert í, ef þú vilt eitthvað nægilega mikið þá er bara að sækja hart að því. Tilfinningin sem kemur þegar árangurinn er að skila sér er ein sú besta sem hægt er að upplifa. </p> <p> </p>
125
Þú kemst langt með jákvæðu hugarfari
<p>Okkur hefur lengi langað til að birta árangursmynd af henni Siggu Betu en við höfum aldrei tímt því þar sem við vissum að hún myndi ná enn frekari árangri, enda mikill dugnaður í þessari stelpu. Við vorum því alltaf með hana á bakvið eyrað þangað til núna og við erum vissar um að hún verður mikil hvatning fyrir aðrar.</p> <p>Hún Sigga Beta byrjaði hjá okkur fyrir ellefu mánuðum og hefur verið hjá okkur síðan þá. Fyrst um sinn skilaði hún alltaf samviskusamlega inn matardagbók og í hverri mælingu náði hún alltaf skammtímamarkmiðinu sem við settum fyrir hana og oft gott betur en það.</p> <p>Þegar hún var farin að senda inn flekklausa matardagbók til okkar, ákváðum við í sameiningu að hún myndi fljúga úr því hreiðri og hafa matarplan til viðmiðunar. Þrátt fyrir það gaf hún ekkert eftir hvað árangurinn varðar, þar sem þetta var og er orðið að hennar lífsstíl. Það sem er svo magnað er að samhliða þessu er hún í mjög krefjandi námi og einnig greind með PCOS, en stúlkur/konur með þann sjúkdóm eiga erfiðara með að léttast heldur en aðrar.</p> <p>Sigga Beta hefur á seinustu tíu mánuðum lést um 25 kg og misst fjöldan allan af sentimetrum. Það sem er líka svo gaman við póstana sem við fáum frá henni er að hún er alltaf svo einstaklega jákvæð og hress, við segjum alltaf að með jákvæðu hugarfari ertu komin hálfa leið. Sem við teljum hafa átt góðan þátt í hennar árangri !</p> <p>Hún Sigga Beta var svo indæl að leyfa okkur að birta árangursskýrsluna sína, hér sést árangurinn svo sannarlega svart á hvítu !</p> <p> </p> <p> </p>
125
Hugarfarið þarf að vera á réttum stað
<p>Við erum stoltar að kynna nýjustu árangursmyndina sem vonandi verður hvatning til þess að þeir sem hófu lífsstílbreytingar í upphafi ársins, haldi þeim bætingum áfram. Enda þýðir ekkert að byrja og hætta á miðri leið.</p> <p>Þessi unga kona hefur verið í þjálfun hjá okkur seinustu tíu mánuðina. Hún hafði einu sinni hafið þjálfun hjá okkur áður, en staldraði þá stutt við vegna þess að henni fannst hún ekki vera tilbúin andlega til þess að takast á við það krefjandi verkefni að breyta sínum lífsstíl.</p> <p>Til þess að ná árangri með líkamann er mjög mikilvægt að andlega hliðin og hugarfarið sé á réttum stað,  þar sem þetta tvennt spilar sterkt saman. Í framhaldinu fylgir árangrinum svo bætt líðan og enn betra hugarfar.</p> <p>Hún mætti núna andlega sterkari til leiks, með það markmið að grennast og léttast um sirka -15 kg eftir meðgöngu. Hún hafði alltaf verið í þéttara lagi þegar hún var yngri, þannig við fórum hægt og rólega af stað til að koma allri hreyfingu í gang.</p> <p>Í dag hefur hún farið fram úr sínu langtímamarkmiði og misst í heildina 19 kg. Af mittinu hafa farið 16 cm og 24 cm yfir naflan. Árangurinn leynir sér ekki á myndunum og er hún því núna í sínu besta formi frá því hún man eftir sér og því mikill persónulegur sigur fyrir hana. Í dag er ekki einu sinni ár liðið frá því að hún hóf þjálfun og er hún langt frá því að vera hætt.<br />Við höfum fært markmiðin á önnur mið og fest niður aðrar áherslur. Hún fór úr því að lyfta þrisvar í viku og létta sig yfir í það að lyfta fimm sinnum í viku og vinna að frekari mótum.</p> <p>Þegar við settum saman myndirnar vorum við líka agndofa. Við vorum ekki einungis í skýjunum yfir árangrinum sem að að hún hefur náð á líkamanum heldur sömuleiðis áferðinni á húðinni. Hún hefur hingað til ekki farið í neina auka tíma til þess að vinna á henni, heldur samviskusamlega þurrburstað sig reglulega, borðað holl, hreyft sig og verið dugleg að drekka vatn.</p> <p><br />Það eru eflaust margar konur í svipaðri stöðu og þessi unga kona og er hún hér sem hvatning fyrir þær og má svo sannarlega vera stolt af sínu.</p>
125
Í form eftir þriðja barn og keisara
<p>Björk leitaði til okkar einungis mánuði eftir keisaraskurð. Við ráðlögðum henni að bíða með þjálfun þar til allavega eftir 2 mánuði, en hún var svo spennt að byrja að hreyfa sig og taldi sig tilbúna til þess að takast á við þetta með okkur.</p> <p>Markmiðið hennar var að styrkjast, móta líkamann með áherslu á rassinn. Hún var tilbúin að gefa sér þrjá mánuði í markmiðin sín og spurði okkur meðal annars  hvort hún væri of bjartsýn. Markmiðið var raunhæft en þó alfarið undir henni komið hver árangurinn yrði. Nú þremur mánuðum seinna hefur árangurinn ekki látið á sér standa og hún náð þeim árangri sem að hún sóttist eftir til þess að byrja með.</p> <p>Hún ætlaði sér þetta, gerði og gat. Það er ekki hægt að sjá á henni að hún hafi gengið með barn fyrir fjórum mánuðum síðan. Eftir síðustu myndatöku þá fengum við þessi ummæli send frá henni:</p> <p><br />,,Þó að ég segi sjálf frá þá finnst mér vera alveg rosalegur munur á mér og hef ég aldrei verið í jafn góðu formi. Eftir að ég byrjaði hjá ykkur þá finnst mér gaman að mæta í ræktina og mig hlakkar alveg til að mæta sem ég hef bara aldrei upplifað áður "</p>
126
Ótrúlegur árangur eftir barnsburð
<p>Hrafnhildur Ýr er tveggja barna móðir utan að landi. Hún byrjaði í þjálfun hjá okkur með þau markmið að komast í form eftir meðgöngu, þá með þriggja mánaða kríli. <br />Til að byrja með átti hún mjög erfitt með að koma sér í gang og sinnti því sem við löðgum upp með ekki sem skyldi. Um leið og við bentum henni á það, fékk hún auka kraft til þess að standa sig og skilaði því inn stöðugum árangri eftir að við tókum hana aðeins á orðið.</p> <p>Seinni myndina af henni fengum við inn hálfu ári eftir að hún hóf þjálfun hjá okkur og við erum ekkert smá ánægðar með þennan frábæra árangur. Í kjölfarið var markmiðið uppfært og stefnan sett á aðrar bætingar. </p> <p> </p> <p><span style="text-decoration: underline;">Uppfært seinna það sama ár</span></p> <p><br />Fáar árangursmyndir hafa fengið jafn mikla athygli hjá okkur og af henni Hrafnhildi, munið þið þegar við lofuðum ykkur framhaldssögu af þessum árangrinum hér að ofan?</p> <p>Það sem okkur finnst svo skemmtilegt við okkar starf er að setja ný krefjandi markmið með þeim sem eru hjá okkur í þjálfun eftir að áfanganum er náð. Hrafnhildur er mjög metnaðarfull og hefur fundið sér nýja ástríðu. Í framhaldi þess árangurs sem að hún náði með okkur fyrst var stefnan sett á að keppa í fitness.</p> <p>Besta leiðin við að ná háleitum markmiðum er að búta þau niður og ná þeim skref fyrir skref.. árangurinn lætur þá svo sannarlega ekki á sér standa</p>
126
Í frábært form eftir barnsburð
<p>Heiðrún  leitaði til okkar þar sem hún hafði nýverið eignast sitt fyrsta barn sem var orðið níu vikna þegar hún leitar til okkar. Sem er einmitt mjög fínn viðmiðunartími til þess að koma sér af stað eftir barnseign.</p> <p>Á meðgöngu er óhjákvæmilegt að þyngjast um nokkur umfram aukakíló. Það er aftur á móti mjög einstaklingsbundið hversu fljót þau eru að ganga til baka. Yfirleitt fer talsvert af þyngdinni fyrstu vikurnar en það skiptir líka gríðarlega miklu máli að temja sér hollar matarvenjur, ekki bara fyrir þig, heldur barnið líka.</p> <p>Til þess að ná fyrra formi er hreyfing æskileg og er fínt að fara aftur að hreyfa sig að ráði um það bil átta vikum eftir meðgöngu. Þá er líka mjög mikilvægt að fara hægt og rólega af stað. Tilvalið er ef að veður leyfir að nýta sér göngutúra með barnavagninn samhliða léttum styrktaræfingum og að sjálfsögðu hollu og góðu mataræði.</p> <p>Það er einmitt það sem Heiðrún gerði, en það voru enn nokkur aukakíló  eftir meðgönguna og  hennar markmið var að losna við þau ásamt því að styrkja sig og tóna. <br />Síðan að hún kom til okkar fyrir fjórum vikum hefur hún lést um heil 8 kg, enda stóð hún sig eins og hetja í mataræðinu og skilaði inn samviskusamlega matardagbók til að halda sér við efnið.<br />Okkur fannst líka mjög gaman að lesa póst sem að við fengum frá henni  í vikunni þar sem hún segir okkur frá því að henni óraði ekki fyrir að hún myndi ná svipuðu formi og hún var í áður eftir meðgönguna. En að við hefðum svo sannarlega sýnt henni og sannað að það væri hægt og gott betur en það. Hún hafði einnig orð á því hún að hafi aldrei verið í jafn góðu formi. Að lokum talaði hún um að andlega hliðin væri sömuleiðis breytt til hins betra. Þetta væri eitthvað sem að myndi nýtast henni til frambúðar, sem er einmitt okkar helsta markmið.</p>
126
Í frábært form eftir tvær erfiðar meðgöngur
<p>Sigríður Tinna var í þjálfun hjá okkur í sjö mánuði, en tók sér hvíld í tvo mánuði yfir sumartímann og mætti svo strax aftur til leiks núna um haustið. Fyrri myndirnar eru frá því þegar hún leitaði til okkar fyrst og seinni myndirnar sjö mánuðum síðan þegar hún leitar til okkar aftur. </p> <p>Okkur fannst ótrúlega gaman að sjá árangurinn hennar, sérstaklega í ljósi þess að hún er ung móðir með tvö börn. Þegar aðstæður eru slíkar er oft erfiðara að koma hollum og góðum lífsstíl í rútínu.</p> <p>Meðgöngurnar voru báðar mjög erfiðar og þurfti hún að vera rúmliggjandi í gegnum þær báðar. Það var því lítið verið að hreyfa sig seinustu árin. Samhliða því var mataræðið ekki upp á marga fiska, en við vorum mjög ánægðar að fá póst frá henni um daginn þar sem hún sagði okkur frá því að nú væri hún búin að læra fjölbreytt og gott mataræði. Einnig tók hún fram að við værum búnar að breyta hugarfarinu hjá henni algjörlega sem hefur fært henni meira sjálfstraust og hamingju í lífið.</p> <p>Hún er mætt til okkar til þess að halda ótrauð áfram.</p>
126
Gafst ekki upp og hélt áfram
<p>Linda Rún hafði þau markmið að léttast, tóna og móta eftir að hafa eignast barn.</p> <p>Það gleður okkur alltaf einstaklega mikið þegar þær sem koma til okkar taka einnig fram í markmiðum sínum að þær vilji ekki einungis uppskera árangur, heldur einnig setja stefnuna á bættan lífsstíl. Linda tók það sterklega fram við skráningu og vildi ásamt því stefna á að líða vel í eigin skinni, sem fylgir yfirleitt fast á eftir bætingum með líkamlegt form.</p> <p>Á þeim tíma sem hún byrjaði hafði hún ekki mikla reynslu af tækjasalnum, en ákvað tveimur vikum áður að byrja að taka sig á í hreyfingu og mataræði ásamt kærastanum sínum til að koma sér í gírinn. </p> <p>Til að byrja með fóru mælingarnar hægt og rólega niður sem er alltaf svekkjandi svona fyrst um sinn, en þá er spurning hvort þú nýtir þér það til þess að gera betur eða gefst upp. Við fengum póst frá Lindu eftir tvo mánuði hjá okkur í kjölfar skilum á mælingum. Þar sem svekkti hún sig á árangrinum, en við hvöttum hana áfram til þess að setja stefnuna hærra og prufa að skila inn matardagbók og fá þannig aukna hvatningu frá okkur.</p> <p>Þegar stöðnun á sér stað bjóðum við oft upp á það vegna þess að árangurinn liggur 80% í mataræðinu og yfirleitt hægt að finna eitthvað þar sem betur mætti fara. Linda tók okkur á orðinu og sendi samviskusamlega inn matardagbók, vann að bætingum og setti stefnuna hærra.</p> <p>Hér mánuði eftir að við fengum póstinn fáum við inn nýjustu myndirnar og vorum í skýjunum. Á þessum eina mánuði frá póstinum eru um 3 kg farin og 5 cm utan um mittið.<br />En frá því hún byrjaði fyrst eru í heildina farin 6 kg , 9 cm um mittið og 14.5 cm um naflan.</p> <p>Mikið vorum við glaðar að kommenta á árangurinn hennar og enn glaðari þegar við fengum leyfi frá henni til þess að deila árangrinum með ykkur hér. Hún má svo sannarlega vera stolt af sínu :)</p> <p>Hér sýnir hún einnig að það er alltaf eitthvað sem hægt er að gera betur og að mataræðið skiptir öllu máli.<br />Eftir smá fínpússun á því fór boltinn að rúlla og hér er hún í dag með hörku árangur.</p>
126
Bætt form eftir barnsburð á þremur mánuðum
<p>María leitaði til okkar með þau markmið að léttast og styrkjast. Þá hafði hún nýlega átt barn og því stefnan að nýta tímann til þess að vinna í sínum árangri í fæðingarorlofinu sínu. Þegar hún byrjaði hjá okkur var þekkingin ekki mikil og lyftingaraðstaðan þar sem hún býr með takmörkuð tæki í boði.</p> <p>Við vildum að hún færi hægt og rólega af stað eftir meðgönguna og hún mætti samhliða því í Zumba sem hún hafði gaman af.</p> <p>Það var hörku munur á fyrstu tveimur mælingum frá Maríu og hefur hún öll skiptin náð og skammtímamarkmiði sem við höfum sett fyrir hana sem er hálft kíló á viku eða að missa 1.5 kg á milli mælinga sem framkvæmdar eru á þriggja vikna fresti. Frá því fyrir tólf vikum síðan hefur hún svo gott sem misst 8 kg, 8 cm utan um mittið, 12 cm um naflan og 9 cm um mjaðmirnar. Hún á því einungis 12 kg til stefnu til þess að ná langtímamarkmiðinu sínu.</p> <p>Sem stendur er hún frá æfingum vegna meiðsla, en við hlökkum til að klára þetta alla leið með þessum dugnaðarforki og gera áframhaldandi árangurssögu með henni. Svo gaman að geta deilt svona mögnuðum árangri með öðrum til hvatningar.</p>
126
Mætti á ný og þá tilbúin að takast á við bættan lífsstíl
<p>Þegar þessi unga kona leitaði til okkar fyrst skömmu eftir meðgöngu stoppaði hún stutt og var einungis hjá okkur í tvo mánuði.</p> <p>Hún snéri svo aftur til leiks hálfu ári seinna og hefur verið hjá okkur síðan. Þegar hún leitaði aftur til okkar var hún mun tilbúnari til að takast á við þetta en áður fyrr.<br />Hún hafði það frammi fyrir sér að breyta um lífsstíl, ekki bara fyrir sig heldur litlu stelpurnar sínar líka. Stefnan var sett á að missa 10 kg á næstkomandi mánuðum og hafði hún þá skemmtilegu gulrót fyrir framan sig að vera á leið erlendis seinna á árinu með manninum sínum og því enn meiri hvatning til þess að standa sig.</p> <p>Það var alveg á hreinu að hún var komin til þess að tækla þetta með stæl, enda fóru kílóin niður á við í hverri mælingu. Hálfu ári seinna var langtímamarkmiðinu náð og 10 kílóin úr sögunni. Á þeim tíma var hugarfarið hjá henni sem og lífsstíllinn búin að breytast umtalsvert frá því fyrst og kaus hún því að halda áfram að vinna að bætingum.</p> <p>Vegna vinnu og fjölskyldu hefur hún ekki getað sinnt þjálfuninni 100%, en hún hefur það ávallt sem markmið að gera sitt besta, enda ekki hægt að gera betur en það. Nú í dag hefur hún því í heildina misst -16 kg,13 sm um mittið og 15 sm um naflan.</p> <p>Hér er hún því hvatning fyrir aðrar og kennir öðrum að gefast ekki upp.</p>
126
Líkaminn blómstrar
<p>Jákvæð uppbygging á kvenmanni er oft helmingi erfiðara ferli bæði líkamlega og andlega miðað við hvernig útlitsdýrkunin í heiminum er orðin og stöðugt verið að ýta undir grannar línur.<br />Það hafa margar byrjað hjá okkur með þær hugleiðingar að vilja bæta á sig en ekki höndlað það að sjá vigtina fara upp. Tanja hafði samband við okkur eftir að hún las árangurssöguna hennar Alexöndru og vildi fara sömu leið. <br />Við settum það sem markmið fyrir hana að bæta á sig um 2 kg á mánuði á “rétta staði” og það gladdi okkur að sjá líkamann hennar blómstra og bæta sig.</p> <p>Það verður seint hægt að neita fyrir það að fitness iðnaðurinn gangi út á útlitsdýrkun. En til þess að svara aðeins fyrir þá neikvæðu umræðu sem þetta umdeilda sport hefur á sér <span>langar okkur að birta mynd af stelpu sem var óþæginlega grönn fyrir ekki svo löngu síðan. Vissulega er mikið til í þessari umræðu sem á sér stað, en það má ekki gleyma jákvæðri umræðu líka.</span></p> <p>Sagan sem hvatti Tönju til þess að taka á sínum málum var ferlið hennar Alexöndru sem að þyngdi sig til þess að fá vöðva til þess að keppa í fitness.</p> <p>Tanja lifði á virkilega lágum hitaeiningafjölda og brennslutækjunum til að halda í þetta granna útlit. Að hafa sett stefnuna á mót breytti hugsunarhættinum hjá henni svo um munar og núna borða hún vel af næringaríkum mat til þess að byggja sig upp og til að hafa orku á æfingar.</p>
127
Úr útivist í styrktaræfingar
<p>Þessi unga kona kom til okkar í þjálfun í byrjun janúar. Hún hafði ekki mikla þekkingu á æfingum með lóðum og nýtti sér frekar hjólreiðar og göngutúra sem æfingamáta. Hún hafði lítið gefið sér tíma til að hugsa um sjálfa sig sökum vinnuálags, en setti sér það markmið fyrir að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og verða besta útgáfan af sjálfri sér.</p> <p>Hún kom til okkar með það að leiðarljósi að koma góðri rútínu á alla hreyfingu og mataræði og var viljug í að prófa lyftingar. Hún vildi bæta líkamsstöðuna sína ásamt því að móta, tóna og styrkja líkamann.<br /> Þegar markmiðið er að móta og tóna látum við viðkomandi borða vel af hollum,hreinum og næringaríkum mat samhliða krefjandi lyftingum. <br />Það sem hún gerði var að mæta samviskusamlega á þungar og krefjandi lyftingaæfingar ásamt því að auka við mataræðið. Einnig hefur hún farið tvisvar til þrisvar í viku í hnykkingar hjá Magna hjá Kírópraktorstofu Íslands en það hefur hjálpað henni mikið samhliða æfingum.</p> <p>Það getur reynt virkilega á andlegu hliðina að þyngja sig, en hún hélt áfram og lét það ekki stoppa sig. Við fengum árangursmyndirnar frá henni í dag og erum agndofa yfir mótuninni á rassinum á henni og hversu vel hún hefur mótað sig frá því fyrst.</p> <p> </p>
127
Stórglæsileg á fimmtugsaldri
<p>Hér höfum við konu á fimmtugsaldri sem að leitaði til okkar til þess að léttast og tónast. Þegar við fengum mælingar inn var ekki annað en hægt að segja að þeim markmiðum sé náð. Hún er þó engan vegin hætt og setur stefnuna á enn frekari bætingar.</p> <p> </p>
128
Gefst ekki upp
<p>Við elskum að sjá árangur og deila honum sem hvatning fyrir aðra. Þessi kona hefur nú verið hjá okkur í fjóra mánuði og var að skila til okkar nýjustu árangursmyndunum sínum.</p> <p>Þegar hún byrjaði hjá okkur hafði hún orð á því að hún ætlaði að gefa sig alla í þetta og að eitt helsta markmiðið hennar væri að gefast ekki upp á miðri leið.  Það varð til þess að með bættum lífstíl og þessari ákveðni að hún náði þessum ótrúlega árangri og er enn að.</p> <p>Alveg hreint yndislegt að sjá mótunina og við tókum sérstaklega eftir því hversu miklar bætingar eru á mittinu við samanburð myndanna hennar.</p>
128
51 árs að lyfta lóðum í fyrsta sinn
<p>Þessi duglega kona kom til okkar í þjálfun fyrir sjö mánuðum. Hún leitaði til okkar til þess að bæta sínar lífsstílsvenjur, þar sem að hún var á batavegi eftir aðgerð sem að hún fór í, en skömmu fyrir hana hafði hún greinst með blóðtappa.</p> <p>Í markmiðunum sínum tók hún einnig fram að hún vildi gefa sér góða tíma í að ná árangri og að hún hefði góða tilfinningu fyrir því sem hún væri að fara að taka sér fyrir hendur. Hún var smá kvíðin að mæta í lyftingarsalinn en tilbúin að takast á við það verkefni.</p> <p>Póstarnir sem að hún skilaði okkur inn voru einstaklega jákvæðir og vissum við að hún myndi ná góðum árangri með því hugarfari. Hún skilaði til okkur æfingadagbók í hverri viku, en með henni getur viðkomandi sett smá innskot frá sér um frammistöðu vikunnar. Í hverri æfingadagbók fengum við frá henni skilaboð um hvað henni fyndist gaman í ræktinni og hvað hún væri ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að skrá sig í þjálfun hjá okkur.</p> <p>Samhliða æfingunum vann hún svo að bættu mataræði sem getur verið áskorun með stóra fjölskyldu, jól þarna á milli með öllu tilheyrandi og meira segja frí erlendis í tvær vikur.</p> <p>Hér er hún 7 mánuðum seinna með þennan líka magnaða árangur og heldur áfram ! <br />Hún leyfði okkur að birta þessa mynd sem hvatningu fyrir aðrar konur á hennar aldri, en hún er 51 árs. Það eru ekki allar konur sem treysta sér til þess að fara einar í fyrsta skipti í tækjasalinn og byrja að æfa eftir æfingaplani.<br />Hér sýnir hún og sannar það að það er aldrei of seint að byrja að temja sér bættan lífsstíl.</p>
128
Yfir fertugt með sjáanlega kviðvöðva
<p>Þessi kona kom til okkar fyrir um þremur mánuðum með þau markmið að styrkja og móta líkamann. Hún tók einnig fram að hún væri mjög dugleg að æfa en stæði yfirleitt í stað hvað formið varðar. Hún var tilbúin að gefa sér þrjá til fjóra mánuði í sett markmið.</p> <p>Í hvert skipti sem nýjar byrja hjá okkur fylgir texti frá okkur um komandi tíma og förum við þar inn á markmiðin, æfingarnar og fleira hjá viðkomandi. Í hennar texta nefndum við einmitt að það væri að öllum líkindum mataræðið sem hún þyrfti að fínpússa, þar sem hún væri dugleg sjálf í æfingunum nú þegar. Mataræðið er yfirleitt stærsti hluti árangurs með líkamlegt form.<br /><br />Síðan að hún byrjaði hefur líkaminn hennar mótast og tónast svo um munar eins og sjá má á myndunum hér til hliðar. Okkur fannst virkilega gaman að sjá móta fyrir fallegum kviðvöðvum á nýjustu myndunum frá henni, það er aldrei oft seint að fá sjáanlega kviðvöða en hún er rétt rúmlega fertug og staðfestir það tilvitnunina um að ,,magavöðvarnir verða til í eldhúsinu´´.</p> <p>Myndirnar fengum við sendar nákvæmlega þremur mánuðum eftir að hún hóf þjálfum hjá okkur, þannig markmiðum hennar var svo sannarlega náð á þeim tíma sem hún setti fyrir.  Þess má líka til gamans geta að þrátt fyrir mikla mótun eru einungis 3 kg á milli myndanna.</p> <p>Það er svo yndislegt og gefandi að fylgjast með svona flottum bætingum og sjá þær sem eru hjá okkur ná settum markmiðum. </p>
128
Mögulega það besta sem komið hefur fyrir hana
<p>Þessi kona hóf þjálfun hjá okkur fyrir þremur mánuðum síðan. Markmiðin sem að hún hafði að leiðarljósi og hefur enn, voru að grennast, komast í kjörþyngd og léttast um rúmlega 15 kg. Það sem vakti ánægju okkar er hversu góðan tíma hún var tilbúin að gefa sér í þau markmið. Við teljum mjög mikilvægt að hafa raunhæfar væntingar og þannig sömuleiðis gefa sér góðan tíma í að tileinka sér þetta sem lífsstíl.</p> <p>Hér er hún rúmlega þremur mánuðum eftir að hún leitaði til okkar 9 kg léttari og hefur misst fjöldan allan af sentimetrum. Sem dæmi þá hafa 13 cm farið af mittinu en heilir 20 cm af ummálinu um naflan. Virkilega vel gert, enda hefur hún sýnt árangur í hvert einasta skipti sem hún sendir inn mælingar.</p> <p>Við fengum leyfi frá henni fyrir því að birta myndirnar sem hvatningu fyrir aðrar og tók hún jafnframt fram að fyrsta myndatakan hafi verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gert um ævina, en þetta væri núna mögulega það besta sem komið hefur fyrir hana. Það er ekki annað hægt en að brosa þegar maður fær svona fallegar athugasemdir á það sem að við gerum</p>
128
Í enn betra form
<p>Þessi kona leitaði til okkar fyrir sjö mánuðum eftir að dóttir hennar og vinkona höfðu verið hjá okkur.<br /><br />Hún var í mjög góðu formi fyrir en hennar markmið voru að komast markvisst í enn þá betra form og að tileinka sér betri lífsstíl. Þegar markmiðin eru slík erum við ekki beint með áherslu á að grennast eða léttast, heldur fyrst og fremst að tóna og móta líkamann en þá spilar mataræðið stærsta hlutann. Það var viss áskorun fyrir hana, þar sem hún vinnur í kringum kræsingar alla daga en hún hefur staðist þær með prýði.</p> <p>Þyngdin er búin að fara hægt og rólega niður ásamt öllum ummálsmælingum, en frá því fyrir sjö mánuðum síðan hafa farið af henni 5 kg. Eins og við nefndum fyrir ofan þá var hún í mjög góðu formi fyrir og eru það því myndirnar sem segja mest til um allan árangur, en ekki kílóafjölinn. Við vorum því virkilega ánægðar að fá inn seinustu myndir hjá henni, þar sem hún hefur algjörlega náð þeim markmiðum sem hún setti sér. Það besta er að hún getur viðhaldið forminu með því holla og góða mataræði sem hún hefur lært í samvinnu við æfingar</p> <p>Til gamans má geta, af því við fáum oft pósta frá konum sem eru farnar að nálgast fimmtudagsaldurinn og halda að öll vön sé úti. En hún er hér til að sýna okkur og sanna að það er ekki raunin, þessi kona verður 57 ára á árinu. Aldurinn er ekki hindrun :)</p> <p>Svo gaman að geta sýnt svona árangur og breytingar með myndum og hvetja aðra áfram</p>
128
Tók U-beygju í viðhorfi gagnvart lóðaæfingum
<p>Þegar Auður leitaði til okkar fyrir átta mánuðum síðan hafði hún enga reynslu af tækjasalnum og lyftingum, en stundaði einstaka sinnum útihlaup. Hún mætti til okkar með það markmið að grenna sig og létta ásamt því að temja sér bættan lífsstíl. Auði þekkjum við betur en flestar sem eru hjá okkur þar sem hún er gift Reyni, tvíburabróðir Magga (manninum hennar Katrínar)</p> <p>Það var mikið hlegið af því þegar hún ákvað að stíga fæti inn í líkamsrækt eftir að hafa svoleiðis fussað og sveijað yfir því hversu mikilvæg ræktin væri Magga og Reyni. Í dag er sagan önnur þar sem hún gefur bræðrunum núna ekkert eftir hvað hörkuna varðar og því tekið stóra U-beygju í viðhorfi sínu gagnvart bræðrunum og líkamsrækt fyri höfuð.</p> <p>Við létum hana byrja á tvískiptu plani hjá okkur, en hún vann sig fljótt upp og stundar hún nú lyftingar fjórum sinnum í viku í bland við brennslu eða hlaup. Samviskusamlega hefur hún skilað matardagbók til okkar vikulega og algjörlega tamið sér þann lífsstíl sem við leggjum línurnar fyrir.</p> <p>Það sem okkur finnst svo magnað er hversu mikil breyting er á einni manneskju, þá ekki bara formið, heldur hvernig hún ber sig. Eins og sjá má á myndunum sem hún leyfði okkur að deila með ykkur hér sem hvatningu fyrir aðra. Fyrri myndin er tekin fyrir um ári síðan en seinni núna um síðustu helgi.</p> <p>Frá því hún leitaði til okkar hefur  hún samtals misst 13 kg, 21 cm utan af mittinu og 20 cm yfir naflan.</p> <p>Fór úr því að vera yfirþyngd yfir í það að vera stórglæsileg og heilbrigð.<br />Eins og hún nefndi þegar hún leyfði okkur birtingu á myndunum, er það ekki einungis árangurinn sem hún er búin að uppskera með okkur. Dýrmætast finnst henni bætt andleg líðan og hún tók einnig fram að hún hafi lært að elska sjálfa sig á nýjan hátt, sem er stærsti sigurinn fyrir okkur á bakvið skjáinn.</p> <p> </p>
128
Raunhæf markmið
<p>Við fengum að birta árangursmyndina af þessari konu undir nafnleynd, þar sem að markmiðið er einungis hálfnað. Okkur finnst svo ótrúlega gaman að færa inn tölurnar og myndirnar og sjá svona flottan árangur.<br />Hún fór mjög hægt af stað og setti sér því það markmið að missa 100 gr á dag fram að jólum, sem okkur fannst einstaklega skemmtileg og raunhæf nálgun fyrir árangurinn framundan. Hér er hún búin að standa sig eins og hetja og erum við því spenntar að fá að birta áframhaldandi árangurssögu í náinni framtíð.</p> <p><br /><br /></p>
124
Dæturnar hvatning til þess að byrja í þjálfun
<p>Brynja Jóna skráði sig hjá okkur eftir að dætur hennar höfðu bent henni á þjálfunina. Ein þeirra er einmitt í árangursmyndaalbúminu okkar og nú er Brynja Jóna komin í albúmið okkar líka :)</p> <p>Þegar hún byrjaði var hún algjör byrjandi í ræktinni og hafði hún enga reynslu í tækjasalnum. Okkur finnst magnað af henni að hafa kjark í það að taka sín fyrstu skref við að munda lóðin og vera í fjarþjálfun komin á fimmtugsaldurinn,  en margir líta á aldurinn sem töluverða hindrun. Markmiðin hennar voru fyrst og fremst að léttast um 20 kg. Það sem okkur fannst svo ánægjulegt að sjá í umsókninni hennar er að hún tók það sérstaklega fram að hún gerði sér grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt og að hún væri tilbúin að gefa sér ár í þetta spennandi og krefjandi verkefni.</p> <p>Við settum hana beint í djúpu laugina með góðum leiðbeiningum að tvískiptu plani. Stærsta skrefið er alltaf að byrja, hvað þá þegar reynslan er ekki mikil fyrir, þannig við vildum einungis fara hægt og rólega af stað. En hún var fljót að vinna sig upp úr því eftir því sem reynslan varð meiri í tækjasalnum.<br />Í hvert einasta skipti sem að hún hefur skilað til okkar mælingum hefur hún náð því skammtímamarkmiði sem við höfum sett fyrir hana og oft rúmlega það. Hún hefur frá því fyrst misst 10 kg og því hálfnuð með markmiðið sitt á einungis 4 mánuðum.</p> <p>Ásamt því hafa allar ummálsmælingar verið á góðri niðurleið og því um 20 cm farnir af mittinu og 22 cm farnir utan um naflan. Við vitum alltaf hvort að viðkomandi sé að standa sig til að byrja með því þessi svæði eru yfirleitt fyrst til að færast niður á við í ummáli sé slíkt gert. </p> <p>Talandi um að fá fjölskyldumeðlimi til liðs við sig og temja sér bættan lífsstíl. Bergrún 26 ára dóttir Brynju byrjaði hjá okkur í þjálfun, mánuði seinna byrjaði svo systir hennar  Ingunn Birna (32 ára)  hjá okkur en þær smituðu mömmu sína (Brynju Jónu) af ræktarbakteríunni. Þær eru greinilega duglegar að hvetja hvor aðra áfram því nú eru þær sem stendur allar í þjálfun hjá okkur og standa sig virkilega vel.</p> <p>Erum spenntar að fylgja Brynju Jónu alla leið !</p>
128
Mikill munur á ummálinu eftir barnsburð
<p>Þessi unga kona byrjaði í þjálfun hjá okkur fyrir fimm mánuðum. Hún leitaði til okkar eftir meðgöngu með þau markmið að vera heilbrigð og tóna líkamann. Hennar helsta gulrót var að léttast um 10 kg og temja sér bættar venjur í mataræðinu. Hún hafði reynt að koma sér af stað eftir meðgönguna en átti erfitt fyrir útaf grindinni.</p> <p>Hún fór þar af leiðandi hægt og rólega af stað og við byrjuðum á nokkuð krefjandi tvískiptu plani, þar sem að hún bjó að góðri reynslu í tækjasalnum. <br />Samhliða því var hún einstaklega metnaðarfull í mataræðinu og lagði sig mikið fram við bætingar á því sviði. Enda varð árangurinn fljótur að skila þegar hún byrjaði og einmitt mataræðið sem að átti svo stóran þátt í því.</p> <p>Á fimm mánuðina hafði hún misst 8,2 kg og var því einungis tveimur kílóum frá langtímamarkmiðinu sínu. Samhliða því voru ótrúlega jákvæðar bætingar á mataræðinu sem og hugarfarinu hennar. Það má með sanni segja að hún hafi tamið sér bættan lífsstíl, sem er fyrst og fremst markmiðið með okkar þjálfun.</p> <p>Utan um mittið höfðu 7 cm fokið og 14 cm utan af naflanum, enda fer ekki á milli mála að það sé árangur þar eins og myndirnar sýna.</p> <p>Svo mikilvægt að halda áfram og gefast ekki upp þó að það séu hindranir, eins og voru hjá henni í upphafi</p>
126
Langtímamarkmiði náð fyrir settan tíma
<p>Anna María hóf þjálfun hjá okkur fyrir hálfu ári síðan. Þá hafði hún einungis kynnt sér tækjasalinn og farið örlítið af stað sjálf í þeim efnum. Hún leitaði svo til okkar til þess að ná enn frekari árangri.</p> <p>Hún hafði þau markmið að missa í kringum -10 kg næstu sex til átta mánuðina ásamt því að móta og styrkja líkamann. <br />Markmiðinu náði hún í vel á undan áætlun og gott betur en það. Þrátt fyrir að markmiðinu sé náð er hún engan vegin hætt og hefur stefnan verið að ná að brjóta ákveðin þyngdarmúr í áframhaldinu. Eins og staðan er í dag mun hún ná því markmiði mögulega vera náð fyrr og því spennandi að sjá hvert stefnan verður sett eftir að því hefur verið náð.</p> <p>Anna María byrjaði samviskusamlega að lyfta þrisvar sinnum í viku og skilaði inn matardagbók fyrsta mánuðinn. Eftir það hefur hún valið matarplan og færði hún sig fljótt á fjórskipt lyftingarplan. <br />Hún lyftir því núna fjórum sinnum í viku og mætir tvisvar sinnum á brennsluæfingar. Þannig tvinnum við lyftingar og brennslu saman á mjög raunhæfan og geranlegan máta og höldum mataræðinu góðu, þar sem hún á barn og er í fullri vinnu.<br />Á þessum tíma sem hún hefur verið hjá okkur fór hún meðal annars í frí erlendis þar sem hún var dugleg að hreyfa sig með hollt og flott mataræði bakvið eyrað.</p> <p>Ótrúlega gaman að fylgjast með henni og gaman að sjá svona dugnaðarforka tækla markmiðin sín með stæl. Svo sannarlega hvatning fyrir okkur hin</p>
124
8 kg farin á 6 vikum
<p>Það er einstaklega góð uppskeran í árangursmyndum í höfðustöðvum FitSuccess þessa dagana og erum við spenntar að deila með ykkur árangursmyndum á komandi vikum.</p> <p>Árangursmynd vikunnar spannar árangur á einungis sex vikum. Við vorum alveg í skýjunum með árangurinn hjá þessari ungu konu sem gaf okkur leyfi fyrir birtingu á henni með það markmið að hvetja aðra áfram.</p> <p>Hún byrjaði hjá okkur með þau markmið að vera sátt í eigin líkama og léttast um 30 kg á næstu tveimur árum, sem við teljum mjög raunhæft og geranlegt markmið. Okkur finnst svo ótrúlega gott þegar viðkomandi er tilbúin að gefa sér góðan tíma í árangur.</p> <p>Hún var algjör byrjandi í tækjasalnum og því ákveðið að fara hægt og rólega af stað. Eftir fyrsta tímabilið varð hún svo ánægð með það að vera byrjuð og vildi ólm fara yfir á meira krefjandi plan. Hún fékk því þrískipt æfingaplan í hendurnar og sinnti samviskusamlega matarplani sem hún fékk samhliða því.</p> <p>Fyrstu mælingarnar sem við fengum inn þremur vikum eftir að hún byrjaði hjá okkur komu okkur virkilega á óvart og gerði okkur ansi spenntar fyrir framhaldinu. Önnur mæling hennar ásamt myndum lét okur missa kjálkann nánast niður í gólfið.</p> <p><br />Á sex vikum hafði hún misst 14 cm um mittið, 13,5 cm um nafla og lést um 8 kg.</p> <p>Erum gífurlega stoltar af henni og vonum að hún hvetji aðra til þess að taka sín fyrstu skref í ræktinni. </p>
123
Nýjasta ástríða hennar eru lyftingar og heilbrigt líferni
<p>Elín Dögg leitaði til okkar í byrjun ársins með þau markmið að styrkjast, tónast og öðlast heilbrigðari líkama. Fjórum árum áður hafði hún lent í árekstri og verið mjög slæm vegna þessa og verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara samhliða æfingunum frá okkur.</p> <p>Frá því um miðjan janúar hefur hún náð að styrkja líkaman sinn svo um munar og hefur misst um sex kíló. Okkur fannst svo ótrúlega gaman að sjá nýjustu myndirnar hennar í dag, þar sem að það er farið að mynda fyrir virkiklega fallegu mitti og líkaminn búinn að mótast mikið.</p> <p>Það sem að okkur finnst sérstaklega skemmtilegt að heyra, er að hún hefur nú eignast nýja ástríðu og veit fátt skemmtilegra en að mæta á lyftingaræfingar. Að sama sinni hefur hún lagt línurnar að hollum og góðum lífsstíl sem að mun nýtast henni til frambúðar.</p> <p>Hún gaf okkur góðfúslegt leyfi til þess að birta þessa árangursmynd öðrum til hvatningar. En við erum spenntar að fá að birta enn fleiri árangursmyndir á næstunni eins og við höfum gert síðustu árin á nýju vefsíðunni okkar fitsuccess.is</p>
123
Kom aftur tvíelfld
<p>Við vorum heldur betur agndofa þegar við fengum nýjustu árangursmyndirnar hennar Ingu Bjargar, eftir einungis sex vikur í þjálfun.</p> <p>Inga Björg var í þjálfun hjá okkur fyrir rúmlega ári síðan og stundaði þá lyftingar þrisvar sinnum í viku með plani frá okkur samhliða Boot Camp æfingum. Hún hafði mikla reynslu af hreyfingu seinustu árin og hafði meðal annars æft sund í gegnum tíðina. Það kom því ekki annað til mála en að fá vel krefjandi þrískipt plan frá okkur strax. Hún var hjá okkur í um þrjá mánuði, en náði ekki almennilegum tökum á mataræðinu og uppskar því ekki þann árangur sem skyldi.</p> <p>Hún leitaði hún til okkar á ný með þau markmið að tækla mataræðið almennilega, líða betur í eigin skinni og tóna líkamann sinn enn frekar. Við vorum spenntar fyrir því að tækla þetta verkefni með henni og lögðum áherslu á krefjandi æfingar ásamt bætingum í mataræðinu.<br />Í þetta skipti sendi Inga Björg okkur matardagbók á viku fresti til þess að fá aukið aðhald og ábendingar frá okkur. Bætingarnar létu ekki á sér standa og þegar rann á sjöttu viku voru varla ábendingar frá okkur á mataræðið lengur.</p> <p>Það skilaði sér svo sannarlega í formi árangurs. Frá fyrstu myndunum hennar hafa um 5 cm fokið af mittinu hennar, 7 cm af naflanum og 3 kíló farið af henni í heildina.</p> <p>Inga Björg er þó alls ekki hætt og setur stefnuna nú á enn frekari bætingar. Hún er nýlega flutt til Danmerkur þar sem hún ætlar að halda áfram að vinna í hollum og góðum lífsstíl. Erum spenntar fyrir komandi tímum með henni</p>
123
Markmiðið mitt er að verða heilbrigð.
<p>Barbara kom í þjálfun til okkar um miðjan janúar á þessu ári til þess að koma sér í form eftir barnsburð. Hún hafði þá verið hjá okkur einu sinni áður og náð mjög góðum árangri.</p> <p>Okkur fannst svo magnað að lesa markmiðin hennar þar sem að textinn frá henni byrjaði á því að hún tók fram að hún vildi verða heilbrigð og punktur eftir því. Í framhaldinu tók hún þó einnig fram að hún vildi ná sínum markmiðum, sem voru að léttast um fimmtán kíló, á hálfu ári með þá gulrót fyrir framan sig að vera á leiðinni í sólarferð í ágúst.</p> <p>Við höfum frá því við fengum fyrst árangursmyndir frá henni langað til þess að deila árangrinum hennar með ykkur þar sem að við vissum að hún myndi ná langt enda virkilega metnaðarfull.  Þegar hún skilaði inn mælingum seinast í maí höfðum við orð á því, en hún var ekki tilbúin til þess. Við fengum hinsvegar grænt ljós frá henni í dag þegar hún skilaði inn mælingum fyrir júní og fáum því að deila með ykkur þessum magnaða árangri.</p> <p>Fyrsta myndin er frá því um miðjan janúar og nýjasta myndin núna. Á milli mynda hafa farið 12 kg, 20 cm farið utan um mittið og 27 cm er farnir yfir naflan.</p> <p>Hún hafði einmitt orð á því þegar við fengum leyfi frá henni að birta árangurinn hennar að hún væri að fara langt fram úr sínum væntingum. Hún setur stefnuna á að halda ótrauð áfram fyrir sólarlandaferðina sína í ágúst þar sem að hún ætlar að njóta sín með fjölskyldunni.</p> <p> </p>
126
Bætingarlestin er farin á fullt !
<p>Við fengum leyfi til að birta árangurinn hennar Rakel Hlyns, en hún átti barn í lok nóvember á síðasta ári. Það eru ca. 7 mánuðir á milli þessa mynda. Við þekkjum vel til hennar en hún var í þjálfun lengi hjá okkur hér áður. Í dag æfir hún CrossFit af kappi í vestmannaeyjum ásamt því að kenna spinning og er mjög virk á samfélagsmiðlunum í að peppa aðrar stelpur áfram. </p> <p>Okkur þótti gaman að fá hana aftur í þjálfun í byrjun sumars. Hún valdi <a href="/skraning/" title="Skráning">pakka 2</a> hjá okkur sem er mataræði og aðhald. Hún stýrir því sínum æfingum sjálf og hefur okkur innan handar í leiðbeiningum á mataræði ásamt því að senda inn mælingar og myndir af sér reglulega. Það er virkilega gaman að fá að fylgja henni í gegnum þetta ferli, því hún tekur öllum leiðbeiningum svo vel. Aðstæður geta oft verið krefjandi með lítið barn, en hún hefur vanið sig á að grípa í hollasta kostinn hverju sinni og reynir bara að sofa þegar Emilía litla sefur, en núna er Emilía að taka tennur og því lítið um svefn á nóttunni. </p> <p>Rakel hefur mikinn vöðvamassa og er komin í virkilega gott form, þess vegna ráðleggjum við henni að pæla ekki mikið í þyngdinni og fylgjumst heldur með muninum á myndunum sem hún sendir okkur. Við sjáum virkilegan mun á mótuninni í hvert skipti sem við fáum myndir frá henni. Markmið fyrir næstu mælingu hjá henni er að halda þessu striki og líða vel :)</p> <p>Bætingarlestin er farin á fullt !</p> <p>Fylgist endilega með henni og fáið fullt af skemmtilegu peppi beint í æð</p> <ul> <li>Snapchat: rallatips</li> <li>Instagram: <a href="https://www.instagram.com/rakelhlyns/">instagram.com/rakelhlyns</a></li> <li>Svo skrifar hún greinar á <a href="https://oskubuska.is">https://oskubuska.is </a>þar sem hún talar um móðurhlutverkið ofl.</li> </ul>
126
Slær ekki slöku við eftir að hafa náð sínum markmiðum
<p>Súsanna kom til okkar í þjálfun um miðjan júlí í fyrra. Hennar markmið voru að losna við síðustu 10 kílóin eftir meðgöngur og samhliða því minnka magaummálið. Hún setti sér þá gulrót að ná sínum markmiðum fyrir áramótin 2015-2016. Árangurinn var fljótur að skila sér og náði hún að missa 10 kílóin í janúar 2016.</p> <p>Súsanna lét það að ná sínum markmiðum ekki stoppa sig, enda ótrúlega ánægð með þær bætingar sem hún náði á þeim tíma og að hafa tamið sér betri lífsstíl. Í framhaldinu var markmiðinu breytt yfir í það að halda áfram að tónast og styrkjast. Hún hafði einmitt orð á því að hún hafi sjaldan verið í jafn góðu formi. </p> <p>Hún ákvað að taka sér pásu yfir sumartímann en er spennt að mæta aftur sterk til leiks með haustinu, þá í enn betra formi en við heyrðum í henni fyrir myndbirtinguna og hún hefur ekki slegið slöku við. </p> <p>Okkur þótti ótrúlega vænt um að fá að deila árangursmyndinni hennar með ykkur. Sérstaklega þar sem að Súsanna vinnur sem ljósmóðir og var einmitt ljósmóðirin sem heim til okkar Magga í vitjun eftir að ég (Katrín Eva) átti mitt þriðja barn, Það var því skemmtileg tilviljun að fá umsókn frá henni í þjálfun til okkar hálfu ári seinna.</p>
124
Magnaður árangur eftir barnsburð
<p>Katrín hafði verið í þjálfun hjá okkur í sex mánuði þegar hún birti þennan status á sínu persónulega Facebook og gaf okkur svo leyfi til þess að deila áfram öðrum til hvatningar. Alveg hreint magnaður árangur eftir barnsburð.</p> <p>,,Þegar ég gekk með strákinn minn missti ég tökin og þyngdist um rúmlega 20 kg. Ég setti augljóslega heilsuna í síðasta sæti. Daginn sem ég átti hann var ég 94 kg. Ég ákvað um sumarið að eitthvað skyldi ég gera til að breyta þessu því mér leið ekki vel í eigin skinni. Ég var mjög dugleg að ganga með vagninn en matarræðið var kannski ekki nógu gott. <br />Í október 2014 skráði ég mig í fjarþjálfun hjá Betri Árangur. Ég man vel eftir því að ég borðaði heilan poka af Nóa kroppi sama dag. Þá fékk ég gjörsamlega nóg. Síðan þá hef ég misst 10.6 kg og 62 cm. Ég lærði að æfa rétt og lyfti ég lóðum 5 daga vikunnar. Ég var líka í þrek tímum hjá Kristínu Gests sem á líka helling þátt í árangri mínum.</p> <p>Í dag er ég 67.6 kg og virkilega sátt með sjálfa mig og er þvílíkt þakklát fyrir stelpurnar í Betri Árangur sem hjálpuðu mér af stað aftur í ræktinni. Hvöttu mig áfram og studdu við bakið á mér. Svo má ekki gleyma elskulega unnusta mínum Aðalsteinn Ólafsson sem hefur tekið þátt í öllu saman og verið eins og klettur við bakið á mér"</p> <p><a href="http://frettanetid.is/i-heildina-hef-eg-lest-um-27-kg-myndir/" target="_blank">HÉR</a> getur þú lesið viðtal við hana á Fréttanetinu</p> <p> </p> <p> </p>
126
Í form fyrir útskrift
<p>Soffía Arna byrjaði í þjálfun hjá okkur fyrir um ári síðan. Þegar hún byrjaði hjá okkur voru sjö mánuðir síðan hún átti sitt fyrsta barn og var hún tilbúin að taka lífsstílinn rækilega í gegn.</p> <p>Á meðgöngunni bætti hún á sig 20 kg og var markmiðið því að léttast um þau ásamt því að temja sér betri lífsstíl og heilbrigði. Markmiðinu ætlaði hún að ná á rúmlega ári og hafði þá skemmtilegu gulrót fyrir framan sig að vera komin í gott form fyrir útskrift sína sem hjúkrunarfræðingur.<br />Við töldum þau markmið mjög raunhæf þar sem það er talað um að fínt viðmið sé að missa í kringum -2 kg á mánuði. Þannig eru meiri líkur á að árangurinn verði varanlegur.<br /><br />Árangurinn var fljótur að skila sér inn til að byrja með, en eftir það átti hún tímabil þar sem árangurinn stóð talsvert í stað. Það var svo ekki fyrr en um hálfu ári seinna sem árangurinn jókst á ný og eftir það var ekki aftur snúið. <br /><br />Það skemmtilega er að ellefu mánuðum seinna upp á dag skilaði hún inn mælingum þar sem hún var búin að ná langtímamarkmiðinu sínu sínu og það fyrir útskriftina sína eins og hún lagði upp með, þvílíkur sigur.</p>
125
Fann jafnvægið með jákvæðu hugarfari
<p>Anna Sigrún byrjaði í þjálfun hjá okkur í byrjun júlí í fyrra og hefur verið í þjálfun í rúmt ár með smá pásu. Þegar hún byrjaði hjá okkur hafði hún verið í mikilli lægð, bæði í hreyfingu og mataræði og vantaði hvatningu til þess að koma sér aftur á beinu brautina. <br /><br />Anna Sigrún hefur staðið sig ótrúlega vel og er svo sannarlega komin úr lægðinni. Í dag er hún 11 kg léttari og tekst á við þennan nýja lífstíl með jákvæðu hugarfari og miklu æðruleysi. Það er virkilega gaman að fá að fylgja henni í gegnum þetta ferli því okkur finnst hún hafa náð svo góðu jafnvægi.<br /><br />Við erum því mjög spenntar fyrir morgundeginum, en Anna Sigrún ætlar að vera fyrsti gestasnapparinn á Snapchatinu okkar; <a style="color: #ff5623;" href="https://www.snapchat.com/add/myfitsuccess">myfitsuccess</a> og sýnir þar dag úr sínu lífi. Fylgist endilega með snappinu en hún hefur þá skemmtilegu gulrót að vera á leið til Thailands í nóvember og er alltaf að setja sér skemmtilegar áskoranir.</p>
124
Með markmið að verða besta útgáfan af sjálfri sér
<p><span>Þessi unga kona hefur verið hjá okkur í góðan tíma, en leitaði til okkar með þau markmið að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Hún þráði ekkert heitar en fallegar og kvenlegar línur, en með það að leiðarljósi að temja sér betri venjur og sömuleiðis verða ánægðari í eigin skinni<br /><span>Það sem okkur finnst svo magnað við þessa mynd er að það er ekki ýkja mikill munur á þyngdinni á henni, en mótunin á líkamanum er gífurleg og ótrúlega gaman að sjá móta fyrir þeim fallegu og kvenlegu línum sem hún sækjist eftir. Mittisummálið og annað er á góðri niðurleið og tölum ekki um að hún er nú mikið sáttari í sálinni.</span><br /><br /><span>Hér er hún einungis hálfnuð með langtímamarkmiðið sitt, þannig við erum spenntar fyrir því sem að koma skal.</span></span></p>
124
Ekki lengur B-manneskja
<p>Hekla hóf þjálfun hjá okkur í ágúst á seinasta ári. Það sem hvatti hana til að skrá sig í þjálfun hjá okkur voru árangursmyndirnar okkar. Það er því ótrúlega gaman að fá að birta mynd af henni í árangursmyndasafninu okkar. Hún setti sér góð markmið í upphafi þjálfunar sem voru hennar gulrót til þess að ná þeim árangri sem að hún hefur náð.</p> <p>Hún ætlaði sér ekki einungis að ná árangri með líkamlegt form og að léttast, heldur vildi hún fyrst og fremst temja sér bættan lífsstíl og stefna að almennu hreysti. ,, Ég vil vera í góðu formi, hafa orku sem endist allan daginn, vakna snemma og fara að sofa snemma (beisiklí verða A-manneskja). Vera skipulögð og lifa hilbrigðum lífsstíl.</p> <p>Þessum markmiðum stefndi hún að ná í vor þegar hún myndi útskrifast Í BA náminu sínu. Hún er því langt á undan sinni áætlun, enda búin að léttast um 16 kg ásamt því að styrkjast heilmikið.</p> <p>Hekla gefur að sjálfsögðu ekkert eftir og er spennt að halda áfram á sömu braut með ný markmið að leiðarljósi. Hún sýnir það og sannar að það er hægt að að fara úr B-manneskju yfir í A-manneskju og sömuleiðis að ná þeim árangri sem hún ætlar sér.</p>
124
Hún tók skýrt fram að þetta væri ekki kapphlaup
<p>Okkur fannst ótrúlega gaman að bera saman árangursmyndirnar frá þessari ungu konu í liðinni viku. Hún hóf þjálfun hjá okkur í lok júní á seinasta ári og var þá nýlega búin að eignast sitt annað barn. Hún tók skýrt fram að þetta væri ekki kapphlaup, hún vildi ná árangri á skynsaman hátt og gefa sér góðan tíma í að ná árangri. Okkur finnst alltaf gaman þegar viðkomandi er meðvitaður um að góðir hlutir gerast hægt, því þannig verður árangurinn líka varanlegri.</p> <p>Þegar við bárum saman árangurinn hennar þá er hún búin að ná af sér 8 kg og hafði hún orð á því að hún væri svo ánægð að sjá þessar bætingar og það besta við árangurinn væri að hún er búin að gera þetta hægt en örugglega.</p> <p>Þar sem að hún er með ungabarn hefur hún ekki alltaf getað sinnt æfingunum sem að skyldi en þá hefur hún gripið í heimaplan sem að hún hefur til hliðar og einnig nýtt sér himnastigann í Kópavogi í útihreyfingu.</p> <p>Næstu markmið hjá henni eru núna að halda áfram að styrkja líkamann enda komin á það góðan stað að núna verður markmiðið ekki fyrst og fremst að grennast.</p>
126
Breytt markmið, úr því að létta sig upp á svið
<p>Þegar Alexandra byrjaði í þjálfun hjá okkur, hafði hún þau markmið að tónast og léttast um sirka 5-10 kg og móta líkamann frekar.</p> <p>Við tókum strax eftir því að hún væri með virkilega fallega byggingu og kvenlegan vöxt sem gaman væri að móta enn frekar. Það hefur verið virkilega gaman að hafa hana í þjálfun, því í hverri mælingu frá upphafi hefur hún skilað inn virkilega flottum bætingum. Það svoleiðis flugu af henni cm og hafði hún náð langtímamarkmiðinu sínu (10 kg) á einungis 4 mánuðum.<br /><br />Það sýndi okkur að hún væri mjög metnaðarfull og samviskusöm í því sem hún tekur sér fyrir hendur. En eins og alltaf þá leggjum við línurnar, erfiðið er alltaf í þínum höndum.</p> <p>Okkur finnst alltaf jafn gaman að benda stelpum sem hafa góðan grunn og fallegar línur að taka formið skrefinu lengra og benda þeim á sviðið (þegar keppnisþjálfun var í boði). Við nefndum það við Alexöndru og var stefnan því sett á sviðið.<br /><br /><span>Tíminn á milli myndanna hennar er einungis sex mánuðir, en það sem okkur finnst svo jákvætt er að Alexandra var búin að leggja grunninn að hollum og góðum lífsstíl en þar liggur mesti árangurinn.</span></p> <p>Myndin af henni í keppnisklæðunum er tekin einnri og hálfu viku fyrir hennar fyrsta mót. Hún leyfði okkur að birta myndirnar hér til að hvetja aðrar stelpur áfram, en sömuleiðis sjálfa sig til að fara aldrei aftur í sama farið og á fyrstu myndunum.</p>
124
Æfir heima og sýnir magnaðan árangur
<p>Það hefur færst mjög í aukana að sótt er í þjálfun hjá okkur með ósk um að æfa heima fyrir. Guðrún Auðuns er einmitt ein af þeim, en hún valdi að æfa heima til þess að koma sér af stað eftir að hafa fætt sitt annað barn á einungis tveimur árum. Með tvo lítil kríli gefst ekki oft mikill tími til þess að komast í líkamsræktarstöð og því frábært að koma hreyfingunni að á þennan hátt.</p> <p>Guðrún hefur einungis verið í þjálfun hjá okkur síðan 10.janúar á þessu ári og náð þessum magnaða árangri með því að stunda styrktaræfingar tvisvar í viku, farið í reglulega í göngutúra með vagninn og síðast en ekki síðst með því að bæta matarræðið. Á þessum átta vikum hefur Guðrún misst 5 kg og náð töluvert af ummálinu eins og myndirnar sína.</p> <p>Við erum spenntar að halda áfram með henni en hún var nú að taka stór skref og fá töluvert meira krefjandi plan en áður þar sem að reynslan er orðin meiri.</p> <p>Það er mikil ánægja fyrir okkur að fá að deila árangrinum hennar með ykkur þar sem að það eru margar konur í svipuðum aðstæðum en hún leyfði okkur að birta árangursmyndina sína öðrum til hvatningar :)</p>
126
Alltaf gefist upp eftir tvær vikur, ekki lengur :)
<p>Margrét hóf þjálfun hjá okkur í byrjun júlí 2016 með þau markmið að vilja læra hollan og góðan lífsstíl. Hún vildi verða hraust, orkumeiri og hafa gaman af því að mæta í ræktina. Hún hafði áður reynt að koma sér í stað en yfirleitt gefist upp nokkrum vikum seinna þannig að þetta var viss áskorun fyrir hana.</p> <p>Okkur finnst því ótrúlega gaman að hún sé enn að, átta mánuðum seinna og við fáum reglulega pósta frá henni um hvað það sé gaman á æfingum. Það má því segja að markmiðin sem hún lagði af stað með hefur verið náð og gott betur en það, en Margrét heldur áfram að stunda heilbrigðan og skemmtilegan lífsstíl með okkur.</p> <p>Frá því að hún kom til okkar fyrir átta mánuðum hefur hún misst 6 kg og komin í góða þyngd miðað við hæð sína. Mesti árangurinn sést svo á myndunum þar sem að hún hefur náð þvílíkum bætingum á forminu sínu og meðal annars bætt líkamsstöðuna sína.</p> <p>Aðalsigurinn er svo ekki einungis bætt líkamlegt form, heldur að Margrét er svo sannarlega búin að sigra sjálfa sig. Hún hefur náð þessum árangri jafnt og þétt og lagt grunn að bættum lífsstíl í leiðinni.</p>
123
Í skýjunum yfir árangrinum
<p>Birta Hörn hóf þjálfun hjá okkur um miðjan janúar á þessu ári og hefur náð ótrúlega flottum árangri með okkur. Ekki einungis líkamlega heldur hefur hún sömuleiðis lagt grunn að bættum lífsstíl til frambúðar.</p> <p>Birta tók það einmitt fram að hún vildi fyrst og fremst gera þetta að lífsstíl og var tilbúin að gefa sér góðan tíma í allan árangur. Hún vildi ekki setja sér of háar kröfur til þess að guggna svo á miðri leið. Góðir hlutir gerast hægt og það tekur tíma að breyta eitthverju sem að maður er vanur.<br />Hún vildi einnig tóna líkamann niður með áherslu á mitti og læri.</p> <p>Hún var mjög vön tækjasalnum þannig við smelltum henni beint í djúpu laugina á vel krefjandi plön með áherslu á styrktaræfingar og samhliða því að fínpússa matarræðið enda spilar það stærsta hlutann í öllum árangri með líkamlegt form.</p> <p>Hún lagði upp með að gefa sér um sex mánuði í sett markmið og er hér sex mánuðum seinna og er í skýjunum yfir árangrinum sem að hún hefur náð með okkur. Við erum líka ekkert smá stoltar af henni og fannst okkur einmitt svo gaman að það fyrsta sem að við tókum eftir þegar við bárum saman myndirnar frá því fyrst og núna er munurinn á mittinu og lærunum.</p> <p>Virkilega magnað og gaman að fá að birta svona flottan árangur og deila með öðrum til hvatningar</p>
123
Öflug hvatning inn í haustið :)
<p>Sigrún er ein af mörgum hjúkrunarfræðingum sem hefur komið í þjálfun til okkar en það starf er einstaklega krefjandi og mikið um vaktavinnu. Það getur verið mikil áskorun að halda góðu matarræði og koma að hreyfingu þegar sólahringurinn er ekki stöðugur.</p> <p>Sigrún leitaði einmitt til okkar eftir að hafa heyrt af þjálfuninni frá öðrum hjúkrunarkonum sem að hafa verið hjá okkur. Hún byrjaði í þjálfun hjá okkur í nóvember á seinasta ári með þau markmið að léttast um 10-13 kg en umfram allt vildi hún læra hollan og heilbrigðan lífsstíl þar sem að það er lykillinn til þess að ná árangri og viðhalda honum.</p> <p>Okkur finnst árangurinn hennar Sigrúnar alveg hreint magnaður en á þessum níu mánuðum sem hún hefur verið hjá okkur hefur hún meðal annars farið tvisvar farið erlendis vegna námsins að vinna en náð að halda sér í gírnum og misst 12 kg frá því í nóvember á seinasta ári.</p> <p><br />Við höfum líka fengið að fylgjast með Sigrúnu í gegnum hashtagg þjálfuninnar á Instagram (#fitsuccessiceland) þjálfunarinnar og er hún ótrúlega dugleg að stunda annarskonar hreyfingu eins og fjallgöngur og annað samhliða æfingunum frá okkur.</p> <p>Ótrúlega flottur árangur sem er svo sannarlega hvatning inn í haustið.</p>
124
,,Þjálfunin hefur einfaldlega gefið mér betra líf"
<p>Norma Dís hóf þjálfun hjá okkur í apríl árið 2016 með þau markmið að léttast á heilbrigðan hátt, ásamt því að  öðlast þekkinguna til þess að viðhalda árangrinum.  Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan að hún byrjaði í þjálfun eins og myndirnar sýna.</p> <p>Hún hefur í heildina misst rúm 12 kg og fjöldan allan af sentimetrum. Hún náði þyngdarmarkmiðinu sem hún setti sér fyrr á þessu ári, en markmiðið sem hún hefur sett sér núna er að móta líkamann enn frekar og auðvitað hafa gaman af þessu :)</p> <p>Við teljum að tímaskortur sé eitt helsta vandamál þeirra sem til okkar leita. Norma er þriggja barna móðir og námsmaður og hefur í nógu að snúast. Svarið við tímaskorti er forgangsröðun og skipulag. Hún kom með skemmtilegan punkt um daginn þar sem hún minntist á að eitt af því sem hún væri búin að læra úr þjálfuninni væri fjölbreytt mataræði.</p> <p>,,Ég var svo vanaföst í þessu „fljótlega“ kexi, snúðum o.s.frv. en þetta holla er alveg jafn fljótlegt ef ég stoppa bara aðeins og hugsa"</p> <p>Það sem okkur fannst einnig vera góður punktur frá henni Normu er að þó svo að maður upplifi erfiði meðan unnið er að árangri þá er mikilvægt að hætta ekki heldur rífa sig upp og halda áfram því að það munu alltaf koma hindranir, þetta snýst um hvernig þú kýst að takast á við þær.</p> <p>Við endum þetta á fallegum orðum sem okkur þykir mjög vænt um:</p> <p>,,Þjálfunin hefur einfaldlega gefið mér betra líf ef svo má að orði komast þar sem að mér líður mikið betur andlega og líkamlega, sem ég tel mjög mikilvægt í daglegu lífi. Ég er mun meðvitaðri um mataræði, hreyfingu og lífsgæði."</p> <p> </p>
124
Finnur fyrir innri þörf að komast á æfingu
<p><span style="font-weight: 400;">Tinna leitaði til okkar um miðjan janúar á þessu ári. Þá var ár síðan að hún átti barn en hún hafði stundað mömmuleikfimi og mætt í aðra hóptíma eftir barnsburð. Eins og hún kom sjálf að orði þá var hún í smá ,,letigír" og leitaði eftir utanaðkomandi hvatningu og aðstoð. </span></p> <p style="font-weight: 400;">Ástæðan fyrir því að hún valdi FitSuccess sér til aðstoðar var vegna þess að henni fannst áherslurnar sem við leggjum upp með passa fullkomnlega við hennar þarfir.<br /><br /></p> <h4 style="font-weight: 400;">Gefum henni orðið:</h4> <p><span style="font-weight: 400;">,,Mig langaði ekki að fara í átak sem myndi svo fjara út heldur langaði mig að ná að gera heilbrigt mataræði og reglulega hreyfingu að lífsstíl.  </span>Með hjálp Fitsuccess hefur mér heldur betur tekist á snúa hlutunum við. Ég er í skýjunum með árangurinn sem ég hef náð og það besta er að ég er farin að finna <strong>innri þörf fyrir að komast á æfingu.</strong> Svo er líka frábært hvað fataskápurinn minn stækkaði aftur þegar ég fór að komast aftur í öll fötin mín 😊."</p> <p style="font-weight: 400;"> </p> <p style="font-weight: 400;"><span style="font-weight: 400;">Árangurinn hennar Tinnu síðustu mánuði er alveg hreint magnaður. Hún hefur á fjórum mánuðum misst yfir 6 kg og mótað líkamann svo um munar. Útlitslegur árangur er þó ekki það eina sem að Tinna hefur uppskorið, heldur hefur hún komið því í rútínu að æfa reglulega og er virkilega er spennt fyrir því ásamt því að hafa fínpússað matarræðið til hins betra. Markmiðið hennar er nú að viðhalda þeim árangri sem hún hefur náð með okkur og er hún spennt að gera enn betur.</span></p> <p style="font-weight: 400;"> </p> <h4><span style="font-weight: 400;">Leyfum Tinnu að eiga lokaorðin:</span></h4> <p><span style="font-weight: 400;">,,Það skemmir ekki fyrir hvað þjálfararnir eru í miklum og góðum samskiptum við mann og hvetja mann endalaust áfram með uppbyggjandi hætti. Ég gæti ekki mælt meira með Fitsuccess fyrir konur sem langar að koma sér í gott form og halda sér í því! "</span></p>
123
„Ég hef miklu meiri trú á sjálfri mér og ég get það sem ég ætla mér“
<p>Nýjasta árangursmyndin okkar er af Esther Ósk sem hefur verið hjá okkur í þjálfun frá því í október 2016. Hún er nú að fljúga úr hreiðrinu eftir að hafa umturnað lífi sínu seinasta eina hálfa árið. Þegar hún leitaði til okkar á þeim tíma var hún að eigin sögn ekki á góðum stað líkamlega né andlega, enda helst þetta tvennt oftast í hendur. Esther var áður í þjálfun hjá okkur og náði mögnuðum líkamlegum árangri en hugarfarið fylgdi ekki hundrað prósent með. Í seinna skiptið var<span> h</span>ún var tilbúin að takast á við það að huga að bættri heilsu og lét til skarar skríða með því að skrá sig í þjálfun hjá okkur. Þ<span>að er ótrúlega gaman að sjá hversu langt hún hefur náð og erum við virkilega stoltar af henni.</span></p> <p> </p> <h4>Við gefum Esther orðið:</h4> <p><br />„Ég er komin á svo miklu betri stað bæði líkamlega og andlega. Ég er sátt í eigin skinni og það skiptir svo miklu máli. <strong>Ég hef miklu meiri trú á sjálfri mér og ég get það sem ég ætla mér.</strong> Að breyta um lífstíl og að eiga í heilbrigðu sambandi við mat skiptir ótrúlega miklu máli fyrir mig. Ég er samt sem áður alveg mannleg og dett stundum út af beinu brautinni en þá er ég fljót að koma mér aftur á hana og það skiptir mig máli. Það tók mig smá tíma að læra að það gerir ekki til þó maður detti út af beinu brautinni einstaka sinnum. Ég hef misst þó nokkur kíló og hef öll náð að mótast og er enn að, þetta er bara svo skemmtilegt og hreyfingin orðin mitt geðlyf.“</p> <p><br /> Eins og sést á myndunum þá er Esther búin að ná mögnuðum árangri með okkur og núna er hann kominn til að vera þar sem hún er búin að leggja grunninn fyrir heilbrigðan lífstíl. Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með Esther þar sem að hún hefur verið dugleg að deila heilbrigðum lífsstíl á Instagramminu sínu en hún keppti meðal annars á Þrekmóti í heimabænum sínum þar sem hún tók gullið.</p> <p> </p> <h4><span>Að lokum:</span></h4> <p><span>„</span>Þjálfararnir mínir eru svo frábærar. Þær gefa manni alltaf jákvæðan innblástur ef maður er eitthvað niðurdreginn með sjálfan sig. Þær ná að peppa mann í gang þegar maður þarf virkilega á því að halda, mér finnst það skipta miklu máli. Ef fólk er að hugsa um að breyta um lífstíl þá verður það bara að ákveða það og koma hausnum á sér í jákvæðan gír. <strong>Það geta allir náð árangri en fólk þarf einfaldlega að vilja það.</strong>“</p> <p> </p>
124
Um leið og maður sér árangur þyrstir þig í meiri árangur
<p>Dagný byrjaði í þjálfun hjá okkur í janúar og er búin að ná mögnuðum árangri síðan þá. Þá var rúmt ár síðan hún eignaðist sitt þriðja barn og að hennar sögn hafði hún aldrei verið í jafn lélegu formi. Hún hafði lengi vitað af þjálfuninni og ákvað að slá til og skrá sig og hefur ekki séð eftir því enda búin að ná glæsilegum árangri.</p> <p> </p> <h4>Við gefum Dagnýju orðið:</h4> <p>„ Það sem stendur uppúr er að sjá breytinguna á sjálfri mér. Mér líður svo miklu betur á allan hátt og sjálfstraustið er mikið betra. Mesta hvatningin er svo að sjá myndirnar eftir hvert tímabil þar sem það gefur manni extra pepp að sjá uppskeruna. Sömuleiðis er það hvatningin frá þjálfurunum. Að vera í svona nánum samskiptum og geta sent þeim línu þegar maður hefur einhverjar spurningar er algjör snilld, tala nú ekki um í hvert sinn sem ný æfingarplön koma þá eru bara jólin. Það kom mér líka á óvart hvað matarplönin eru fjölbreytt og fjölskylduvæn, og matarsafnið er auðvitað snilld.“</p> <p> </p> <p>Dagný er ekki bara búin að ná mögnuðum líkamlegum árangri heldur er hún búin að gera hreyfingu og heilsusamlegt mataræði að rútínu, eitthvað sem hún hefði aldrei trúað að myndi gerast. Hún leggur áherslu á að aðalmálið sé að hafa gaman af þessu, en það er einmitt eitt af markmiðunum hjá okkur í þjálfuninni.</p> <p> </p> <h4>Leyfum henni að eiga lokaorðin:</h4> <p>„Að breyta og bæta lífsstílinn þarf ekki að vera flókið, <strong>um leið og maður sér árangur þyrstir þig í meiri árangur</strong>“.</p> <p>Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir þennan punkt hjá henni! </p>
123
Það tekur alltaf tíma að breyta um lífsstíl, ekki hætta við þótt það sé erfitt og taktu þinn tíma
<p>Stelpurnar okkar halda áfram að brillera en nýjasta árangursmyndin okkar er af Þórunni. Hún er búin að vera í þjálfun hjá okkur síðan í apríl á síðasta ári, eða í rúmt ár. Á þessum tíma er hún búin að ná mögnuðum árangri.</p> <p> Þórunn hefur gert miklar breytingar á sínu lífi á síðasta árinu, en ástæðan fyrir því að hún sótti um í þjálfun hjá okkur var til þess að bæta upp hreyfingu og mataræði í rútínuna sem henni hefur tekist vel.</p> <p> </p> <h4>Gefum Þórunni orðið</h4> <p><strong>„ </strong>Það sem stendur uppúr í þeim árangri sem ég hef náð er hvað allt er orðið að ákveðinni rútínu, bæði þegar kemur að hreyfingu og hollu matarræði sem gerir það að verkum að mér líður betur líkamlega og andlega. Það sem bættur lífstíll hefur gefið mér er meiri vilji til að gera nýja hluti og horfa á björtu hliðarnar" – en við leggjum einmitt mikla áherslu á það hérna í þjálfuninni að með góðu og jákvæðu viðhorfi er allt hægt.</p> <p><strong>„</strong>Það sem mér finnst standa uppúr þjálfuninni er það hversu fjölbreytt plönin eru, hvatningin og þjálfarnir”.</p> <p> </p> <p>Að lokum spyrjum við Þórunni hvað hún vill segja við fólk sem er að íhuga það að breyta um lífsstíl en kemur sér ekki af stað: <strong>„Það tekur alltaf tíma að breyta um lífsstíl, ekki hætta við þótt það sé erfitt og taktu þinn tíma“.</strong> Við gætum ekki verið meira sammála Þórunni!</p>
124
Bættur lífstíll hefur gefið henni aukna orku og betri líðan
<p>Nýjasta árangursmyndin okkar er af Jónu Hrefnu en hún hefur verið í matarpakkanum síðan í byrjun nóvember á síðasta ári. Hún var byrjuð að hreyfa sig á námskeiði í Sporthúsinu en fannst hún þurfa á aðhaldi að halda í mataræðinu, en við leggjum mikla áherslu á heilsusamlegt mataræði hérna í þjálfuninni en það er lykillinn að árangri þegar kemur að líkamlegu formi.  </p> <p>Jóna hefur verið mjög upptekin síðastliðin ár, í fullri vinnu ásamt því að vera í fullu námi, og hafði hún því látið sjálfa sig og heilsuna sitja á hakanum. Henni fannst kominn tími til að breyta þessu og ákvað því að skrá sig í matarpakkann hjá okkur.</p> <p>Aðspurð um það sem hefur staðið uppúr í hennar árangri er það hversu gaman henni þykir að hreyfa sig, hreyfing er orðin partur af daglegu lífi, ásamt því að hún vildi vera góð fyrirmynd fyrir dóttur sína sem kemur stundum með henni á æfingar. Þá tekur hún fram<span> </span><strong>að bættur lífsstíll hefur gefið henni aukna orku og betri líðan</strong><span> </span>– en það er einmitt það sem hvetur mann áfram í þessu ferli.</p> <p> </p> <h4>Við spurjum Jónu hvað henni finnst hafa staðið uppúr í matarpakkanum:</h4> <p>„Aðhaldið, það er ótrúlega gott að fá send fjölbreytt matarprógram og mér finnst líka mikið aðhald í mælingunum og myndatökunni, það var mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram á réttri braut“.</p> <p> </p> <h4>Að lokum:</h4> <p>Hún hvetur aðra sem koma sér ekki af stað að sækja um í þjálfun: „Það er svo gott að vera með þetta aðhald sem FitSuccess er með, senda myndir og mælingar mánaðarlega. Oft finnst manni ekkert vera að gerast en svo þegar maður sér myndir og mælingar er helling að gerast, og það er svo góð hvatning til að gera ennþá betur.“</p> <p> </p> <p style="text-align: center;"><a href="https://www.instagram.com/fitsuccessiceland/" target="_blank" title="Instagram FitSuccess"> <img style="width: 148px; height: 148px;" src="/media/136387/instagram-logo.png?width=148px&amp;height=148px" alt="instagram logo"></a></p> <p style="text-align: center;">Instagram:<span> </span><a href="https://www.instagram.com/fitsuccessiceland/" target="_blank" title="FitSuccess Instagram">fitsuccessiceland</a></p> <p style="text-align: center;"><a href="https://www.instagram.com/fitsuccessiceland/" target="_blank" title="FitSuccess Instagram">Fylgdu okkur endilega á Instagram</a><span> </span>-  þar getur þú fylgst með degi úr lífi stelpnanna sem eru og hafa verið í þjálfun hjá okkur, sem og okkur þjálfurunum, fáðu hugmyndir fyrir æfingar og matarræði. Við notum Instagrammið til að HVETJA ÞIG áfram. </p>
124
Þessi vefur notar fótspor (e.cookies) til að bæta upplifun þína og greina umferð um vefinn.